Færsluflokkur: Dægurmál

Hver ákveður yfir líkama þínum?

Umræðan síðustu daga hefur fjallað um pólitík, trúarbrögð, kúltúr (nota ekki orðið "menningu" hér þar sem orðið er í mínum huga of jákvætt) og að gangast við og viðurkenna að ofbeldi á ungum sveinbörnum verði gert laglegt.  

Umskurn sveinbarna hefur orðið að einskonar manndómsvígslu víða um heim.  Oftast er um að ræða trúarlega athöfn t d hjá Gyðingum og Múslimum. Grunnur umskurnarinnar hefur sama upphaf og allar reglur um t d mat og mægðir. 

Í trúarheimi gyðingdóms og íslam hafa reglur frá fornu fari verið settar til að verjast gegn því að fólk neyti matar sem er úldinn eða skemmdur vegna þess hita sem ríkir oft í upprunalöndum þessara trúarbragða (miðausturlanda).  Því hafa hugtökin um "kosher-mat" og "halal-mat" komið fram.  Eitt og annað er séð sem ekki-kosher eða "haram" í stað "halal".

Það er létt að skilja að þessar reglur um mat hafi komið upp í miðausturlöndum - að við megum ekki borða svínakjöt, skeldýr og kjöt af hræætum svo eitthvað sé nefnt.  Um umskurn er einnig létt að skílja hví hún var inleidd í kúltúr þessara landa.  Maður gat ekki eytt dýrmætu vatni til að þvo sér. Því voru drengir umskornir. 

Allt á sér skiljanlegar skýringar og þessar reglur hafa fundið sinn veg inn í trúarbrögðin. Því enginn segir að Guð hafi rangt fyrir sér.  

En í dag búum við við rennandi vatn og stanslaus böð. Ísskápar eru til á öllum heimilum og vinnustöðum og hætta á að vera óhreinn eða borða skemmdan mat er ekki að dreifa.  

Því segi ég NEI til umskurðar sveinbarna. Þetta er tilgangslaust, hættulegt og viðurstyggilegt ofbeldi gegn rétti einstaklingsins yfir eigin líkama. 


mbl.is Berst gegn umskurði sonar síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um umskurð á drengjum

Ég bjóst líka við að kirkjan myndi standa með börnunum.  Hvað réttlætir að drengir séu umskornir?   Í mínu starfi sem prestur í Svíþjóð mæti ég oft foreldrum sem segja að þeir vilji ekki að börnin þeirra skírist - því að þau virði rétt barna sinna að taka ákvörðum um slíkt síðan þegar þau hafa þroska og vit til að taka þannig ákvörðun.  Ég sem prestur virði þessa skoðun og ákvörðun foreldra.  

Síðan gerist það oft að börnin séu með í sunnuskólastarfinu og yngri deildum kirkjustarfsins - og þegar þau hafa aldur til - vilja þau oft fermast.  Þá ákveða þau að skírast og síðan þegar að því kemur - að fermast.  

Einstaklingarnir þannig fá að velja sjálfir.  Síðan eru alltaf meirihluti foreldra sem velur að skíra börnin sín þegar þau eru i reifum.  Sá sem síðar velur að ekki fylgja kristinni trú - velur það.  Það er mál hvers og eins.  Enginn skaði hefur verið unninn á barninu. 

Þau trúarbrögð sem iðka umskurn a kynfærum drengja - t d Gyðingatrú og Múslimatrú taka réttinn frá sínum börnum að velja.  Að gera valið um hvort ég vilji tilheyra þessari eða hinni trúnni - og hvort maður vilji almennt vera umskorinn.   

Ég tel að brýnt sé að standa að rétti barna. Ég styð EKKI umskurn af neinu tagi - þetta er að mínu mati ofyrirleitni og ofbeldi sem einstaklingurinn ber merki af alla æfi.  

 

Ég segi NEI og hafna umskurn. 


umskurn

 


mbl.is Vonaði að kirkjan stæði með börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kóróna, diadem, tiara

Kóróna? Á myndinni gefur ekki að líta neina kórónu.  Hinsvegar er krónprinsessan Mary sýnd bera á höfðinu það sem nefnt er "diadem". Það er hálfhringlaga spöng (se situr framan á enninu eða við hársvörðin) sem skreytt er á ýmsan máta.   Stundum birtist orðið "tiara" fyrir þennan hlut en þá er oftast rætt um veglegri og hringlaga höfuðbúnað.   Kóróna er notað fyrir enn veglegri höfuðbúnað sem gerir tilkall till valds eða stöðu (t d konungs, prinsessu, fursta).

Við hjónavígslur nota oft brúðir svona höfuðbúnað - er þá um að ræða diadem (sem virkar eins og spöng sem situr fremst ofan á höfðinu. 

 

Endilega notum rétt orð - það gerir tungumálið fjölbreyttara og skírgerir hvað í raun sé verið að tala um.    


mbl.is Konungleg kóróna eða hálsmen?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klippið ekki á ræturnar

Það var soldið sorglegt að heyra og sjá að Flufélag Íslands væri búið að fá nýtt og soldið "slískið" nafn Air Iceland connect.   Auðvitað á þetta að vera vænlegra fyrir erlenda ferðamenn og myndi ég það skilja ef um væri að ræða land með fjölda flugfélaga.  En þetta er samt soldið sorglegt.  

Í hinum vestræna heimi okkar er alltaf verið að reyna skapa ímynd frelsis, léttari leiða og hraða.  Þetta dregur huga minn til þess sem ég oft upplifi hér ytra i Svíþjóð.  Hér erfir unga folkið gamla stóla og borð eftir afa sína og ömmur.  Stólunum er síðan oftast hent á hauganna - en síðan fer unga fólkið í "góða hirðinn" og kaupa alveg eins stól og húsgögn.  

Fólk kaupir gamlar ljósmyndir af fólki sem það þekkir ekki, en hendir þeim sem tilheyra fjöldkyldunni.  Unga fólkið og ekki minnst hönnuðir leitast við að skapa "kitsch" stemningu eða "frjálsa samansetningu" af ljósum litum og gömlum hlutum.  En allt verður að kaupa.  Fólk vill ekki lengur hafa neitt á heimilum sínum sem sýna neina tengingu við ræturnar, við fjölskylduna, við ættina, við það sem var.  Heldur verður allt að verarótlaust og nýtt-gamalt úr búð. 

Vonandi gengur Air Iceland connect vel þrátt fyrir nýtt hálftrist nafn. 


mbl.is Nafnið á nærri 100 ára sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjóttu þig í fótinn og láttu þér blæða út!

Það var soldið sorglegt að núna þegar ég var á Íslandi síðast og ákvað að skreppa í sund, að ég uppgvötvaði að verð á stökum miða í sund hafði farið upp úr öllu valdi í verði.   Það er ljóst að margir Íslendingar sem búsettir eru í Reykjavík kaupa sér dýr sundkort - en því má ekki gleyma að þeir/þær eru margar sem hafa ekkert með svona kort að gera. 

Að ferðast um Ísland, njóta þjónustu veitingastaða, leigja bíl, gista á hótelum, kaupa þjónustu af ýmsu tagi er skammarlega dýrt þegar litið er til annarra landa.  Ég ferðast talsvert.  Ferðist til 10 landa á árinu sem er að líða 2016.  Ekkert þessara landa, EKKERT gat státað af þvílíkri gróðahyggju og augsýnilegri græðgi eins og Ísland.  Íslendingar eru ekki að bjóða upp á betri þjónustu eða neitt sérstakt yfir aðrar þjóðir.   Það eina sem við getum selt er landið okkar, náttúrufegurð landsins.  Jafnvel þar er landið farið að láta að sjá vegna slits og ágangs.  

Framkoma Íslendinga við ferðamenn, græðgin og yfirlætið mun koma okkur i koll.   

Að hækka miðverð er að skjóta sig i fótinn.  Enginn sem er áhugasamur að byrja að synda smá byrjar á því að kaupa mánaðar eða árskort. Þó má sjá að nokkur sveitarfélög á Íslandi hafa séð að notkun sundlauga er að minnka og áhuginn fyrir sundíþróttinni að sama skapi.  Þessi sveitarfélög eru að bjóða lægra verð og jafnvel ókeypis í sund.

 


mbl.is Hækkuninni beint gegn ferðamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátækt og rótflótti

Fátækrastíll og rótflótti er það sem mér dettur helst í hug.  Það er þessi soldið "wanna be" stíll sem fólk er að reyna að ná.  Fái hlutir sem teknir eru úr stíllegu samhengi sínu - naumhyggja sem þó knappast heldur þeim hreinstíl sem naumhyggjan ber með sér.  Hér er meira að safnað sé saman dóti úr ýmsum áttum og síðan allt málað hvítt.  Fátækleg lítaskynjun og brottnám hlutverks og þátttöku lita útifrá djúpsálarfræði litanna og hvernig litirnir verka á okkur.  

Þessi stíll á greinilega að vera hreinn og "stíll í sjálfu sér" - en því miður mislukkas þetta. 

Það sem er stóra vandamálið í tísku og hönnunarheimi okkar á vestulöndum er að við fleygjum gamla dótinu okkar sem hefur rætur í sögu fjölskyldna okkar. Síðan förum við á næstu fornsölu og kaupum keimlíka hluti - án tengsla við sögu okkar, rætur okkar og fjölskyldu okkar.  Rótflótti kallast þetta.  Við viljum vera rótlaus og "hrein". 

Þetta er tengt sjálfhyggju nútímans. Við eru alltaf að horfa inn á við. Skoða okkur sjálf.  Einn dag munum við verða fyrir hræðilegum tómleika og sorg þegar við uppgvötvum að við finnum ekkert. "Við" sem manneskjur erum ekki annað en það umhverfi sem við tilheyrum.  Það erum "við" sem gerum okkur að "okkur" eða "oss". Kollektífið - ekki einstaklingshyggjan og rótleysið. 


mbl.is Einstakt heimili við Túngötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prins fæddur í Svíþjóð

Prinsinn er fæddur!  Og þá var kátt í höllinni!

Samtímis syrgir hirðin hér ytra prins Johann Georg af Hohenzollern (sem var giftur Birgittu prinsessu, systur Carls XVI Gústafs konungs) sem dó á miðvikudagsmorgun.

Einn kemur og annar fer!
vii


mbl.is Von á erfingja innan tíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Westling-Bernadotteprins fæddur

Já núna er það opinberað í fjölmiðlum: Krónprinsessan Victoria och prins Daniel af Svíþjóð hafa eignast sitt annað barn - strák að þessu sinni.  Það er lítill prins.  Aðspurð svaraði stóra systir Estelle fyrir stuttu síðan hvað henni þætti um það að eignast nýtt systkini: "Ég vil nú heldur fá hamstur." 


vict


Salvör Nordal til forseta! Já af hverju ekki?

Gaman gaman....   Núna eru að koma nöfn sem ég get hugsað mér á forsetastólinn.  :)  

Á sama tíma ætti Þorgerður Katrín að halda sig víðsfjarri hugsunum um forsetastólinn.  Það yrði skelfilegur álitshnekkur fyrir þjóðina ef hún og fjármálasjéníið Kristján mynd hreyfa við málinu. Skuggaleg fjálmálaóreiða sem snýst um stóra stórar upphæðir...    Nei takk!

Heldur biðja Salvöru Nordal að bjóða sig fram.


mbl.is Skora á Salvöru Nordal í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berin eru súr!

Hjálpi mér hamingjan - hvað er að þessari stúlku séra Úrsúlu Árnadóttur?  Vildi hún fá embætti prests bara út á að hún er kona. Jafnréttislögin eru hugsuð sem sérstök leiðbeining til þeirra stofnanna, fyrirtækja ríkisins þar sem hallar á hlut annars kynsins við embætta og starfaveitingar.  Þetta á nú tæpast á við um Þjóðkirkjuna sem hefur í mörg ár vígt til þjónustu fleiri konur til hinna vígðu þjóna kirkjunnar - djákna og presta.  Þegar litið er á þessa kynjaskiptingu hinna víðgðu þjóna er vart hægt að segja að það halli á hlut kvenna.  Gaman er að bera saman tölur frá hinum norðurlandanna sem hafa evangelískar (systur-)kirkjur.  

Frekjuskapur og fullkomin vöntun á auðmýkt í fari séra Úrsúlu er einnig eftirtektarvert.  Hún krefst prestsembættis í Reykjavík. Hún tekur að sér "BERI" embætti eftir eigin vali og það skjótast.  Þetta er frekjuskapur sem vígðum þjóni kirkjunnar ber að venja sig af, hroki og dramb. Réttast væri að séra Úrsúla biðji frú Agnesi biskup afsökunar og taki sér "time out" í ca 5 ár. Eða þar til hún er tilbúin að takast á við þjónustu í kirkjunni á ný - af sannri köllun, auðmýkt og drambleysi. 


mbl.is Biskup bauð þrjá mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband