Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Hlegið að Íslandi erlendis

Ég hélt heim glaður í bragði úr vinnunni í gær. Hafði fengið góðar fréttir og fannst miklu fargi af mér létt. Svo til að fagna, fékk ég mér ís. Svíar, elska að standa í röðum. Standi einhver einstaklingur kyrr, má við því búast að snarlega sé kominn einhver kyrrstæður fyrir aftan þennan einstakling og áður en varir, er komin röð. Enginn veit af hverju, en fólk hér er ekki haldið raðarfælni eins og á Íslandi. 

Nú nú í röðina við ísbarinn var ég kominn og um leið einhver aftan við mig. Á tali þess einstaklings fannst mér Ísland verða afskaplega kjánalegt. Maður sér landið og það sem gerist þar í allt öðru ljósi en þegar maður er á staðnum.  Hvernig þessi jakkafataklæddi bissnissmaður með svörtu Prada leðurtöskuna sína og milljónkróna úrið sitt talaði um málin á Íslandi var upplýsandi, þótt orðin hans vektu skrýtnar tilfinningar. Mér fannst ég sem Íslendingur ekki niðurlægður, heldur var skrýtið að heyra einhvern sænskumælandi, sem nýlega var kominn frá Íslandi tala svo fjálglega og af slíkri innlifun um efnahags og stjórnmálaástandið á Íslandi.

Hann hló mikið þegar hann talaði um borgarstjórnarfarsann í Reykjavík. Varla gat haldið á símanum fyrir hláturkviðunum. Hann sagði að Ísland hefði yfirborðskendustu fjármálastefnu heims. Sagði að greinilega væru Íslendingar stærstu Monopol-leikendur heims, eða að þeir væru svo auðblekktir að það væri ekki satt!

Brosti út í annað. Hvað getur maður annað þegar maður heyrir "stuttu útgáfuna" af "brandaranum um Ísland".


Lítið traust meðal þjóðarinnar til Seðlabanka Íslands

Nema hvað?  Í frétt á www.visir.is stendur að fólkið (skoðanakönnun, hringt var í 800 manns, 91% aðspurðra svöruðu og tóku þátt) beri minna traust til Seðlabanka Íslands nú en áður. Samkvæmt þessari skoðanannakönnun eru niðurstöðurnar skýrar: 51,8% segjast bera lítið eða mjög lítið traust til Seðlabankans.

Þegar maður hugsar til samspils kosinna ráðamanna: þeirra er ráða gengi krónu, eða að minnsta kosti eiga að stýra áhrifsþáttum í gengi hennar og svo Seðlabanka Íslands, svífur á mann sú hugsun hvort það sé hagi þjóðarinnar best komið að hafa einskis virði gjaldmiðil? Hvers vegna höfum við Seðlabanka?  Væri ekki öllu betra að hafa bara hann í skúffu í Fjármálaráðuneytinu og spara svolítið við kostnað hvað yfirbyggingu embættismannaveldis varðar? Er hugsanlegt að innan Fjármálaráðuneytis geti verið lítil skrifstofa sem kallast "Myntslátta/seðlaútgáfa". Reikningar og reiknilíkön er þjónusta sem maður hreinlega kaupir af kunnugum á markaðinum?

money_2b

Hægt væri sömuleiðis að hætta þessari eindæmis vitleysu með aflóga stjórnmálamenn. Eru þeir svo afgirtir félagslega að þeir ráða ekki við að bara taka sín eftirlaun og draga sig í hlé, rétt eins og aðrir landsmenn gera. Verður að koma þeim, sumum lítt kunnugum í nútíma heimsviskipta- og hagfræði, fyrir á valdastólum (þar sem krafist er ábyrgðar) og örlögum manna er stjórnað?  Ég held að við séum á villugötum og höfum verið lengi. Ljóst er að leggja eigi niður Seðlabanka Íslands. Hann er óþarfur sem stjórnareining. Hann fer vel innan fjármálaráðuneytis. Þar yrði hugsað vel um hann og sérfræðingar látnir annast þá hluti sem ekki er hægt að kaupa annarsstaðar í frá. Hagstofan gæti sömuleiðis fengið þar með aukið hlutverk, þar sem talnafróðir starfsmenn gætu fengið nýja vinnufélaga úr gamla aflagða bankanum.  


In God We Trust

  bene

Nú er hans heilagleiki kominn til Bandaríkjanna. Forsetinn George Bush og frú hans Laura tóku á móti Benedikti XVI á flugvellinum. Af hverju er páfinn að fara til Bandaríkjanna getur maður spurt sig?  Jú, sennilega er ástæðan sú að hvergi í heiminum eru trúmál rædd av eins miklum hita og innilega eins og í Bandaríkjunum. Kristnir teljast stærsti hópurinn meðal hinna ýmsu trúarbragða ríkjanna. Þar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ekki grænustu glóru um hvað margir búa í landinu er erfitt að segja til um hversu margir tilheyra hvaða trúarbrögðum, því engin "hagstofa" hefur þessar tölur á hreinu. Fer það eftir ríkjum hversu vel er um svona statístíkk haldið. Í sumum ríkjum er ómöglegt að halda nokkurri fastri statístíkk um nokkurn skapaðan hlut þar sem flóttamenn og fólk í felum (jafnvel 2. og 3. kynslóð flóttamanna hefur aldrei skráð sig eða er "til") gefur síbreytilegar tölur.  En það sem "áætlað er" í þessu sambandi er að um það bil 224 milljónir séu "kristnar" í Bandaríkjunum. Um 25% af þessum eru rómversk katólskir. Maður skilur að páfinn skreppi nú yfir hafið og heilsi upp á sína, sérstaklega þar sem svo virðist sem fjöldi rómversk katólskra virðist vera sækja í sig veðrið. Rómversk katólska kirkjan (eða orðrétt: "hin almenna rómverska kirkja") á einnig mikilla hagsmuna að gæta í Bandaríkjunum. Fjárhagslegra hagsmuna sem og pólitískra.  Það má segja að á eftir hinum þremur risaveldum Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína - hefur Páfstóll einhver mest völd í heiminum. Katólska kirkjan þarf ekki einusinni að úttala sig um eitt eða neitt, það nægir að hún er þögul í afstöðu sinni gagnvart stjórnmálamönnum eða stjórnmálaflokkum (sbr. á Ítalíu eða Spáni).  Kristnir eru 2.1 milljarður af íbúatölu heimsbúa. Þar af er rómversk katólska kirkjan langstærst og kemur rétt á eftir fjölda þeirra sem tilheyra Islam (múslimarnir voru að skríða yfir tölu yfir fjölda rómversk katólskra fyrir stuttu).  Nú nú...  svo hefur páfinn sitthvað að spjalla við Bush forseta. Svo virðist sem rómversk katólska kirkjan hafi um þónokkuð skeið liðið af "kirkjusvimanum", það er að segja því að lifa utan hins raunverulega heims, heims okkar fólksins á götunni. Hún hefur sem og margar aðrar kirkjudeildir sem og autokefalískar (sjálfstýrandi þjóðbundnar kirkjur) svifið yfir hversdagsveruleikanum. Núna vill sennielga Benedikt XVI páfi endubæta tengingarnar og lyfta hversdeginum upp nær því er viðurkennt er í Páfagarði.  Í flestum öðrum kirkjum hafa kirkjudeildir "lækkað flugið" og mætt fólkinu á þeirra forsendum. Páfagarður fer þvert öfugt að. Gaman að sjá hvort 12.-14. aldar aðferðafræðin virkar enn í dag.   

Jæja, best að fara koma sér og vera ekki seinn á brautarstöðina...  endilega skoðið hvða þeir eru að bralla þarna suður í Róm; þeir hafa meir að segja útbúið okkur litla skjásýn inn í sinn heim: www.vatican.va


mbl.is Páfi kominn til Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband