Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Þegar stjórnmálamenn verða sorglegir

Þannig byrjaði ég erindi mitt hérna í grannkirkju einni í Stokkhólmi um daginn.  Til umræðu var ástandið í Norður Afríku og arabaheiminum almennt. Eins og ég reit í mínu fyrra innleggi hér á bloggvefnum er það staðföst trú mín að vestur evrópskum aðferðum sé ekki hægt að beita í þeim löndum sem ekki hafa sömu reynslu og við höfum af lýðræðishugtakinu.

En að fréttum dagsins. Evo Morales forseti Bólivíu, einu hinna mörgu landa Suður Ameríku sem hafa reynt í á annað hundrað ár að höndla lýðræði - en mistekist - og þjáningarbróðir hans Vladimir Zhirinovskyj í Rússlandi - landi sem aldrei hefur búið við gegnsætt lýðræði, kveinka sér ógurlega núna. Staðreyndin sem blasti við heiminum þá er Barack Obama fékk Friðarverðlaun Nóbels i Oslo 2009, sýndi allt annað en það sem verðlaununum var ætlað að sýna í upphafi. Hér var bara um vinsældakeppni verðlaunanna við Grammy, Oscar og Golden Globeverðlaunin.  Spurningin er:  Hver fær finustu gestina á sína verðlaunahátíð.  Og hver fær sina mynd tekna með stærstu nöfnunum. Auðvitað snýst þetta ekki um frið eða það að koma á friðið í hrelldum heimi.  Ónei.  Ef einhverjum hefur dottið slíkt í hug, hefur sá hinn sami fallið í propagandagryfju PR-fyrirtækja.  Nóbelsverðlaunin voru vissulega friðarverðlaun þegar til þeirra var stofnað og þau fyrst veitt Henri Dunant stofnanda Rauða krossins og Frédérik Passy stofnanda Frönsku friðarhreyfingarinnar árið 1901.   Síðan hefur siguð á ógæfuhliðina fyrir verðlaununum og í dag eru þau einskis virði.  

Nokkrir þeirra sem fengið hafa verðlaunin eru: (og hugsi nu hver fyrir sig hvaða afrekaskrá þessir aðilar hafa - googla gjarnan)

2009 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna sem stendur í því að bombardera almenna borgara í Líbýu í skrifandi stund

1994 Yassir Arafat, Shimon Perez, Ytzhak Rabin - ráðamenn i Palestínu og Ísrael (stríðsglæpir á báða bóga)

1973 Henri Kissinger, utanríkisráðherra, lét kasta sprengjum á Kambodíu og Norður-Víetnam

1953 George C Marshall, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Kóreustríðinu

Spurningin er, hvort ekki sé komið að því að byggja bara skóla fyrir börn í Afríku, Asíu og Suður Ameríku fyrir verðlaunaféð, í stað þess að upphefja einstaklinga sem eru ekki svo friðelskandi?

Zhirinovskyj og Morales eru heldur ekki barnanna bestir. Þetta er reyndar að kasta steini úr glerhúsi eins og einhver sagði.  Morales styður og nýtur sjálfur stuðnings skæruliðasveita í sínu landi. Fíkniefnavandinn hefur aukist þar um leið og fátæktin í landinu. Zhirinovskyj er ekki heldur neinn Vinardrengjakórsmeðlimur í þessu sambandi og á sér einkar spennandi sögu. Þótt svo að ummæli hans og kenningar um kynþætti og rétt Rússa til lands á kostnað annara þjóð- og kynþátta sé ekki nein kvöldlesning fyrir börn.... er hún spennandi fyrir hina hjartasterku.  

Nej nej ... þessir stjórnmálamenn eru bara SORGLEGIR.


mbl.is Vilja svipta Obama friðarverðlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óstjórn eða mannréttindabrot?

Það er skrýtið til þess að hugsa að áður en arabaheimurinn stóð í ljósum logum, virtust áhrifamenn á vesturlöndum víðs fjarri þeirri hugsun að losa þyrfti um Mohammar Ghaddafi.  Valdamenn leituðust við að halda honum á sínum stað, láta hann fara sínu fram flestum landsmönnum sínum að skaðlausu. Málið er bara að vestrænir valdamenn vissu ekki hvað þeir myndu fá í staðinn, ef Ghaddafi hefði verið vikið burt.  Það lýsir af siðleysi og skorti á faglegri stjórnkænsku að ganga svo fram mot Ghaddafi sem nú er gert.

En hvernig getum við "hjálpað" arabaheiminum þar sem allt virðist standa i logum og lítil von er um breytta stjórnarhætti jafnvel þótt nöfn breytist. 

Ég held að það er ljóst að við verðum að skilja að vesturlenskt lýðræði, með þingkosningum og forsetakosningum og samfélagi sem okkar er eitthvað sem aldrei á eftir að virka meðal araba. Við getum ekki þvingað okkar stjórnarháttum upp á þjóðir og menningarsvæði sem hafa aðra lífssýn, gildismat, hefðir, sögu og lífsrytma.   

Hvernig í ósköpunum getum við trúað að við getum breytt einhverju till rétts vegar, ef við þekkjum ekki veginn sem við þurfum að fara eftir.  Við getum ekki beytt vesturlenskum aðferðum þar sem fólk skilur þær ekki.  

Hugsum tvisvar áður en við krógum hungrað ljón inni í horni og ætlum að slást við það með sellerí í höndum.  Látum Líbýu og arabalöndin vera þar til við erum þess búin að tala þeirra mál og skilja þeirra menningarheim.

Og dagsins stóri sannleikur: Allir arabar eru ekki múslimar.


mbl.is Átta þúsund uppreisnarmenn látnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líbýa

Með hverjum degi heyrum við af atburðum þeim sem skaka arabaheiminn.  Íbúar landa Norður-Afríku hafa risið upp gegn einræðisherrum sínum og leitast við að sýna samstöðu um að krefjast breyttra stjórnarhátta, nýrra stjórnenda, réttlátara stjórnkerfis og burthreinsun spillingarinnar sem þryfist hefur svo vel í þessum löndum. 

Þetta hefur allt gerst á svo skömmum tíma að erfitt hefur verið að átta sig á umfangi þessara atburða.  Túnis, Líbýa, Egyptaland hafa þegar fengið sinn skerf af blóðsúthellingum þar sem ráðamenn reyna halda völdum mót vilja fólksins. 

Spurningin er viðkvæm, en hvað gerist núna?   Þegar búið er að hrekja forsetana frá völdum - hverjir munu þá setjast í stóla þeirra; í hina heitu stóla valds, auðæfa og ótrúlegra áhrifa.  Bara með að auka eða loka fyrir olíuframleiðslu, geta þessir menn haft stóráhrif á líf meirihluta heimsbyggðarinnar og breytt forsendum efnahagslífsins á veraldarvísu.  Spurningin er hverjir munu taka völdin í þessum löndum?  Ein helsta ógnin er að Arababræðralagið (The Society of the Muslim Brothers) muni ná völdum í þessum löndum, og þar með gera Sharia-lögin að gildandi lagabókstaf í téðum löndum með því öllu sem því tilheyrir og fylgir.

Ljóst er að það yrði skelfilegt fyrir aðrar trúarhreyfingar í þessum löndum. Einir öfgarnir myndu þá leysa hina fyrri af hólmi.  Á Vesturlöndunum er rætt um að þessi lönd í Norður Afriku og síðan restin af arabalöndunum þurfi að taka upp lýðræðislegri stjórnarhætti.

En hvernig förum við að?  Hvernig innleiðir maður lýðræði í landi sem aldrei hefur haft neina lýðræðishefð - aldrei?  Hvernig förum við að?  Að kjósa nýtt þing í einu af þessum löndum á fjögurra ára fresti er ekki svo sjálfsagt eins og við höldum á Vesturlöndum. Tímaskyn fólks i arabalöndunum er annað en okkar hér í Evrópu.  Að byggja upp vestrænt lýðræði i arabalandi er óhugsandi ef við skiljum ekki hvernig þeir hugsa i þessum löndum, óhugsandi vegna þess að lýðræði í einu landi er ekki skilið á sama hátt og lýðræði í öðru landi.   Spurningin er:  Höfum við á Vesturlöndunum gert lexíu okkar í sambandi við arabaheiminn?   Skiljum við hvað gildir þar, hvernig þeir hugsa, hvaða lífssýn þeir hafa og hvað það er sem myndi geta gagnast þar - í hvaða form af lýðræði myndi virka?

Nei því miður ekki.   Við höfum margt ólært í sambandi við ástandið í arabaheiminum og hvað yfirleitt fungerar þar. 

Áður en við hlökkum yfir falli eins einræðisherra, verum ALVARLEGA VISS UM AÐ VIÐ VITUM HVAÐ TEKUR VIÐ. Þessar þjóðir geta verið að fara úr öskunni í eldinn.

 

Nota bene: Nafn landsins er Líbýa EKKI Líbía.  


mbl.is Gaddafi mun deyja eins og Hitler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dularfullar mannaferðir

Allir sem ganga um Þingholtin eru grunsamlegir í augum Bandaríkjamanna. Þeir sem hægja á göngu sinni, horfa eitthvert annað en út í bláinn, eru med heyrnartæki eða tala í síma þegar þeir fara um Laufásveginn við sendiráð Bandaríkjanna eru álitnir grunsamlegir, hættulegir, glæpamenn ef ekki hryðjuverkamenn. Allir eru ljósmyndaðir og skráðir í skrár sendiráðsins.   Er þetta heilbrigt?  Ég bara spyr!   Er þetta ekki þráhyggja og ofsóknarbrjálæði af verstu tegund?

 [þegar ég skrifa þetta geri ég mér jafnframt grein fyrir að ég muni verða skráður hjá sendiráðinu fyrir að ráðast í orðum mínum að hagsmunum og öryggi sendiráðsins.... Allir vita þetta og það er klikkað!]


mbl.is Grunsamlegar mannaferðir við sendiráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípaleikur af verstu tegund

Þetta er nú meiri skollaleikurinn. Fyrst gerast Bandaríkjamenn sekir um brot á öllu sem mögulegt er að brjóta gegn, yfirleitt mot stóru málaflokkunum: Alþjóðlegir efnahagsglæpir, fjöldamorð, ólagleg stríð, fjárhagsþvingarnir, brot mót alþjóðarétti, ....      Síðan segja þeir að það sé "ólöglegt að birta skýrslur um brot þeirra!"

Er ekki heimsbyggðin orðin þreytt á þessum skollaleik vesturveldanna, sem öll taka þátt í þessu skrípói! 


mbl.is Skjalaleki alvarlegur glæpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó! Nýjir markaðir!

Mikið varð ég glaður þegar ég sá þessa frétt. Loksins ný hugsun þar sem reynt er að horfa blint áfram á ESB aðildina sem höfuðlausn allra mála. Ég gleðst yfir að nýjir markaðir séu hugsanlega í framtíðarsýn Íslendinga og ný tækifæri - sem ekki eru gensýkt af ESB-vofunni.

Bravó!


mbl.is Fríverslun rædd við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svört jörð II

Svört jörð - Starbucks

Hér kemur umfjöllunin eins og hún birtist á vefi mbl.is:   http://mbl.is/frettir/sjonvarp/53217/

Fyrir um tæplega ári síðan skrifaði ég pistil hér um það sem nefnt er Svört jörð, fyrirbæri sem æ meir lætur á sér kræla í heimsbúskapnum.  Í nefndum pistli mínum frá fyrra ári útskýri ég hvað ég á við með þessu hugtaki: Svört jörð

Nú þegar ég sat við tölvuna mína hér og las fréttasíðu Morgunblaðsvefsins www.mbl.is setti mig hljóðan. Á fjarska jákvæðan hátt var umfjöllun um hvernig stórfyrirtæki hefur leigt/keypt landnæði til að rækta sína hrávöru, kaffibaunir í þessu tilfelli.   Málið er háalvarlegt. Ég er efins að neinn hafi vaknað við vondan draum og áttað sig á þessari fyrstu frétt um "svarta jörð" - sem birtist hér i tengslum við fyrirtæki sem hefur svo jákvæða ásýnd út á við.  En viti menn... þessi fluttningur frétta á innan skamms eftir að tengjast fréttum af misbeytingu og þvingunum, siðlausum en löglegum yfirtökum á þjóðlendum í þróunarlöndum - jafnvel hernaði.   


Calypso

Mín spurning til stjórnvalda er þessi: Hvað bjó að baki þá er íslensku þjóðinni var synjað um réttinn að sækja Breta til saka fyrir að beita á okkur hryðjuverkalögum? Hver átti ávinningurinn að vera af því að EKKI sækja þá til saka?  Hvað fengum við fyrir auðmýktina og undirgefnina?  Eitthvað hlýtur að hafa komið í staðinn?

Ljóst er af orðum Alain Lipietz að réttarstaða Íslendinga var og er sterk.  Því spyr ég fyrrnefndra spurninga og hvers vegna íslenskri þjóð var ekki unnt að fá uppreisn æru?  


mbl.is Lipietz: Veikur málstaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður bresku handrukkurunum greitt?

Hversu gæfuríkur er herra Ólafur Ragnar Grímsson í embætti sínu sem forseti Íslands?  Hversu góða sýn hefur hann á getu og úthald þjóðarinnar. Hversu lýðræðiselskandi er hann?   Þetta eru nokkrar af spurningum þeim sem ég er að velta fyrir mér núna við upphaf nýs árs.

Kýs herra Ólafur Ragnar örbyrgð og sært þjóðarstolt með að setja stafi sína við téð ICESAVE lög?  Kýs hann að leyfa íslenskri þjóð að stríða fyrir stolti sínu, sýna hvað í henni býr og beygja sig ekki fyrir vafasömum skuldaviðurkenningum íslenskra stjórnvalda fyrri ára. Segir hann einfaldlega "Nei" við að greiða spilaskuldir útrásarvíkinga og þorir hann að reka á brott handrukkara Breta og Hollendinga, svo einhverjir séu nefndir?  Ég vona það.   


mbl.is Fundi lokið á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveðjum fleir stofnanir

Það var gott að heyra að ákveðið væri núna að leggja niður Varnamálastofnun. Þá stofnun hefði aldrei átt að setja á laggirnar. Nú ríður á fyrir stjórnvöld að bretta upp ermar og ganga úr bandalögum og stofnunum sem eru okkur bara til mikillar íþyngingar fjárhagslega.

Rétt tel ég að Ísland gangi úr Sameinuðu þjóðunum. Þetta eru vita máttlaus samtök sem eru skálkaskjól skrifstofuveldis og eru hin versta peningahít.  Þá vil ég segja skilið við NATO, enda engin þörf fyrir okkur þar. Búið er að skíta greinilega í Ísland og þar sem við höfum ekki það mikla hernaðarlega mikilvægi sem áður á kaldastríðsárunum, held ég að best sé að spara krónurnar líka þar. Ég tel rétt að byrja á þessum tveimur bandalögum sem í raun hafa enga þýðingu fyrir okkur eins og staðan er í dag.  Síðan göngum við bara á listann yfir bandalög og alþjóðastofnanir sem við erum að greiða stórfé til og endurskoðum þátttöku okkar í slíkum félagsskap.   


mbl.is Varnarmálastofnun lögð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband