Færsluflokkur: Trú og hugleiðingar
24.12.2008 | 21:54
Óska gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári MMIX
Gleðilega jólahátíð allir bloggvinir og aðrir lesendur bloggsins míns!
Heill og hamingja fylgi ykkur á ári komanda 2009.
Í Guðs friði! Baldur i Stokkhólmi
23.12.2008 | 12:26
Gaudete, gaudete - puer natus est pro nobis in Bethlehem!
(Leirstytta eftir Lenu Lervik, Mor med barn, 2001)
Sænsk/finnst miðaldatónlist. Lag og texti sóttur til Piae Cantiones, 1582. Þriðji sunnudagur í jólaföstu fékk gleðiyfirbragð snemma á miðöldum. Í raun var hér um skekkju að ræða enda skyldi 4. sunnudagurinn og sá síðasti alltaf helgaður Maríu Guðsmóður. Síðan festist þessi þekkti miðaldasöngur helgihaldi aðfangadags jóla.
http://www.youtube.com/watch?v=hvEzTixaqpc
Textinn er: (vonast að textinn hlaupi ekki allur til)
:,: Gaudete, gaudete! Christus est natus
Ex Maria virgine, gaudete! :,:
Tempus adest gratiae
Hoc quod optabamus,
Carmina laetitiae
Devote reddamus.
:,: Gaudete, gaudete! Christus est natus
Ex Maria virgine, gaudete! :,:
Deus homo factus est
Natura mirante,
Mundus renovatus est
A Christo regnante.
:,: Gaudete, gaudete! Christus est natus
Ex Maria virgine, gaudete! :,:
Ezechielis porta
Clausa pertransitur,
Unde lux est orta
Salus invenitur.
:,: Gaudete, gaudete! Christus est natus
Ex Maria virgine, gaudete! :,:
Ergo nostra cantio,
Psallat iam in lustro;
Benedicat Domino:
Salus Regi nostro.
:,: Gaudete, gaudete! Christus est natus
Ex Maria virgine, gaudete! :,:
Trú og hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2008 | 11:05
Þriðji sunnudagur í aðventu - hugleiðing
Texti þriðja sunnudags í jólaföstu þetta árið er sóttur í Lúkasarguðspjall (Lúk. 1:67-80) inniheldur hinn kunna lofsöng Sakaría, föður Jóhannesar skírara. Hann og kona hans Elísabet voru komin nokkuð við aldur og líkur á því að þeim yrði barna auðið höfðu stórum minnkað. Þau höfðu gefið upp alla von um son, en þá gerist það að Elísabet verður barnshafandi. Hún fæðir svo síðar son. Að gyðinglegri hefð átti sonurinn að fá nafn föður síns, en Sakaría minnist fyrirheita þeirra er Drottinn hafði gefið honum og gaf syni sínum nafnið Jóhannes, sem merkir "Guð er náðugur". Textinn er auðvitað fallegri í sjálfu guðspjallinu og gjöfulli í allri merkingu sinni.
Textinn minnir mig svolítið á lífið eins og það birtist mörgum í dag. Jólafasta er tími undirbúnings. Við gerum fínt í kringum okkur, við reynum að safna aðföngum til hátíðarinnar og við undirbúum okkur andlega fyrir þessa hátíð sem nálgast með hverjum deginum. Ljósin á aðventustjakanum sem við svo mörg eigum eru tákngervingar þess ljósmagns sem eykst með hverjum deginum sem nær dregur jólum. Við erum eins og skip úti á hafi sem nálgast brennandi vita í fjarska, ljósmagnið eykst og við verðum eftirvæntingarfyllri, glaðari, smá stressaðri og spennan eykst.
Við eigum það líka til að spenna bogann lítið eitt of mikið, við eyðum of miklu, gerum of mikið af öllu, svo sjálfa gjöfin, Jesúbarnið hálf kæfist í jólaumbúðapappírnum. Það er hætta á að við göngum of langt. Það getur enginn spennt bogann svo lengi án þess að taka vissum afleiðingum þess. Annað hvort brotnar boginn á endanum eða hann missir fjaðurkraft sinn.
Það er til lítil gömul dæmisaga um nauðsyn þess að hvíla, nauðsyn þess að slappa af:
Heilagur Antóníus var munkur í fjarlægu landi. Hann að nokkrir aðrir munkar sátu undir klausturmúrunum og létu fara vel um sig, sumir jafnvel dormuðu í sumarhitanum. Riddari koma þar að og sá munkana hvíla sig. Riddarinn spurði hvers vegna þeir slæptust og væru iðjulausir. Antóníus hafði orð fyrir munkunum og bað riddarann að sýna sér hvernig hann skyti af boganum sínum og riddarinn gerði það, tók ör, lagði við bogann og skaut. Antóníus biður hann að gera þetta aftur og riddarinn skýtur annarri ör. Svona gengur þetta aftur og aftur þar til riddarinn sagði: "Ágæti bróðir munkur, ef ég held svona áfram brotnar annað hvort boginn eða ég ég get ekki lengur haldið sama styrk í hendi og armi." Þá svaraði Antóníus: "Ef við hvílum ekki af og til, göngum við svo hart fram að við munum bresta, rétt eins og boginn þinn". Og munkurinn gekk til bræðranna og lagðist niður á ný.
Gleymum ekki að huga að okkur sjálfum þegar hátíðaundirbúningurinn stendur sem hæst, kröfurnar eru víða miklar og virðast vera fara með okkur í gröfina. Hátíðin er okkar vegna, ekki vegna neins annars. Guð kom í heiminn okkar vegna, vegna þess að við þurftum hans við ekki öfugt. Guð þarfnast engrar hátíðar, ekki sín vegna. Hátíðin er svo að við náum að skapa okkur ró og til að við getum tekið frá tíma fyrir okkur og trú okkar. Hátíðin gefur okkur ótöl tækifæra til að sýna okkar innri mann, bæði örðum en ekki síst okkur sjálfum. Jólin eiga að vera spegill sálar okkar og gefa okkur tækifæri að hitta þann einstakling sem við sjaldnast hittum: Okkur sjálfa.
8.12.2008 | 11:08
Kirkja og vísindi - heiladauði
Samkvæmt gamalli kirkjulegri hefð hefur guðspjallamaðurinn Lúkas einatt verið umræddur sem læknirinn Lúkas. Eitthvað er sennilega til í þessu, því þessi söguhefð er fjarska gömul og lífseig. Lúkas er talinn vera höfundur/ritstjóri samnefnds guðspjalls, Lúkasarguðspjalls og Postulasögunnar. Margt styður þessa kenningu um höfund þessara rita og að Lúkas hafi verið kunnugur í lækningaaðferðum síns tíma. Enginn myndi kalla hann lækni í dag, hefðum við tækifæri á að sjá hvernig hann gekk til verka. Margt hefur breyst síðan hann gekk á jarðarkringlunni - ekki minnst læknavísindin.
Ástæða þess að ég sest nú niður og skrifa þessi fátæklegu orð mín hér í dag er eftirminnilegt samtal sem ég átti fyrir nokkru um líknarmorð (euthanasia). Við sátum nokkur saman og spjölluðum vandamálin sem standa fyrir dyrum allra trúarhreyfinga, þeirra sem ekki lifa í fullkomni afneitun á heiminum og því sem hann gefur. Við vorum fjögur sem sötruðum kaffi og borðuðum lussekatter (saffranssnúða). Tvö af okkur vorum voru mótmælendur af Lúterskum grunni, ein rómverskur katólikki og einn utan trúfélaga.
Vangaveltur okkar fjölluðu um virðinguna fyrir lífinu. Mannlega virðingu og viðhald lífs. Umræðurnar voru heitar á köflum, en sameiginlegur vilji okkar til að finna lausn á vandamálinu án neinna kreddukasta var yfirsterkari tilfinningahitanum.
Umræðan fór frá líknardrápi til skilgreiningarinnar um "dauða" þ.e.a.s. hvað sé endanlegur dauði einnar manneskju. Við urðum öll sátt um að heiladauði, væri líklega hugtakið sem gæfi fyllilegasta stöðvun starfsemi líkamans sem lífheildar. Öndun og hjartsláttur eru forsendur þess að líkaminn fái til sín næringu og súrefni. Þegar þessum þáttum er ekki að dreifa, deyja frumur og líkaminn tapar skjótt eiginleikum sínum og lífi. Það hefur verið sýnt fram á að þótt engin mælanleg starfsemi sé til lengur í heila einstaklings, er hægt með öndunarvél að framlengja líf líffæra.
Með þessari aðferð, sem lengi hefur verið notuð, hefur gefist tækifæri til að sýna fram á að samspil heila og líkama er rofið. "Heiladauði" hefur verið mikið notað hugtak af læknastétt og oft í formi hálfgerðs "lausnarorðs". Hér á ég við að í vitund fólks er orðið "heiladauði" merkingarberandi fyrir "endalok lífs" eða "endalok NN eins og hún eða hann var "og við þekktum hann/hana öll".
Heiladauði er ekki samheiti dauða. Heiladauði er ekki orð sem þýðir ekki dauði, eða er jafngildi dauða, heldur ERdauði. Heiladauði er því ekki "kóma" eða eins og það nefnist á ensku coma - heldur fullkominn heiladauði. Fólk getur vaknað út kóma, enda þá er fyrir hendi hluti eða fullkomin heilastarfsemi sem af einhverjum orsökum hefur verið lömuð, en mælanleg/sýnileg. Kóma hefur í grófum dráttum verið skipt í tvö stig: PVS (Persistent Vegitative State) og MCS (Minimally Conscious State).
Hér er ekki verið að búa til "enn eina dauðaskilgreiningu". Hér er bara verið að gefa hinu þekkta nafn. Fólk getur dáið af ýmsum orsökum. Fólk getur "skilið við" vegna sjúkdóms, hjartaáfalla, slysa og svo framvegis. Sumum er "bjargað til baka", öðrum ekki. Sumir komast fljótt eða eftir lengri tíma úr sínu alvarlega veikindaástandi meðan aðrir deyja. Hér gerist að fólk getur fengið það sem kallast heiladauði; lok starfsemi heila. Þetta er óafturkræft ástand. Líkamanum er hægt að halda gangandi, en hugsun og personuleiki. Þessi dauði einstaklingsins er endanlegur.
Gamlar kreddur sem við þekkjum frá tímum Nikolausar Kóperníkusar [1473 - 1543] og Galíleos Galílei [1564-1642] um að sólin hefði verið miðja sólkerfisins voru jafn fjarstæðukenndar á sínum tíma eins og álit og hugmyndir fólks í dag um að hjartsláttur og púls sé til sönnunar fyrir því að sálin sé enn til staðar í einstaklingum (jafnvel þótt engin heilastarfsemi sé fyrir hendi). Hversu margir hafa ekki í sögu Ísland (og heimsins) verið kviksettir þar sem engin púls var mælanlegur og hjartsláttur sömuleiðis? Flest þekkjum við einhverjar sögur þar að lútandi. Hjartað stýrist af heilanum og öndunin með. Því er það þegar heilinn deyr að sál og líkami skiljast að og líf fjarar út.
Ágústínus kirkjufaðir, sem sannarlega vildi ekki meina að hugur og sál væru tengd heilanum, sagði "að þegar starfsemi heilans, sem stýrir líkamanum lýkur, hverfur sálin frá líkamanum. Því þegar starfsemi heilans, sem er svo að segja í þjónustu sálarinnar, hættir vegna einhvers galla eða röskunar af einhverju tagi, er það eins og sálin sé ekki lengur til staðar og hefur farið burt. [De Gen. ad lit., LVII, kap. 19; PL 34, 365]. Orð Ágústínusar eru gömul en styðja frá fornu fari þessa hugsun um brotthvarf persónunnar. Hann hafði ekki sömu tæki og við í dag til að skera úr um hvort heilastarfsemi væri fyrir hendi, en samt gefur okkur hugmynd um hversu lengi þessar pælingar hafa verið í gangi - og eflaust svo lengi sem mannleg vitund hefur verið fyrir hendi.
Jæja, við sátum og ræddum þessi mál fram og til baka. Ég vissi að einhver hafði reynslu af því að náinn fjölskyldumeðlimur hafði dáið heiladauða. Síðar fengum við að vita að hafa verið í öndunarvél í 3 mánuði hafi þessi ættingi verið aftengdur og í kjölfarið hafi öll líkamleg starfsemi hætt. Það kom á óvart að það var einmitt sú manneskja sem var mest "pró" eða jákvæð fyrir "heiladauðaskilgreiningunni".
Við sem sátum þarna og drukkum ofmarga kaffibolla og borðuðum of margar piparkökur og lussekatter komum þennan dag úr ólíkum áttum, félagslega, trúarlega, hvað varðar fjölskyldustöðu og lífssýn. Síðan hafa leiðir okkar komið saman nokkur skipti. Öll úr mismundi áttum, leidd af sannleiksþrá og að geta talað ábyrgt og yfirvegað um spurningar lífsins. Öll ákváðum við að gefa rödd hvors annars rými og að vera tekin til álita. Ekkert af okkur ákvað að koma aftur eða að við mæltum okkur mót, en við höfum hist síðan dregin af virðingunni fyrir hvort öðrum, viljanum að læra eitthvað nýtt og að vera náungi náunga okkar.
Trú og hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2008 | 20:38
Annar sunnudagur í aðventu - hugleiðing
"Kom þú, kom, vor Immanúel!"
Ótti er einn af streituvöldum mannkyns. Það er skrýtið hvað óttinn er oft ógrundaður. Óvissa getur valdið ótta. Óvissa um hvort við stöndum okkur í starfinu, hjónabandinu, félagsskapnum, vinahópnum, lífsgæðakapphlaupinu eða því öðru sem okkur er mikilvægt - veldur streitu.
Einu sinni var lítil mús. Hún þjáðist af ofsahræðslu vegna katta almennt. Einn dag sat hún og bað til Guðs. "Kæri herra Guð, gerð mig að ketti svo ég þurfi aldrei að óttast þá meir!" Og bæn músarinnar var svarað, hún var nú orðin að gulbröndóttum ketti. Kötturinn var sjálfur logandi hræddur við hunda. Einn dag bað músin: "Kæri herra Guð, gerðu mig að stórum hundi, svo ég þurfi aldrei að óttast hunda" og þegar í stað breyttist kötturinn í stóran grimmúðlegan hund. Hundurinn vappaði um glaður þar til hann hitti ljón. Hann varð ofsahræddur og bað hátt og í hljóði til Guðs: "Guð, ger mig að stóru grimmu ljóni, svo ég aldrei þurfi að óttast annað ljón." Í sömu svipan breyttist hundurinn stóri í ljón, grimmúðlegt og hættulegt. "Nú er ég laus við allar áhyggjur" hugsaði ljónið. Á svipuðum slóðum var veiðimaður á ferð og hafði hann komið auga á ljónið og hafði riffil með sér. Þá er ljónið sá að hann hlóð riffilinn, bað það innilega til Guðs: "Guð, ger mig að manneskju, allir óttast þær. Þá mun ég loksins finnast ég trygg." Á sömu stund breyttist ljónið í manneskju. Manneskjan fór trygg í lun og full af sjálfsöryggi heim. Þetta hefur verið stór dagur, líklega best að fara heim og hvíla sig, hugsaði manneskjan. Rétt í því þegar manneskjan hafði opnað dyrnar að húsinu sínu og stigið inn í eldhúsið, skaust lítil mús yfir gólfið. Manneskjan æpti, hoppaði upp á stól í ofsahræðslu og hristist af skelfingu.
Trúðu á Guð, treystu þeim sem kemur. Brjóttu vítahringinn, brjóttu af þér upphugsaðar hindranir. Treystu Guði og þú hefur ekkert að óttast frekar. Hann er, var og verður uppspretta sannleika, friðar, kærleika, jafnréttis, fyrirgefningar og umburðarlyndis. Fylktu þér að baki honum og þú munt aldrei óttast meir!
Trú og hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.11.2008 | 23:11
Fyrsti sunnudagur í aðventu - hugleiðing
Í höfuðborg Austurríkis hinni fallegu Vínarborg, stendur fjarska látlaus en áhugaverð kirkja, Kapusínkirkjan. Hún hefur svo að segja komist á ferðamannakortið vegna þess að í henni eru grafir keisara Habsborgaraættarinnar - allavega flestra þeirra sem féllu frá eftir 1618. Fyrir þá sem hafa ryðgað í mannkynssögunni sinni þá ríkti Habsborgaraættin yfir Heilaga Austrómverska keisaradæminu frá upphafi 13. aldar þar til 1918 eða þá er ríkið hafði skroppið saman í það sem rúmlega taldi Ungverjaland og Austurríki. Og af hverju vel ég nú að tala um grafhvelfingar keisara nú á nýársdegi kirkjunnar, fyrsta degi í jólaföstu? Ef til vill finnst einhverjum þetta vera hálf kaldranalegt þegar fólk á helst að vera glatt og fagna nýju kirkjuári. En við ársskipti er viðeigandi að vera áminnt um hvað það er sem RAUNVERULEGA skiptir máli. Það er beinlínis hollt að líta sér nær og hugsa um þau landamæri sem girða af jarðneskt líf okkar. Það er okkur þá heillavænlegt að líta á "auðæfi" okkar, þau auðæfi sem þekkja engin landamæri, þau sönnu auðæfi sem við tökum með okkur þegar veröldin dregur sín landamæri. Þau auðæfi sem hvorki mölur eða ryð fá eytt.
Þegar einhver af keisurum (eða keisaraynjum) hinnar gömlu ættar Habsborgaranna lést fór fram sálumessa yfir/fyrir þeim látna i miðborg Vínarborgar. Eftir að henni lauk hófst gríðarleg líkfylgd frá þeirri kirkju þvert yfir borgina til Kapúsínkirkjunnar, þar sem viðkomandi átti að fá sinn hinsta jarðneska hvílustað. Þegar komið var að kirkjudyrunum með kistu keisarans var knúið þrisvar á kirkjudyrnar. Prestur svaraði bak luktra dyra: "Hver er þar?" "Það er hans postullega hátign, keisarinn" var svarað að bragði utan kirkjudyranna. Presturinn svaraði þá: "Ég þekki hann ekki." Aftur var knúið dyra og presturinn spurði á sömu leið sem fyrr "hver er þar?" "Það er keisarinn" var svarað þegar í stað. "Ég þekki hann ekki" svaraði presturinn. Þriðja sinni var barið þrisvar sinnum á dyr Kapúsínkirkjunnar. Það er svarað inni í frá kirkjunni "hver er þar?" Eftir stutta stund er svarað: "Það er iðrandi syndari, bróðir þinn". Dyrunum var þá lokið upp og presturinn sagði: "Kom inn bróðir".
Þetta leikræna ritúal minnir okkur á að ferðin sú sem við öll verðum einn dag að leggja upp í, er ferðin frá hroka og yfirlæti til auðmýktar og látleysis. Ferðin frá auðæfasöfnun þessa heims til söfnun auðæfa eilífa lífsins. Guð er áhugasamari um það sem við gerum, en um það sem við segjum. Orðin tóm og engin verk eru sem sláturfórn og brennifórn, rétt eins og segir í Davíðsálmi 51. Hjartans bæn sem breytir okkur; hvernig við hugsum og hvernig við breytum - er bæn sem Guð hefur heyrt og svarað. Hvers virði er bæn án hjarta? Hvers virði er hugsun án athafna? Já, hugsunin verður áfram bara hugsun, hugmynd - en ekkert meira.
Hinir framliðnu af húsi austurísku keisarafjölskyldunnar var veitt aðgengi að grafarkirkjunni, EF þeir komu fram sem aumir syndarar og viðurkenndu syndir sínar. Jafnvel þótt sjálft ritúalið væri táknrænt , var gildi athafnarinnar gífurlegt fyrir tilkall ættarinnar til krúnunnar, því að baki orðum rítúalsins bjó djúp guðfræðileg merking: Ef einhver vill vera mestur meðal annarra, verður hann að verða hinn minnsti og allra þjónn (sbr. Mark. 9:35).
Dagarnir fyrir fyrsta sunnudag í jólaföstu/aðventu eru svolítið dimmir. Drungi þeirra getur verið þyngjandi fyrir okkur mannfólkið. En nú þegar nýársdagur kirkjunnar, er nýtt kirkjuár hefst á fyrsta degi aðventu, er rétt að horfa bæði til baka og fram á við. Hér á ekki við að lifa í depurð yfir því sem ekki var gert og hvers við hefðum viljað koma í framkvæmd. Margt verður ekki alltaf eins og við hefðum helst á kosið. Rétt er því á fyrsta degi nýs kirkjuárs að horfa fram á við, sjá hvaða tækifæri bíða eftir að við sýnum þeim athygli og áhuga. Við höfum 365 daga fram fyrir okkur sem allir eru fylltir með áhugaverðum og spennandi viðfangsefnum, verkefnum sem bíða okkar sem kristinna einstaklinga. Þetta er eins og ratleikur þar sem ein vísbending bendir á aðra og þekking okkar eykst og áhugi. Þannig fá dagarnir líf og yndi okkar af þeim eykst til muna.
Gleðilegt nýtt kirkjuár!
Trú og hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.11.2008 | 18:47
Dómsunnudagurinn
Það er létt að dæma. En er jafn létt að dæma rétt? Hvaða dóm óttumst við mest og hvernig er lífið eftir þann dóm, ef líf skal kalla? Hvernig er að vera dæmdur að ósekju? Dómshugsanir voru aðalþema texta guðsþjónustunnar í dag í kirkjunni.
Hinn síðasti dómur, dómur allra dóma. Dómuinn sá hinn endanlegi var þema dagsins í dag. Dómur Guðs yfir sköpuninni. Í dag er nefnilega skv. sænsku kirkjudagatali hinn svokallaði "dómsunnudagur" - síðasti dagur kirkjuársins. Næsta sunnudag er 1. i aðventu/jólaföstu og þar með nýársdagur kirkjunnar. Þessi dagur hefur svo nöturlegt þema (dómurinn) því okkur er gert að horfa um öxl og læra af því sem betur mátti fara, en síðan næsta sunnudag að halda fram í bjartari framtíð. Um það ræddi ræðumaður dagsins sem talaði í guðsþjónustunni. Ég sá um sjálfa messugjörðina.
Jæja, best að fara hvíla sig eftir langan dag! Góða nótt hrelldi heimur!
Trú og hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.11.2008 | 15:31
Draumur Jakobs
I.Mos. 28:10-13 / S:t Jakobskyrkan, Stockholm
I Stockholms hjärta, står S:t Jakobskyrkan; den här vackra gamla ståtliga kyrkan, ett märke om vilja, stolt, tro och hopp - men först och främst Guds närvaro. Hun är inte särskilt diskret i sin röda färg och ståtliga karaktär, utan är hon mogen och stolt. Stolt av sitt uppdrag, att vara Guds hus, tak över helig verksamhet och så är hon välsignad af själva Gud. Fullbordat har hon länge stått här till invånernas glädje och andliga vägledning, men nu första söndag i advent blir det 363 sedan kyrkan vigdes i drottning Kristinas närvaro i år 1643. Vi vet att redan i det Herrans år 1311 stod här ett kapell helgat åt aposteln Jacob den äldre som vi ser här på pelarn till höger. Kyrkan står på välsignad jord, ett helgat hus, för ett heligt folk. Bortsett från den finska församlingen som använde sig av kyrkan första åren innan den välvdes, eller rättara sagt fick på sig tak och tårn, har kyrkan givit skydd mot vatten, vind och kyla för besökande Stockholmare dessa 363 åren hon har prytt Stockholms statsbild. Under sina valver har hon också bevittnat tysta böner från lärda som leka, fylls av heliga tonar och fantastisk musik genom orgelspel, körmusik och enskilda salmsjungande röster som försökt att hålla sig åt givna noter. Hon har bevittnad sorg och glädje, minnesstunder, konfirmationer, vigslar, allt mellan himmel och jord. Kyrkan har givit gatornas olika ljuder en helig omgivning; Kungsträdgårdens koncerter och brandkårens och polisens sirener, trafikens ljuder - liksom att påminna oss om att kyrkan finns i världen och världen i kyrkan. Vi går till kyrkan bland annat till att söka det rofyllda rumet, den heliga närvaron, för den tysta bönen, för att se och njuta, lyssna till musik, lyssna till vår innre röst lyssna till Gud och ta emot hans gåvor genom ord, ande, bröd och vin.
Francois Venant (Jakobs draumur) I.Mos.28:10-13. Myndin hangir yfir altari skírnarkapellunnar (Flemingska- og Hornska grafkapellan) í St. Jakobskirkjunni i Stokkhólmi
När jag har stått framför det här altaret, har jag ofta funderad på tavlan som står ovanför altarbordet. Den är målad av holländeren François Venant [1591-1636] i början av 1600 talet. Den berättar oss en historia från det Gamla testamentet, från Första Mosebokens 28:e kapitel. Här nalkas Gud den unga Jakob som sover: Vi ser hur änglar Guds går upp och ner den himmelska trappan liksom till att visa att Gud är där. Det är svårt att tolka Guds närvaro på en tavla när man inte vet hur han ser ut, ingen har set honom. Inte ens konstnären har vågat försöka avbilda Gud fader.Men vi märker Guds närvaro. Hans närvaro märker vi bäst vid hans altar, vid den plats och kyrkans brännpunkt var Gud närmar sig oss genom bröd och vin. Eller som jag brukar säga: Heliga saker för heligt folk, i den här välsignada kyrkan. Kyrkan är en gåva, en gåva från Gud byggd visserligen av män för värdsliga pengar. Men hon skall vara ett helgat skydd, en reserverad lokal, en hållplats var ord och sakramente förvaras och utdelas av kärlek - til vort helande och vår opp-muntring - genom den heliga anden. Medan Jakob sov, gav Gud honom sitt löfte, att mot hans trofasthet skulle Jakob alltid njuta av Guds helgande närvaro. Gud ger oss det löfte ännu idag. Här idag, här och nu S:t Jacobskyrkan.
Trú og hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)