Færsluflokkur: Löggæsla

Íslenskur heimilisiðnaður!

Sko sjálfsbjargarviðleitnina. Fólk er að rækta heima og virðist hafa græna fingur við iðn sína.  Verst að fólkið er að rækta forboðna söluvöru, annars væri þetta lofsvert.  Alltaf gaman að sjá hvað fólk getur verið iðið og duglegt.  Unga kynslóðin áhugasöm og búin þegar að setja upp viðskiptanet og framtíðar viðskiptavinir bíða eftir framleiðslunni.  EN eins og ég segi, því miður er varan forboðin og ólögleg. Ég velti því fyrir mér hvort ákefðin og áhugasemin væri sú sama ef um væri að ræða stjúpur eða morgunfrúr, rabbarbari eða blómkál?
mbl.is Kannabisræktun í Berufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stigmögnun - og svo sögulok

Mér brá ekkert sérstaklega þegar ég sá þessa frétt í morgun. Ég hef hálft í hvoru beðið þessa. Björn dómsmálaráðherra hefur sennilega fengið upphringingu frá hræddum Geir forsætisráðherra: "Bjössi minn, það er bara allt að verða brjálað og liðið hefur subbað út bílinn minn". 

Nei, í alvöru þá var þetta fyrirsjáanlegt. Stigmögnunin á sér ekki bara stað hjá fólkinu, heldur og stjórnmálamönnunum líka. Svona kallast fylkingarnar á!   Þetta er ljótt að sjá á friðsæla fallega Íslandi í dag. 

Til notkunar táragass hefði ekki þurft að koma!  Það vita stjórnmálamenn!  Svona langt átti þetta aldrei að ná.


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband