Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
30.11.2009 | 10:25
Sem þurfalingar skulum við lifa.
Svo má brýna að bíti! Ég held, eftir að hafa hugsað lengi málið, að stærstu mistök ríkisstjórnanna, þeirrar sem var rekið í búsáhaldabyltingunni og svo þeirrar nýju, hafi verið að stefna ekki breskum stjórnvöldum þá er hryðjuverkalögum var beitt á Ísland. Í þessari gjörð var að finna svo illskuþrungna og heiftúðuga aðgerð bitrar þjóðar að fá dæmi eru í sögu síðustu áratuga.
Meðvitaðir um afleiðingarnar beittu Bretar okkur þessu bragði, meðvitaðir um að Íslendingar myndu knésetti, meðvitaðir um að okkur yrði ekki nein leið fær að bjarga okkur - setja þeir neyðarlög. Og hvers vegna? Jú, til að ná fiskimiðunum af okkur.
Sjávarútvegur Evrópusambandsins stendur á grafarbakkanum. Áratugum saman hafa fiskveiðiþjóðir Evrópusambandslandanna skafið upp hafsbotninn með trollhlerum sínum, eyðilagt uppeldisstöðvar fiskistofna og síðan veitt um þá fiska sem eftir voru. Núna ásælast þessi lönd með Breta í víglínunni miðin kringum Ísland. Náðarlaust!
Atvinnuleysi meðal sjómanna/rányrkjumanna er næstum algert. Atvinnugreinin er að deyja út meðal þessara þjóða. Þriðja kynslóð atvinnulausra sjómanna er að vaxa úr grasi og smáþorp og borgir eru að lognast sömuleiðis út af.
Til að ná sér aftur á skrið, hafa Bretar nú beitt okkur hryðjuverkalögum, til að veikja eða taka alveg frá okkur samningsstöðuna nú þegar íslenska ríkisstjórnin telur sér ekki fært annað (í grunnhyggni sinni) en að ganga til liðs við ESB styrkjakerfið. Sem þurfalingar skulum við lifa. Það er vilji Breta, vilji ESB og vilji ríkisstjórnarinnar.
![]() |
Undirbýr mál gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2009 | 12:58
Hvar eru Íslendingarnir?
Velti því fyrir mér núna hvar hinir sönnu Íslendingar séu - þeir sem ég býst við hinu besta af, þeim sem ég veit að eru réttsýnir og þeir sem ég veit að elska sjálfstæði og unna því sem íslenskt er? Hvar eru þeir hetjurnar sem komu Íslandi úr moldarkofunum í byrjun 20. aldar og á hátæknistig? Hvar eru arftakar fornaldarkappa og kvenskörunga? Hvar eru þeir sem vilja áfram vera Íslendingar, stoltir, óháðir fjölþjóðasamböndum og baráttuglaðir. Hvar er íslenskt stolt.
Höfnum ICESAVE! Byrjum nýja framtíð með nýjum vinum.
![]() |
Kýs líklega með Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2009 | 14:28
Já, ástandið er að verða eins og í ESB
Líklega tekst Íslendingum að koma sér á atvinnuleysisnótur aðildarlanda Evrópusambandslanda áður en um langt líður. Sannarlega er unnið vel og ötullega að þessu takmarki, enda íslenskum stjórnvöldum einkar kær sú tilhugsun að atvinnuleysi verði bæði efnahag og þjóðarsál að sem mestum skaða. Atvinnuleysi aðildarlanda ESB rokkar allt frá því að vera 8% upp í að vera næstum 20% svo stutt er í að okkur takist að sökkva landi og þjóð í sömu eymdina.
Nei heyrið mig nú! Nú er kominn tími til að við hættum þessum sleikjugangi við ESB. Fólk virkilega lætur eins og það sé ekki til líf utan ESB? Eru allir orðnir snar vitlausir?
![]() |
Atvinnuleysi mælist 7,6% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.10.2009 | 14:46
Hundleiður á íslensku getuleysi
Íslenska krónan er ekki meira virðe en Matadorpeningar. Ég minnist þess þá maður hafði breytt út Útvegsspilið á borðstofuborðið heima að manni fannst maður þokkalega ríkur þegar seðlabúntin tók að safnast fyrir eftir lukku og velfarnað í spilinu góða. Samt voru þessir pengingar bara spilapeningar. Þegar spilinu var lokið og maður hafði keypt alla togarana og veiðiheimildirnar, var spilinu lokið og allir hinir komnir í svo slæma stöðu að þeir þorðu ekki að slá um teningnum - eða höfðu hreinlega verið keyptir út úr spilinu. Einhver óþægilegur sannleikur og samanburður er mögulegur með Útvegsspilinu gamla og svo lífinu eins og það er í dag.
Í dag leikum við okkur með vitagagnslausa spilapeninga úti í samfélaginu. Þetta eru ekki peningarnir út Útvegsspilinu eða Matador/Monopoly, nei þetta er löglegur gjaldmiðill Íslands, krónan. fyrir næstum því næstum 30 árum síðan var gömlu íslensku krónunni skipt út fyrir nýja, tvö núll voru tekin af þeirri fyrri og nýir seðlar settir í umferð. Allt leit betur út og blekkingarleikurinn rúllaði af stað. Ekki leið að löngu uns aurarnir voru teknir út umferð. Síðan hvarf 10 króna seðillinn, því næst 50 króna seðillinn og síðast 100 krónurnar. Myntin fékk að halda sér, þar sem hún er grunneiningin, en hún tók að léttast - á ný! VIð sem höfum aldur til, munum eftir ákrónunni sem flaut á vatni.
Ég er orðinn hundleiður á íslensku getuleysi. Hvort er betra að vera lokaður frá breskum og hollenskum mörkuðum í nokkur ár, eða þar til fæðuskorturinn lætur að sé kveða í Evrópu, eða halda stolti og efla ný viðskiptatengsl og ekki setja sig í tryllingslegar skuldbindingar?
Ég sá áðan að íslensk króna var skráð: 18,75 ISK = 1 SEK
Ég valdi að hafna ICESAVE, ég vildi fara í mál við Breta þegar þeir beittu á okkur hryðjuverkalögum, ég vildi hafna ESB og taka upp samningar um Norðurslóðaefnahagsbandalag, ég vildi slá saman íslensku og norsku krónunni, ég vildi taka upp varnar og flugumsjónarsvæðissamstarf við Dani og Norðmenn. Ég sá aðra möguleika en að sleikja okkur upp við ESB og IMF. Ég vildi leita nýrra vina. Ég vil ekki leika mér við þá sem lúskra á mér, ég vil ekki leika mér með þeim sem koma fram við mig eins og ég sé einhver skítahraukur úti á túni. Ég vil vera "líðandi" allt mitt líf. Ég vil annað og betra fyrir mig og mína.
Mér er annt um Ísland og íslenska þjóð. Hvað um þig?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2009 | 19:07
Loksins...loksins...
Þá kom að því að einhver segði eitthvað að viti. Ég er orðinn svo leiður á þessu allsendis úrræðaleysi sem virðist lita alla umræðu á Íslandi um framtíðarstefnu lands og þjóðar. Allra augu beinast að ESB. Því ljóta skrímsli. Núna hafa gáfumenn lagt IQ- in sín í pott og fengið fram að ef til vill sé heillavænlegast að bindast vinskapaböndum við Norðmenn. Já framtíðin er bjartari með þeim sem skilja hvernig við hugsum, en ekki með Spánverjum, Grikkjum og síðar meir Tyrkjum (sem um síðir, komist þeir inn í bandalagið verða allsráðandi). Þessar þjóðir munu ALDREI skilja sérhagsmuni okkar, sérstöðu og menningu.
![]() |
Ísland og Noregur myndi með sér bandalag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.8.2009 | 10:42
Ný skilgreining á hugtaki: Norðurlönd
Það er gaman að sjá myndirnar á bloggi Ólínu Þorvarðardóttur. Ég hef alltaf viljað koma þangað og sjá dýrðina með mínum eigin augum. En með það er eins og svo marga aðra hluti að ekki hefur orðið neitt úr því. Það bíður betri fjárhags.
Mér varð hugsað til ferðar Vestnorræna ráðsins sem Ólína tilheyrir til Grænlands, þessa næsta nágranna Íslands. Þessi ferð vakti á ný hugmyndir mínar sem ég hef viðrað við nokkra ráðherra á Íslandi og svo utanríkismálanefnd. Hugmyndir mínar lúta í meginatriðum að auknu innra samstarfi í utanríkismálefnum sem og efnahagslegum. Ég horfi til þessara landa við norður Atlandshafið: Noregs, Íslands, Færeyja, Grænlands og Rússlands. Með aukinni bráðnun Norðurpólsíssins er ljóst að nýjar skipaleiðir opnast eða haldast opnar lengur en áður. Þetta hefur í för með sér að nýjar leiðir í viðskiptum opnast. Auðlindastefnu ættum við að skapa hið snarasta sem tekur mið af þessum grönnum okkar. Þetta gæti leitt til nýs "Kalmarsambands" þ.e.a.s. nýs norðurlandasambands. Við þurfum eftir að flest norðurlöndin hafa gengið í ESB að forma nýja "Norðurlandasýn", skilgreina hvað eru "Norðurlönd" í dag. Lönd sem taka meira mið af því sem gerist í suður og mið Evrópu í dag eru ekki lengur í hópi "norðurlandanna". Nýtt Vestur-Norðurlanda Atlandshafsráð þarf að stofna.
Er ekki rétt að horfa til þeirra og starfa með þeim sem skilja hvernig við hugsum í stað þess að verða þurfamannaland í bandalagi ESB?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2009 | 12:03
Allt unnið til vettergis
Það er alltaf svolítið sárt þegar búið er að leggja mikinn tíma og fjármuni í eitthvað verkefni og efla sannfæringu sína fyrir málefninu - síðan er sýnt og sannað að fyrri rökfærslur voru annað hvort rangar eða svo veikar að vart er á þeim byggjandi og að öll vinnan hefur verið til vettergis.
Eva Joly hefur nú sýnt svo ekki verður um villst að Ísland mun ekki ráða við að greiða þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld vilja leggja á þjóðina. Það væri því óðs manns æði að leggja út í að byrja greiða skv. ICESAVE.
Samþykki Alþingi ICESAVE er það að grafa undan ekki bara sjálfstæði ríkisins, heldur íslenskri þjóð og framtíð byggðar á Íslandi.
![]() |
Stöndum ekki undir skuldabyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2009 | 21:27
VARÚÐ: ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN AÐ STÖRFUM
![]() |
Vill að AGS leggi spilin á borðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2009 | 16:02
Auðvitað, en ekki hvað?
Fyrir það fyrsta áttu íslensk stjórnvöld að láta erlenda sérfræðinga annast samningagerð fyrir ríkisstjórnina. Ég segi ríkisstjórnina því það er hún og bara hún sem gerir þessa ICESAVE-samninga. Síðan verður þjóðinni sendur reikningurinn.
Í öðru lagi tel ég að það hefði verið sjálfsögð vinnubrögð að fela viðeigandi deildum Háskóla Íslands að skoða og leggja mat á samninginn, hluta hans og sem heild. Þar hefði strax átt að kalla saman sérfræðinga í Evrópurétti, stjórnsýslu, lögum, viðskipta- og hagfræði, siðfræði og sagnfræði. Þetta hefði ekki einusinni þurft að nefna, svo sjálfsagt tel ég að þetta hefði verið. Svo mikið er í húfi.
Vegna þess að Íslendingar fengu ekki að rétta við mannorð sitt á sviðið alþjóðasamfélagsins, með því að sækja bresk stjórnvöld til saka fyrir að beita í fullkomnum órétti Ísland og íslenskt fjármálakerfi þeim órétti að beita hryðjuverkalögum - tel ég fyllilega rétt að þjóðin eigi síðasta orðið hvað snertir ICESAVE samningana.
![]() |
Rýnir í gögn vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2009 | 07:43
"Splittrad Island ansöker om medlemsskab i EU"
Svo skrifar sænska netfréttablaðið Dagens nyheter (DN) um aðildarumsókn Íslands. Sænskir fjölmiðlar hér ytra hafa verið áhugasamir um allt sem hefur með forsögu og síðan aðildarumsókn Íslands upp á síðkastið. Umræðan hefur á greinargóðan máta skýrt stöðu Íslendinganna, tvístraðrar þjóðar sem sé að reyna að krafsa sig upp úr efnahagskreppu. Tvístraðrar þjóðar sem í fullkomnu ósætti sendir aðildarumsókn til Bruxelles fyrir næsta ráðherrafund sem þar á að halda núna 27. ágúst. Bent er á í pistli DN að Íslendingar muni þurfa að gangast við ákveðnum breytingum s.s. á stjórn fiskveiða. Í samtali sem haft var við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra segir:
- Det här är en av de mest historiska voteringar i alltingets historia och sedan republikens grundande, sade hon.
Sigurdsdottir hoppas att EU ska ge Island ekonomisk stabilitet och långsiktigt välstånd. Hon räknar med att ha skickat in en medlemsansökan fram tills EU:s utrikesministrar möts i Bryssel om drygt en vecka.
EU är en känslig fråga på Island med 320.000 invånare. Länge var de självständiga och stolta islänningarna mycket skeptiska till det europeiska samarbetet. Folket gillar sitt oberoende och framför allt räds många vad som ska hända med fiskenäringen när Island inlemmas i EU:s fiskepolitik. Oro finns för att EU ska över kontrollen av Islands rika fiskevatten.
["Þetta er ein þýðingarmesta atkvæðagreiðslan í sögu Alþingis, allt frá stofnun lýðveldis", segir Jóhanna.
Jóhanna vonast til að ESB komi til með að gefa Íslandi efnahagslegt jafnvægi í framtíðinni og velmegun. Hún býst við að umsóknin verði komin inn fyrir fund utanríkisráðherra í Bruxelles efir rúmlega viku.
Meðal hinn 320 000 Íslendinga hefur umræðan um ESB verið afskaplega heit. Hinir stoltu og sjálfstæðu Íslendingar hafa verið vantrúaðir á gildi náins evrópsks samstarfs. Þjóðinni hugnast heldur að vera sjálfstæð og óbundin og óttast einna helst hvað muni gerast með náttúruauðlindirnar og þá í formi stjórn fiskveiðilögsögunnar ef Ísland verður eitt með fiskveiðistefnu ESB. Óttast Íslendingar að ESN taki yfir stjórn hinna auðugu fiskveiðilögsögu Íslands.]
_________
Já að er synd að segja að Íslendingar verði ekki þekktir af eindæmum. Ósáttin og hryggðin yfir aðildarumsókn er augljós, heyrir maður hér ytra í fjölmiðlum, nú þegar Íslendingar eru að velja burt sjálfstæðið, forræðið yfir auðlindum og veikari sjálfsmynd. Það verður skrýtið eftir nokkur ár þegar við verðum að fara flagga EU flagginu út um allt með íslenska fánanum. Þetta er skrýtin tilhugsun. Meir að segja Svíar sem nú halda í formennsku fyrir ESB veigra að flagga Evrópufánanum, því andúðin fyrir ESB vex þar líka.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)