26.7.2011 | 14:19
Búið spil... aurarnir horfnir!
Það er nú komið að skuldadögum og ljóst að peningana verður að taka einhversstaðar. Yfirstjórn Þjóðkirkjunnar á Íslandi ákvað að greiða nokkrar skitnar milljónir till kvennanna sem barist hafa fyrir sínum málum gegn, fyrst fyrrum biskupi Íslands, herra Ólafi Skúlasyni og síðan sitjandi (meðan þetta er ritað) biskupi Íslands og yfirstjórn kirkjunnar. Ekki fékk þó dóttir fyrrverandi biskups neinar bætur þótt sannarlega ætti hún rétt á þeim eftir niðurlægingargöngu sína fyrir núverandi biskup og kirkjuráð. Nóg um það.
En sorglegt er til þess að hugsa að nú þurfi að selja kirkjujarðir, enn einusinni. Þetta hlýtur að vera með þeim síðustu.... Mín spurning er: Hvernig í ósköpunum ætlar þjóðkirkjan að standa straum af kostnaði við starfsemi sína þegar aðskilnaður ríkis og kirkju verður innan skamms? Í Svíþjóð, þar sem kirkja og ríki skyldu árið 2000, fær kirkjan ENGA peninga frá ríkisvaldinu til starfsemi sinnar. Kirkjan byggir fyrst og fremst á sóknargjöldunum sem hver og einn skattbær einstaklingur, sem er meðlimur, greiðir. Þ.e.a.s. 0,7% af tekjum sínum. Þessir fjármunir nægja ekki til að bera uppi starfsemina og viðhald kirkjubygginga. Heldur verður kirkjan að taka inn leigugjöld af skógum, bændajörðum, laxveiði, námugreftri í löndum sínum, skotveiði, skógarhöggi og hlutabréfum.
Því miður er grunnhyggni kirkjunnar á Íslandi svo ótakmörkuð að stjórnendur hennar halda að allt bara muni "reddast" þegar að skilnaði kemur. Eða er þetta bara hinn íslenski hugsunarháttur sem keyrt hefur þjóðina svo oft í kaf aumingjaskapar og fyrirhyggjuleysis: að við njótum peninganna sem við eigum og leggjum ekkert fyrir - því þegar erfiðu árin koma, verðum við örugglega dauð. En minnisvarðarnir sem við keyptum yfir okkur sjálf standa.
![]() |
Tvær kirkjujarðir auglýstar til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2011 | 15:39
Þekktu vitjunartíma þinn, Karl biskup
Hvað getum við gert til að bæta, laga og boða? Tölfræðin talar fyrir sig sjálfa (tilv. Hagstofa Íslands):
Ár | Mannfjöldi alls á Íslandi | Prosenta af mannfjölda | Skráðir meðlimir Þjóðkirkjunnar | Breyting milli ára (einstaklingar) |
1994 | 265.064 | 92,40% | 244.925 | -397 |
1995 | 266.978 | 91,78% | 245.049 | -653 |
1996 | 267.958 | 91,08% | 244.060 | -2.237 |
1997 | 269.874 | 90,66% | 244.684 | -912 |
1998 | 272.381 | 90,31% | 246.012 | -617 |
1999 | 275.712 | 89,67% | 247.245 | -882 |
2000 | 279.049 | 89,02% | 248.411 | -931 |
2001 | 283.361 | 87,96% | 249.256 | -765 |
2002 | 286.575 | 87,04% | 249.456 | -686 |
2003 | 288.471 | 86,68% | 250.051 | -843 |
2004 | 290.570 | 86,26% | 250.661 | -953 |
2005 | 293.577 | 85,74% | 251.728 | -851 |
2006 | 299.891 | 84,10% | 252.234 | -1.212 |
2007 | 307.672 | 82,05% | 252.461 | -1.484 |
2008 | 313.376 | 80,71% | 252.948 | -1.230 |
2009 | 319.368 | 79,24% | 253.069 | -121 |
2010 | 317.630 | 79,17% | 251.487 | -1.582 |
2011 | 318.452 | 77.63% | 247.245 | -4.242 |
Þetta vekur vissulega spurningar um hvar við getum bætt okkur. Ég tel að eitthvað liggi að baki þessari tölfræði sem taka ber alvarlega.
Trúmál og siðferði | Breytt 26.7.2011 kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2011 | 10:14
Långfredag 2011
Predikan vid långfredagsgudstjänst i Flemingsbergs kyrka 2011
Flesta av oss känner vi någon som legat på sjukhus under längre tid. Någon som varit svårt sjuk och behövt vistas på sjukhus på grund av det eller sin skörhet. Någon vi inte besökt. Någon vi inte besökt för att det var så svårt. Svårt för att vi har inte vetat vad vi skulle säga. Känt kanske att där fanns inget att säga utan fel saker. Någon vi inte vetat hur vi kunde uppmuntra och ge hopp när alla viste att där inte fanns något hopp och att denna individ aldrig mer skulle komma ut från sjukhuset och uppleva vår vardag igen. Och vi stannade hemma. Dåligt samvete, ånger och sorg satte sig i våra hjärtan så länge den individen vi inte besökte levde, och efter det blev vi själva rädda för att bli sjuka och behöva vistas på sjukhus. Ingen skulle komma, vi skulle bli bortglömda och i värsta fall börda för andra.
Endast få kvinnor stod vid korset när Kristus korsfästes. Skaran hade varit stor som följde Jesus när allt gick väl. Han pratade hopp och botade människor. Han mötte individer i deras verklighet, sjuka människor, de uteslutna i samhället. Han talade om fred, kärlek, och att folk skulle titta inåt, att de skulle skåda sig själva i stora sammanhanget: Han talade om att Guds rike var inra med oss. Framtidshopp och glädjen över att vara människa och Guds barn. Men också ansvar. Folkskaran som följde honom var en blandning av sjuka, fattiga, sökande, rika, överklass som militärer, samhällsutkast och mobbade. Han pratade med fariseer, samariter, tullindrivare, horor och spetälska. Han talar till dig och mig. Folkskaran räknades i flertusen människor som följde honom. Men vid korset fanns endast få kvinnor.
På gårdsplanen bakom mitt hus, under en blå himmel och solens strålar, lekte en far och dotter igår. Hon hade uppenbarligen fått sin första cykel. Hon trampade fort fort på pedalerna och lilla röda cykeln rusade framåt med hög fart. Bakom henne sprang pappan och höll i cykeln. En dag kommer han att släppa helt taget och hon kommer att kunna börja cykla alldeles själv. Minns du vilka händer hjälpte dig första gången att cykla? (Eller gjorde du kanske allt själv?)
Pappans hand som höll i cykeln var just som Guds hand som hjälpt dig genom hela livet. Vågar han släppa? Kan vi själva cykla? Har vi visat att vi kan själva? Kan vi leva livet levande, i villkorslös kärlek, tolerans, ömsesidighet? Finns vi för andra? Kan vi ta ansvar för våra liv och andras, just som Jesus predikade att vi skulle? Finns vi med hela vägen, just som Gud finns med oss hela vår väg, från födelse till grav?
Idag, står vi vid korset eller håller vi oss på avstånd? Dagen idag, innan påskens underbara högtid med sin jubel och glädjebudskap, ger oss en chans att stanna upp och se på våra liv. Ibland kan saker så lätt åtgärdas och glädjen över det som förs till en bättre väg blir stor.
Gud give er alla en välsignad långfredag.Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2011 | 14:21
Skrautreið... wtf is that?
Skreyttir hestar eða hvað? Fáránlegt nafn!
![]() |
Skrautreið á Laugaveginum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2011 | 18:18
Seljið eldhúsinnréttinguna!
![]() |
Áætlun um fjármögnun OR rædd á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2011 | 18:01
Vorum ekki spurð!
Það er ljóst að nú er komið að skilnaði Íslands og NATO. Hér er greinilegt hverjir spila og hverjir eru þarflegu sakleysingjarnir. Hlutverki Íslands - þó hefur alltaf verið ógreinilegt - er lokið. Ég tel ónauðsynlegt að Ísland sé með hjásvæfutakta; setji upp þakklætissvip þegar okkur er sýnd athygli, en verður svo að sitja þögul og undangeymd þegar það á við.
Ísland úr NATO - herinn er farinn!
![]() |
Vorum ekki spurð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2011 | 19:34
Keisarinn í Kína og læknir hans
Fyrir löngu síðan heyrði ég það sagt um líflækni keisarans í Kína, að þannig hefði launamálum hans verið komið að hann fékk laun meðan keisarinn var hress og við góða heilsu. En þá er keisarinn var sjúkur og stríddi við veikindi var líflæknir hans launalaus.
Skilji og túlki nú hver sem hann/hún vill!
![]() |
Hámark sett á laun verkalýðsforingja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2011 | 09:39
Þegar stjórnmálamenn verða sorglegir
Þannig byrjaði ég erindi mitt hérna í grannkirkju einni í Stokkhólmi um daginn. Til umræðu var ástandið í Norður Afríku og arabaheiminum almennt. Eins og ég reit í mínu fyrra innleggi hér á bloggvefnum er það staðföst trú mín að vestur evrópskum aðferðum sé ekki hægt að beita í þeim löndum sem ekki hafa sömu reynslu og við höfum af lýðræðishugtakinu.
En að fréttum dagsins. Evo Morales forseti Bólivíu, einu hinna mörgu landa Suður Ameríku sem hafa reynt í á annað hundrað ár að höndla lýðræði - en mistekist - og þjáningarbróðir hans Vladimir Zhirinovskyj í Rússlandi - landi sem aldrei hefur búið við gegnsætt lýðræði, kveinka sér ógurlega núna. Staðreyndin sem blasti við heiminum þá er Barack Obama fékk Friðarverðlaun Nóbels i Oslo 2009, sýndi allt annað en það sem verðlaununum var ætlað að sýna í upphafi. Hér var bara um vinsældakeppni verðlaunanna við Grammy, Oscar og Golden Globeverðlaunin. Spurningin er: Hver fær finustu gestina á sína verðlaunahátíð. Og hver fær sina mynd tekna með stærstu nöfnunum. Auðvitað snýst þetta ekki um frið eða það að koma á friðið í hrelldum heimi. Ónei. Ef einhverjum hefur dottið slíkt í hug, hefur sá hinn sami fallið í propagandagryfju PR-fyrirtækja. Nóbelsverðlaunin voru vissulega friðarverðlaun þegar til þeirra var stofnað og þau fyrst veitt Henri Dunant stofnanda Rauða krossins og Frédérik Passy stofnanda Frönsku friðarhreyfingarinnar árið 1901. Síðan hefur siguð á ógæfuhliðina fyrir verðlaununum og í dag eru þau einskis virði.
Nokkrir þeirra sem fengið hafa verðlaunin eru: (og hugsi nu hver fyrir sig hvaða afrekaskrá þessir aðilar hafa - googla gjarnan)
2009 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna sem stendur í því að bombardera almenna borgara í Líbýu í skrifandi stund
1994 Yassir Arafat, Shimon Perez, Ytzhak Rabin - ráðamenn i Palestínu og Ísrael (stríðsglæpir á báða bóga)
1973 Henri Kissinger, utanríkisráðherra, lét kasta sprengjum á Kambodíu og Norður-Víetnam
1953 George C Marshall, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Kóreustríðinu
Spurningin er, hvort ekki sé komið að því að byggja bara skóla fyrir börn í Afríku, Asíu og Suður Ameríku fyrir verðlaunaféð, í stað þess að upphefja einstaklinga sem eru ekki svo friðelskandi?
Zhirinovskyj og Morales eru heldur ekki barnanna bestir. Þetta er reyndar að kasta steini úr glerhúsi eins og einhver sagði. Morales styður og nýtur sjálfur stuðnings skæruliðasveita í sínu landi. Fíkniefnavandinn hefur aukist þar um leið og fátæktin í landinu. Zhirinovskyj er ekki heldur neinn Vinardrengjakórsmeðlimur í þessu sambandi og á sér einkar spennandi sögu. Þótt svo að ummæli hans og kenningar um kynþætti og rétt Rússa til lands á kostnað annara þjóð- og kynþátta sé ekki nein kvöldlesning fyrir börn.... er hún spennandi fyrir hina hjartasterku.
Nej nej ... þessir stjórnmálamenn eru bara SORGLEGIR.
![]() |
Vilja svipta Obama friðarverðlaunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2011 | 21:13
Óstjórn eða mannréttindabrot?
Það er skrýtið til þess að hugsa að áður en arabaheimurinn stóð í ljósum logum, virtust áhrifamenn á vesturlöndum víðs fjarri þeirri hugsun að losa þyrfti um Mohammar Ghaddafi. Valdamenn leituðust við að halda honum á sínum stað, láta hann fara sínu fram flestum landsmönnum sínum að skaðlausu. Málið er bara að vestrænir valdamenn vissu ekki hvað þeir myndu fá í staðinn, ef Ghaddafi hefði verið vikið burt. Það lýsir af siðleysi og skorti á faglegri stjórnkænsku að ganga svo fram mot Ghaddafi sem nú er gert.
En hvernig getum við "hjálpað" arabaheiminum þar sem allt virðist standa i logum og lítil von er um breytta stjórnarhætti jafnvel þótt nöfn breytist.
Ég held að það er ljóst að við verðum að skilja að vesturlenskt lýðræði, með þingkosningum og forsetakosningum og samfélagi sem okkar er eitthvað sem aldrei á eftir að virka meðal araba. Við getum ekki þvingað okkar stjórnarháttum upp á þjóðir og menningarsvæði sem hafa aðra lífssýn, gildismat, hefðir, sögu og lífsrytma.
Hvernig í ósköpunum getum við trúað að við getum breytt einhverju till rétts vegar, ef við þekkjum ekki veginn sem við þurfum að fara eftir. Við getum ekki beytt vesturlenskum aðferðum þar sem fólk skilur þær ekki.
Hugsum tvisvar áður en við krógum hungrað ljón inni í horni og ætlum að slást við það með sellerí í höndum. Látum Líbýu og arabalöndin vera þar til við erum þess búin að tala þeirra mál og skilja þeirra menningarheim.
Og dagsins stóri sannleikur: Allir arabar eru ekki múslimar.
![]() |
Átta þúsund uppreisnarmenn látnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2011 | 13:03
Líbýa
Með hverjum degi heyrum við af atburðum þeim sem skaka arabaheiminn. Íbúar landa Norður-Afríku hafa risið upp gegn einræðisherrum sínum og leitast við að sýna samstöðu um að krefjast breyttra stjórnarhátta, nýrra stjórnenda, réttlátara stjórnkerfis og burthreinsun spillingarinnar sem þryfist hefur svo vel í þessum löndum.
Þetta hefur allt gerst á svo skömmum tíma að erfitt hefur verið að átta sig á umfangi þessara atburða. Túnis, Líbýa, Egyptaland hafa þegar fengið sinn skerf af blóðsúthellingum þar sem ráðamenn reyna halda völdum mót vilja fólksins.
Spurningin er viðkvæm, en hvað gerist núna? Þegar búið er að hrekja forsetana frá völdum - hverjir munu þá setjast í stóla þeirra; í hina heitu stóla valds, auðæfa og ótrúlegra áhrifa. Bara með að auka eða loka fyrir olíuframleiðslu, geta þessir menn haft stóráhrif á líf meirihluta heimsbyggðarinnar og breytt forsendum efnahagslífsins á veraldarvísu. Spurningin er hverjir munu taka völdin í þessum löndum? Ein helsta ógnin er að Arababræðralagið (The Society of the Muslim Brothers) muni ná völdum í þessum löndum, og þar með gera Sharia-lögin að gildandi lagabókstaf í téðum löndum með því öllu sem því tilheyrir og fylgir.
Ljóst er að það yrði skelfilegt fyrir aðrar trúarhreyfingar í þessum löndum. Einir öfgarnir myndu þá leysa hina fyrri af hólmi. Á Vesturlöndunum er rætt um að þessi lönd í Norður Afriku og síðan restin af arabalöndunum þurfi að taka upp lýðræðislegri stjórnarhætti.
En hvernig förum við að? Hvernig innleiðir maður lýðræði í landi sem aldrei hefur haft neina lýðræðishefð - aldrei? Hvernig förum við að? Að kjósa nýtt þing í einu af þessum löndum á fjögurra ára fresti er ekki svo sjálfsagt eins og við höldum á Vesturlöndum. Tímaskyn fólks i arabalöndunum er annað en okkar hér í Evrópu. Að byggja upp vestrænt lýðræði i arabalandi er óhugsandi ef við skiljum ekki hvernig þeir hugsa i þessum löndum, óhugsandi vegna þess að lýðræði í einu landi er ekki skilið á sama hátt og lýðræði í öðru landi. Spurningin er: Höfum við á Vesturlöndunum gert lexíu okkar í sambandi við arabaheiminn? Skiljum við hvað gildir þar, hvernig þeir hugsa, hvaða lífssýn þeir hafa og hvað það er sem myndi geta gagnast þar - í hvaða form af lýðræði myndi virka?
Nei því miður ekki. Við höfum margt ólært í sambandi við ástandið í arabaheiminum og hvað yfirleitt fungerar þar.
Áður en við hlökkum yfir falli eins einræðisherra, verum ALVARLEGA VISS UM AÐ VIÐ VITUM HVAÐ TEKUR VIÐ. Þessar þjóðir geta verið að fara úr öskunni í eldinn.
Nota bene: Nafn landsins er Líbýa EKKI Líbía.
![]() |
Gaddafi mun deyja eins og Hitler |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2011 | 11:32
Landeyjahöfn
Á fréttasíðu Morgunblaðsins í dag www.mbl.is er talað um að dælubátur sé á leið til Landeyjarhafnar til að vinna mót tilfuttningi sands inn i höfnina. Þetta er sisyfosarvinna* af versta tagi. Eitthvað sem aldrei lýkur og kemur að kosta skelfiegar fjárupphæðir. Verkið var dauðadæmt frá upphafi. Hver lifandi sála sem ekið hefur niður á Landeyjarströnd sér og skilur þetta. Ég spái því að vísir menn munu hætta reyna halda höfninni opinni eftir ca 10 ár, þá hún hefur líklega sogið í sig meiri fjármuni en allar aðrar landsins hafnir til samans. Spörum strax, bætum Þorlákshöfnina og látum sandinn loka Landeyjarhöfn.
* http://en.wikipedia.org/wiki/Sisyphus
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2011 | 18:23
Annandag jul 2010
Betraktelse vid musikhögmässa i Flemingsbergs kyrka, annandag jul 2010, kl. 11:00
Luk. 2:36-40
Julsagan är underbar. Pittoresk, stämningsfull, budskapsbärande och tidlös. Men finns i tiden. Evangelisten Lukas, han som så fint skildrade allt det som hände på julafton, förstod hur viktigt det var med tidsbegreppet. Hans finkänsla för vårt behov att förstå tiden i berättelsen är aldrig långt borta. Redan efter att han har berättat om Jesu födelse i byn Betlehem tar han oss några dagar framåt, till den dagen då Jesus bars fram i templet och en offergåva gavs i tacksägelse för den förstfödda sonen. Även själva julberättelsen börjar på orden Vid den tiden. Lukas placerar själva berättelsen i historiskt sammanhang, han nämner vilka som styrde landet, för att vi ska förstå vi att Jesus var verklig, att han är en historiskt faktum. Just som Maria befinner sig i graviditetens sista dagar, får vi känsla för hur tiden går.
Det har har varit mycket att tänka på nu före jul, och tiden har gått så fort. I samhället har det varit full rulle och dagarna flugit iväg. Tiden före jul är som graviditetens sista månad - och under slutet nästan lite bokstavligt med tanke på julevangeliets återgivning.
Jag har inte fött barn och kan därför inte beskriva den känslan, men jag har fått barn. Vi får göra skillnad mellan det att föda barn och få barn. Jag tänker på Maria den julaftonsnatten. På väg i kyla och mörker, till en liten stad där hon inte kände någon. Tiden var inne att hon skulle föda barn. Vad kände hon, ensam med sin Josef som knappast hade någon större erfarenhet som barnmorska. Nej, inga barnmorskor, inga läkare, inga mediciner eller hjälp att ha. Det var att duga eller dö.
Jag har varit närvarande när mina barn föddes. Jag förstår att då vill man inte vara ensam.
Det är många kvinnor som beskriver graviditetstiden som det bästa i ens liv, att man är konstant lycklig och tycker livet är så underbart. Jag är helt övertygad om att de kvinnor som uttrycker sig så redan har fött sina barn barn och att sannolikt har dessa drabbats av selektiv minnesförlust vid förlossningen, dvs - de kommer endast ihåg det positiva. Men sådan blir det väl ofta. Att vi kommer ihåg det goda, som får bli början på framtiden.
Jag har hört kvinnor beskriva sin graviditet. Kroppen förändras, humöret pendlar, aptiten försämras, sjuklig trötthet, illamående, håravfall, känslig hud och förstoppning är inte direkt något att jubla över. Vi kan gå utifrån att Maria fick pröva på det mesta.
Men nu vilar Maria. Var det värsta över? Jo, hon överlevde och hennes barn. Nu var bara att klara sig under den kommande tiden, tiden då barnet välsignades med liv och god hälsa.
December, julmånaden är snart över. Vi har firat frälsarens födelse, vi har lyssnat till berättelsen som levt med hela den kristna världen i över 2000 år. Och alltid är den lika fängslande. Den kommer in i våra liv med ljus och frid. Den förespråkar det goda, hoppet.
Dagarna börjar nu att bli längre, tidsbegreppet får en ny dimension med ett nytt årtal nu vid årsskiftet, solen kliver upp högre på himmelen med varje dag som går och livet får en annan klang. Hoppet stiger med solen och glädjen över livet blir allenarådande. Kristen tro är tro på en Gud som vill berika varje din dag med heligt innehåll, den sanna glädjen som utgöts på julafton och vars under änglarnas sång bekräftar. Ära i höjden åt Gud, och på jorden fred åt dem han tycker om.
1.1.2011 | 18:21
Julafton 2010
Betraktelse på julafton 2010, kl. 17:00 i Flemingsbergs kyrka
God jul!
Jag förkunnar er alla fredens budskap. Att ett barn har fötts, en son är oss given. Han är fredens furste och hans välde ska bli stort och fredens välsignelser utan gräns. Det skall befästas och hållas vid makt med rätt och rättfärdighet, nu och för evigt. Och varför? För att det är Guds vilja att det ska bli så.
Barnet som ska ge tröst åt en bruten och skröplig värld och liv åt människor, har fötts. Barnet som är ljusets herre, ska återförena människan och Gud.
Fredskultur ska uppstå.
Vad betyder fredsfurste, de många hederstitlarna från profetens Jesajas bok? Vad betyder fredskultur? Vad betyder att oss är ett barn fött som är allt detta, Fredsfurste, Evig fader, Gudomlig hjälte?
Kristus förklarar detta allt för oss. En fredskultur innebär att vi söker upp de svaga och utsatta i samhället och att vi känner vårt uppdrag och roll och att vi söker orätternas ursprung, och gör om till rätt. Orsakerna ligger ofta de enskildas armod, fattigdom, samhällets ekonomiska ohälsa, och samhällssituation som bygger upp hat, dispyt och våld. Ikväll - kommer han in i våra liv som vill ställa till rätta det som blivit fel. Han vill ge oss hopp. Drivkraft för det goda att vi ser på världen som den goda platsen där alla och allt kan trivas och må bra. Hoppet är hjärtats bön, själens längtan och tankarnas önskemål som kan komma till uppfyllelse. Varje individ måste känna sitt hopp. Den som vill känna sig själv, måste och känna sitt hopp. När man känner sitt hopp, är man samtidigt i kontakt med sitt innersta väsen, samt sin vision. När vårt hopp försvinner, blir det andras att bära vårt hopp. Vi känner många sådana, individer och institutioner som fått bära andras hopp, framtidshopp, hopp om fred, rättvisa, frihet och helande. Vi känner namn som Moder Theresa, Aung San Suu Kyi , Amnesty International, frivilliga välgörenhets organisationer, individer som bryr sig när något blir så fel och det goda motarbetas. Men finns jag och du där? Framför allt är det en som alltid bär ett hopp för oss människor och det är vår vår minsta broder ikväll, Jesus, barnet som så litet föddes i vår värld i Betlehem den kalla och mörka vinternatten. Världen är inte ond. Det är i världen vi rör oss och finns till. Det är i denna värld som Gud tar sig mänsklig gestaltning och blivit en av oss.
Min dotter fick en gång följa med till midnattsmässa i en av mina kyrkor på Island. Efter midnattsmässan var hon jättetrött och bara stod vi julkrubban lekte lite med de då nyanlända herdarna i Betlehem. Pappa! Tror du, pappa, att det luktade kiss från Jesubarnet? Nej svarade jag det gjorde det väl inte det var ju Jesus svarade jag. På vägen hem i bilen tänkte jag på saken. Ju självklart kunde det lukta kiss från Jesubarnet. Han var ju också ett människobarn. Jag ville rätta till mina ord och säga Jovisst kunde det lukta kiss - men när jag tittade på min dotter sov den där lilla ängeln den stora teologen i sin bilbarnstol. Hon hade förstått undret, det mirakulösa, det stora bakom julnatten. Att Frälsaren, barnet var Gud och människa.
Jag hade suttit länge några dagar innan och funderat på ur jag skulle lyfta fram Jesubarnets dubbla natur och det underbara som skedde på julnatten, i min predikotext: att Gud blev människa, att han föddes i vår värld. Hon hade tittat på krubban och löst gåtan på en gång.
Oss är ikväll en frälsare född. Han fick namnet Jesus. Namnet som betyder; Gud frälsar.
Amen.
God jul!
Trú og hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2010 | 19:02
Af hverju þarf fjölskylduhjálp
![]() |
Aðrir voru ævareiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.12.2010 | 13:22
Dularfullar mannaferðir
Allir sem ganga um Þingholtin eru grunsamlegir í augum Bandaríkjamanna. Þeir sem hægja á göngu sinni, horfa eitthvert annað en út í bláinn, eru med heyrnartæki eða tala í síma þegar þeir fara um Laufásveginn við sendiráð Bandaríkjanna eru álitnir grunsamlegir, hættulegir, glæpamenn ef ekki hryðjuverkamenn. Allir eru ljósmyndaðir og skráðir í skrár sendiráðsins. Er þetta heilbrigt? Ég bara spyr! Er þetta ekki þráhyggja og ofsóknarbrjálæði af verstu tegund?
[þegar ég skrifa þetta geri ég mér jafnframt grein fyrir að ég muni verða skráður hjá sendiráðinu fyrir að ráðast í orðum mínum að hagsmunum og öryggi sendiráðsins.... Allir vita þetta og það er klikkað!]
![]() |
Grunsamlegar mannaferðir við sendiráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)