Færsluflokkur: Dægurmál

Lífsgleði njóttu...

Af gefnu tilefni, langar mig að segja litla sögu af manni sem hafði bara rétt eins og flestir ég þekki haft sinn hæfilega skerf af með og mótgangi í lífinu. Hann var eins og við flest átti fjölskyldu, var "milli starfa" og eftir því hamingjusamur. Svo gerðist það einusinni að hann var að fara milli fjarðarins og sveitarinnar handan hárra fjallanna. Hann verður fyrir því óhappi að eftir að hann hafði ekið svolítið glannalega á hlykkjóttum veginum ofan af heiðinni sem skildi af byggðina við fjörðinn og sveitina inni í landi missir hann stjórn á ökutækinu. Hann bíllinn snarsnýst á veginum og hendist út af veginum. Billinn skemmist mikið og hann klöngrast út úr honum með erfiðismunum. Hann er illa slasaður en kemst upp á þakið á bílnum sem hafði hafnað í drullu og hálfvegis út í lækjarsprænu sem skapast hafði í rigningu undanfarinna daga. Hann sér bílljós í fjarska og veifar með erfiðismunum. Bíllin nálgast, en fólkið bara horfir á hann í gegnun skítugar rúðurnar.  Bíllinn hægir á sér og rúðunni er rúllað niður, þau sem í bílnum sitja segja: "Við getum ekki hringt eftir hjálp, það er engin móttagning á gemsanum" og svo keyra þau áfram.  Eftir langan tíma ekur flottur jeppi framhjá! Maðurinn sem hægir þó á sér og horfir á manngreyið skítugt og blóðugt, er með prestakraga. Þessi hefur ekki fyrir því að stoppa og hala niður rúðuna, heldur ekur framhjá.   Síðan kemur vörubílstjóri. Sá stoppar, en segist ekki geta stoppað þarna, það sé hættulegt, en hann hafi samband við hjálparsveit eða lögreglu.  Það er orðið almyrkvað og enginn kemur að hjálpa. Enginn sér hann lengur og honum er helkallt.  Undir morgun, þegar sólargeislarnir verma hálffreðna kinnar hans, vaknar hann og sér að hann er verr meiddur en hann hafði grunað kvöldið áður.  Bílaleigubíll ekur framhjá honum. Sá snarstoppar og út kemur fólk, greinilega túristar.   Þessir stökkva niður að bílflakinu og hjálpa honum af bílþakinu og upp á veg.

Þetta fólk gefur honum matarbita og pakkar honum inn í teppi og hlý þurr föt. Hann lóðsar þau síðan niður í næsta þéttbýli og þar á slysadeild.  Hann hafði enga peninga, veskið hafði tapast burt upp á fjallinu.  Ferðalangarnir greiða fyrir hann komugjaldið og gefa honum fötin sem hann stóð í.  Túristarnir sögðust verða að halda áfram, en báðu hann hvílast og hugsa vel um sig.  Þau hefðu meðan hann var í bráðamóttökunni beðið lögreglu að annast bílflakið.

Þessi litla óhappasaga er í raun sagan af Miskunnsama Samverjanum [Lúk. 10:30-35].  Enginn kom honum til aðstoðar, flutningabílstjórinn laug að honum, sagðist hjálpa en gerði það ekki, fjölskyldan i bílnum vildi ekki blanda sér í óhamingju annara og presturinn vildi ekki óhreinka fötin sín. Hann var jú embættismaður, hann beygði sig ekki í drulluna til þess sem hafði hvort eð er komið sér í skítinn sjálfur.  Hvað skyldu aðrir prestar segja...  einhvern myndi hugsanlega gruna að ég þekkti þennan ólánsama misvitra mann. Sennilega fór presturinn á prestafundinn og sagði spennandi sögu af óhappi uppi á fjalli, sennilega var flutningabílstjórinn of þreyttur og búinn að aka of lengi til að geta ekið til baka; ökuritinn fullskrifaður fyrir daginn. Fjölskyldan i skítuga bílnum vildi kannski bara sjá hvort þau "þekktu hinn ólánssama" - en ekki blanda sér í óluku annara. 

Óskaplega getur heimurinn virst fátækur! Hvar var kærleiki fólksins, fyrirgefning þeirra, umburðarlyndi og samúð, hugsunin að hjálpa bágstöddum bróður sem farið hafði afvega? Allt þetta var fjarverandi. Útlendingar, fólkið sem í raun setti sig í "hættu í framandi landi". Tóku áhættu og voru hinum ólánssama og slasaða manni mesta hjástoð og til liðsinnis. Þau voru Kristur, þau voru kærleikurinn í verki, óskilyrðisbundinn og takmarkalaus.

 Kristur segir nokkrum versum síðar:  "Far þú og gjör hið sama" [Lúk. 10:37b].


Samtal um eitt manneskjulíf

Í gær sat ég á bekk í Kungsträdgården i mið Stokkhólmi. Veður var harla napurt þótt vorblikur hefðu verið á lofti þegar fuglarnir hófu söng sinn í runnunum í kringum gosbrunninn hans Molins. Stóru pílviðartrén sofa enn, sennilega ekki kominn tími á þau að hengja sítt langa dapra laufskrúð enn. Við hlið mér sat maður sem hafði verið að fleygja brauðmylsnu í fuglana, rétt eins og með vilja. Þegar nánar var að gáð hafði hann við hlið sér hvítan langan staf. Skyldi ég þá að hann hafði ekki beinlínis verið að miða á fuglana, heldur aðeins kastað molunum í áttina að hljóðinu.

"Fallegur morgun ekki satt?" segir hann við mig.  "Jú, virkilega fallegur" svara ég. Eftir ómeðvitað lendum við í hrókasamræðum, hann Ingmar, segir mér af sinni óheppni að hafa lent í mótórhjólaslysi fyrir um 10 árum. Allir hafi sagt að hann ætti eftir að kála sér eða í versta falli drepa einhvern um leið og hann kálaði sér á þessu bévítans mótórhjóli. Hvað var maður á hans aldri að fá sér mótórhjól. Hafði þetta kannski bara verið grái fiðringurinn?  Nei hann hafði alltaf haft draum um að eignast mótórhjól. En eitthvað hafði vantað peningana og tíma. Loks hafði honum tekist að verða sér út um svona apparatus.

Það hafði verið fimmtudagskvöld og hann á leið til vinnunar í Óperunni, að ölvaður ökumaður ekur á hann. Þá var starfi hans sem ljósamanns í Óperunni lokið. Hann hafði skaðast á sjón og brotnað illa í þessu slysi, en svo náði hann sér fyrir utan að sjónin hafði versnað og síðan alveg horfið. 

Hann hvað sig síðan hafa verið að læra á "ljósastillingar myrkursins", að ekki væri allt jafnt svart. Pólitíkin væri fjandi svört. Konan hans hefði orðið svört yfir nóttu.  Vinir hans væru allir svartir.  Hann sagði að honum liðið eins og að nóttu til í Úganda. 

Það sem vakti furðu mína var bæði jákvæðni þessa manns og húmor. Hann tjáði mér að hann hefði fengið allt annan samfélagsskilning eftir slysið. Hann hefði það dágott en skildi ekki fólk lengur. Hann hefði samt svolítið reynt að katergórisera hin ýmsu aldursskeið og langanir fólks. Hann útskýrði fyrir mér að þetta gæti til dæmis svona:

Þegar þú ert 15 ára viltu ATHYGLI, þegar þú svo ert 20 ára krefstu þess að vera ÓBUNDINN,  þegar þú nærð 30 árunum viltu HREYFANLEIKA, þegar þú fagnar 40 árunum sækistu i REYNSLU, 50 ára viltu ÖRYGGI og þar stend ég sagði hann, kominn langt í 60 árin. "Og hér stendur allt og fellur" sagði hann "med VVV eða v-unum þremur: Valium, Vinunum og Víagranu."

Hann sagði að nútíminn liði fyrir offramboð af upplýsingum samtímis og að við liðum fyrir athyglisleysi. Enginn skiptir máli lengur sem einstaklingur sem persóna.

Þegar mér verður litið upp á trunklukkuna á Sankti Jakobskirkjunni, er mér ekki til setunar boðið. Ég segi honum að ég verði að fara að vinna. Að hann hafi "oppnað" mín augu þennan daginn og þakka Ingmar fyrir að hafa gefið þessum aukið gildi.

___________________________

Í dag er ég búinn að vera svo duglegur, að mér finnst. Á föstudaginn skila ég inn lokaverkefni í kúrsinum sem ég er nú að ljúka. Kúrsinn kallast "Kritiskt mediebruk I" og hefur verið einstaklega krefjandi en um leið fjarska áhugaverður. Samnemendur mínir hafa höndlað kúrsinn með ýmsu móti. Hér er verið að fjalla um fjölbreytt form áróðursmynda, kvikra mynda sem og nettengdu efni seinni tíma. Hér fá ismar heimssögunnar bæði rúm og umfjöllun. Hér frá glæpaverk 1900 aldarinnar umfjöllun samtímis og réttlætingarvinna og áróðursmaskínur samtímans eru borin saman við glæpi fyrri tíma.  Manneskjan breytist ekkert. Verkefnið er að 2/3 hlutum lokið og mun ég á morgun sökkva mér niður í síðasta hlutann og þjarma svolítið að feministum nútímans, með þeirra eigin rökum. Það verður gaman að sjá hvað rauðsokkurnar í kúrsinum mínum segja þegar ég presentera myndaseríu Inez van Lamsweerdes Thank you Thighmaster.   

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband