Færsluflokkur: Dægurmál
Dagur að kveldi kominn. Langur dagur þar sem sögurnar vefjast eftir því sem reykurinn frá sagnabálinu snýst um sjálfan sig og sameinar frasagnir og viðburði dagsins í einn sagnamökk. Eftir sæmilega viðburðaríkan dag hefur allt liðið safnast til síns heima. Fanna komin frá Örebro, Baldur út kirkjunni, Mikki frá Bredbyn og Eufemía, Twixter, Sonofon og Telia hvíla í búrinu sínu. Jamm þessi fjögur síðastnefndu eru altsvo dúfur, hláturdúfur sem ekki bara hlæja heldur hneggja, ropa og hálfmala eins og kéttir. Jamm svona er þessi fiðurfénaður sem Fanna og Jón Gunnar standa núna í að flytja inn til Íslands fyrir ærin útgjöld. Öll áhugamál kosta jú peninga. Ekki satt?
Dagurinn í dag var bara nokkuð rólegur. Mikið var af fólki í kirkjunni. Samkvæmt mælitækjunum okkar voru um 3800 manns i kirkjunni. Fyrir utan venjulega hámessu kl. 15:00 og messu á ensku kl. 18:00, höfðum við 2 skírnir, einar einkaskriftir og afturhvarfsmessu (fermingu) þar sem síðan var boðið upp á hnetutertu að hætti Nillu með rjóma, kaffi og te... Ferlega fínt. Sú sem var að fermast öðru sinni var kona 38 ára. Falleg athöfn þar sem ég fékk að sjá um þessa litlu einkamessu kl. 12:00 (þar sem fljótlega var um 90 manns - ferðamenn) hverjir tóku svo þátt í altarisgöngu og gerðu þetta mjög hátíðlegt með virðingu sinni fyrir athöfn og helgi hennar. Fyrir sjálfa ferminguna hlýddi ég skriftir eftir hinum gamla skriftaspegli kirkjunnar. Þetta var afskaplega yndislegt.
Þegar vinnudagurinn var búinn og ég kominn heim og gaf hláturdúfunum vatn og korn. Síðan hafa þær kurrað og skemmt sér ótæpilega í búrinu sem á að færa þær síðan til Íslands núna á miðvikudaginn í litla dúfnahúsið hans Jóns Gunnars bróður míns. :)
Jæja, Nú sitjum við og drekkum brennivín í kók og bjór og bara njótum kvöldsins. Í dag er búið að vera hlýtt í Stokkhólmi, eða um 28°C. Hitinn er kominn niður í 14°C og gott að sleppa in hlýja loftinu og rakanum í íbúðina :) Jæja, best að slútta núna. Ég, Fanna, Mikki og fylgjurnar okkar ætlum niður í bæ á morgun og stússa lítið eitt. Gaman!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2008 | 07:17
Meiri sól og hiti....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2008 | 08:12
Sól og blíða
Núna er klukkan að verða tíu að morgni þess annars júní. Jóngó bróðir á afmæli í dag og ég sms hann núna snemma í morgun. Ég veit að hann vaknar oft snemma og á sinn "quality time" í morgunandakt sinni yfir kaffibolla og sígó.
Ég sjálfur hitaði vatn og hef verið að drekka Indian Spice te hérna í morgun, búinn að skrifa tvö bréf og skipuleggja mig þannig að ég skipulegg ekki daginn í smáatriðum. Ég ætla þó að taka til í greninu og gera soldið fínt kringum mig, kannski kaupa blóm í vasa og skúra gólfin. Reyndar skúraði á föstudaginn en lóló lætur ekki á sér standa og því best að ryksuga og síðan skúra. Ég hef ekki kíkt undir rúmið, en veit að þar leynist lóló og bíður eftir að fara á flakk svo fljótt sem ég opna svalardyrnar eða stóru gluggana. Síðan ætla ég að fara út og kaupa 39 krónu pizzu. Nenni ekki að laga mat. Latur og svo er ekki neitt til í ísskápnum eða búrinu. Svo ætla ég að hringja í Blástjörnuna og panta tíma fyrir Fönnu og fiðurfénaðinn. Jamm, haldið ykkur nú: Fanna er að koma til Svíþjóðar. Eydd og brennd jörð, eyðing og hörmungar. Nei nei, Fanna, elskulegust systir mín er að koma í stutta útréttingaferð til Kungariket Sverige. It will be "fönn".....
Ég hef svo sem ekkert að segja meira. Ég kem aftur að lyklaborðinu í dag. Hérna erum 21°C og skýjaslitrur á himni og svo til lygnt! Frábært! Einmitt eins og það á að vera. Ég fékk að vita í gær að dómkapítulinn hérna í Stokkhólmi hefði staðfest ákvörðum prófastsins að framlengja réttindatíma minn hérna í sem prests í Stokkhólmi. Þetta eru gleðifréttir fyrir mig. Ég mun því sjá um vikulegar guðsþjónustur (messur) hérna í kirkjunni minni allt sumarið og fram á haust ef Guð lofar. Hingað til hef ég nú haft guðsþjónustur í kirkjunni (og öðrum kirkjum) í næstum því 3 ár. þetta hefur verið sérstaklega gaman og gefandi. Mér finnst sem sænska kirkjan sé kærleiksrík, umburðarlynd, heiðarleg. Það gleður mig að ég hafi fengið þetta tækifæri að starfa í og fyrir hana.
Jæja, best að fara út í sólina... Heyrumst...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2008 | 16:59
Police brutality?
Það vekur ekki furðu mína beinlínis að fólk skipi sér í tvær fylkingar með kaftfora guttanum eða lögreglumanninum með stutta kveikjuþráðinn. Það hefur löngum verið svo að fólk í óupplýstu ástandi sínu, tekur sér skjól bak við fjöldan og þannig lætur gjalla með ókvæðisorðum að öðrum hvorum aðilanum. Báðir eiga sök að máli. Guttinn kjaftfori, velur að þenja sig út fyrir framan vini sína, leikja þá "hetju" sem til þarf til að fá virðingu og lotningu vinarhópsins. Guttinn er að staðsetja sig í goggunarröðinni og með því að taka smá "fæting" skýst hann upp á við í fyrrnefndri röð goggunarinnar. Hann sýnir hvað honum hefur lærst á sinni hlutfarslega stuttu ævi og beitir kunnáttu sinni í erlendum tungumálum til uppreisnar sinnar mót lögvörðu valdboði starfsmanna ríkisins. Lögreglumaðurinn, illa launaður og þreyttur eflaust eftir langar vaktavinnu, þrautpíndur, lætur agaleysi og illa uppfóstran guttans kjaftfora espa sig og etja. Hann lætur undan, stuttur kveikiþráðurinn kveikir í tundrinu og púff púff... hann ræðst til atlögu mót guttanum kjaftfora. Hann hefur greinilega misst af lögregluæfingatímum í Lögregluskolanum [e. Police Academy]. Við skulum ekki dæma þá of hart, hvorki guttan kjarftfora nér heldur úttaugaða lögreglumanninn. VIð verðum þess í stað að biðja og heitast vona að þessir tveir lendi ekki í neinum af lífsins stóru raunum. Að minnsta kosti ekki þegar filmaðir, á opinberum stað eða í vinnugalla (uniformi).
Líklega fær lögreglan þá virðingu sem hún hefur unnið til og guttinn kjaftfori sinn rauðmarða háls til minningar um misheppnaða verslunarferð. Allir ættu að geta dregið lærdóm af þessu, en raunar tel ég að engum beri að refsa. Þetta verði víti, öðrum til varnaðar.
Mál lögreglumanns til ríkissaksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2008 | 06:02
Til hamingju með afmælið pabbi
Til hamingju með 70 árin elsku pabbi og takk fyrir þann þú ert og hefur verið mér allt mitt líf.
Takk fyrir nýtt og gamalt. Takk fyrir horfna daga og líðandi augnablik. Mínútur og dagar renna í sama farveg. Niður í stöðuvatn tímans. Við sitjum í báti atburðanna leyfum augnablikum að lyfta bátnum á vatnsfletinum. Djúpt í vatninu er þungur straumur, en hann sér maður ekki. Straumurinn kallast framvinda. Handan vatnsins eru hinar fegurstu lendur fyrirheita og drauma. En ferðin sjálf yfir stöðuvatn tímans er mikilvæg, því á leiðinni verðum við að veiða minningar til að nærast á þegar landi er náð. Sagan um vatnið á sér engan endi. Hún er saga tíma, tilfinninga, skilyrðislauss kærleika og náðar. Hún er saga okkar mannfólksins og þess sem gefur okkur lífið. Hún er saga lífsins og þess sem gaf það. Hún er saga atburða, gjörða fólksins sem er á siglingu og drauma.
Hún er saga.... en engin venjuleg mannkynssaga!
Eða eins og Dag Hammaskjöld sagði:
"The longest journey is the journey inwards"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 19:23
Leti á leti ofan
Í dag er ég búinn að vera vinna. Mér reiknast til að um 3000 manns hafi komið í kirkjuna í dag og það verður að teljast fínt á venjulegum vinnudegi. Það er yndislegt að geta haft kirkjuna opna fyrir gesti og gangandi, geta gefið fólki kost á að koma inn, ganga inn í þögnina, inn í rósemdina. Það er þetta sem gerir kirkjuna meðal annars svo máttuga, að hún getur boðið upp á þögn. Þögn er ein af fágætum stórborgarinnar. Að geta skotið sér inn í kirkjuna, sest á einhvern bekkinn eða bara vafrað um, kveikt á kerti, dregið biblíuorð og eða hugleitt - er eitthvað sem fólk verður að kynnast. Gefa sér 15 mínútur á dag bara í að hlusta, þegja og hugsa.
Í dag hlustaði ég á skriftir skjólstæðings kirkjunnar. Ég var eini presturinn á staðnum svo þetta kom í minn hlut. Það rann upp fyrir mér enn á ný, hversu ótrúlega dýrmætar skriftir eru. Hversu máttugt fyrirbæri þetta er. Ég fór fullkomlega eftir sænska skriftaspeglinum. Eftir 30 mínútna samtal, játningu og fyrirgefningu, gengum við, ég og skjólstæðingur kirkjunnar fram og kveiktum á ljósi bænaljósstjakanum frammi í kirkjunni. Þetta var yndisleg stund. Þetta er að verða æ algengara í Svíþjóð og ég hef hlustað á skriftir nokkrum sinnum eftir að ég kom til Stokkhólms. Það er auðvellt að sjá hversu fólki líður betur eftir svona trúnaðarsamtal (undir merkjum og formi skriftaritualsins). Mæli með þessu!
Á morgun verður sennilega enn fleira fólk á ferðinni. Launahelgi í Svíþjóð og fólk úti að versla og eyða peningum í ís, kaffi og kökur á kaffistöðunum við Kungsträdgården. :) Svo koma gestir annað kvöld heim og þá er víst vissara að druslast til að vera hress og ekki þreyta sig að óþörfu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2008 | 05:57
Ildefonso Falcones með morgunkaffinu
Við höfum setið nú, ég og "Fonsó" og dreygt í okkur 2 bolla af kaffi og borðað smá morgunmat. Ég vaknaði klukkan 07:00 (05:00 ísl. tíma) og fór framúr, dáðist af uppþvottavélinni og hellti upp á kaffi. Hafði sótt í gærkvöldi nýju bókina sem ég var að fjárfesta í (920 ÍKR) "Katedralen vid havet" eftir Ildefonso Falcones. Ég var svo spenntur að byrja að ég stóðst ekki mátið og er búinn að lesa í 30 mín yfir kaffibollanum sem fyrr segir. Bókin lofar góðu, einar 666 síður en því miður á andstyggilegum pappír. Ég lifi það nú af. Nútíma fjöldaframleiðsla gerir það að verkum að bækurnar hér verða ódýrari, en að sama skapi í lélegra bandi, á lélegri pappír og ekki eins góðar í hönd.
Well, líklega best að fara undirbúa sig fyrir daginn. Skrifa skírnarvottorð og koma við hjá katólsku bókabúðinni og kaupa skírnarkerti (þau eru svo FLOTT). Handgerð og það sést. Vaxið ylmar og þau brenna hægt og vel + helmingi ódýrari en kertin hjá lúterskum. :) Líklega tek ég Ildefonso með mér í vinnuna, sýni honum City og les hann svolítið í auðum stundum í dag. Skrýtið að þegar maður verður eldri, finnst manni það vera mikilvægara að aðhafast stanslaust. Ég fíla ekki bara að gera ekkert. Mér finnst það svo hræðileg sóum á tíma. Samt er ég svo þreyttur stundum að ég dorma við t.d. tölvuna hérna eða sit framan við sjómið og blunda lítið án þess eiginlega að missa nokkuð af sjónvarpsefninu. Jæja, best að fara hreyfa sig, stökkva í sturtu og fara í nýstraujuðu skyrtuna (strauaði 6 skyrtur meðan Miss Marple leysti gátuna um eitruðu bréfin).
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2008 | 07:40
C
Gratúlerar :)
Tvær íslenskar konur fagna aldarafmæli í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 19:06
Japönsk kirsuberjatré - sakura
Vorið er komið í Stokkhólmi. Ég var staddur í Kungsträdgården í dag eftir orgeltónleika sem ég var á. Himneskan ylminn og fegurðina algjöru lagði fyrir augu og nef. Hvílík fegurð! Þessi vorboði blasti fyrir augum hundraða manneskja sem komnar voru í garðinn til að sjá herlegheitin. Garðurinn ylmaði allur af ljúmsætum unaðsylminum. Þetta var eins og paradís á jörðu. Búið var að kveikja á litlu gosbrunnunum í miðju garðsins svo skvampið í vatninu hafði næstum því seyðandi verkan.
Ég tók nokkrar myndir, en hef verið í basli með að fá myndirnar úr myndavélinni yfir í tölvuna. Kannski koma þær síðar! Hérna er þó ein fengin að láni, sem þó gefur ekki raunrétta mynd af aðstæðum, en hugmynd samt:
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2008 | 14:55
Helguvíkurver
Heldur hugvit en stóriðjuver. Hvernig kemur þetta út fyrir Íslendinga með hliðsjón af Kyoto-samkomulaginu um útslepp mengunar í heiminum? Eru íslenskir sjórnmálamenn ennþá að tjalda til einnar nætur, byggja fjárhagsleg pappahús? Er skammsýni íslenskra sjórnmálamanna svona mikil. Ætla þeir að koma Íslandi á alþjóðakortið sem ruslahaug annara landa (landa sem keppast við að losan við slíkan iðnað vegna skýrrar náttúruverndarstefnu, landa sem farin eru að meta grænu svæðin sín, baráttu mót mengun og sýn annara landa meir en skyndigróða)?
Hvað gerist svo þegar (eins og gerist einatt um síðir) að álverð fellur og erlendir gjaldmiðlar verða okkur óhagstæðir í viðskiptum okkar?
Ég bíð enn eftir þeim stjórnmálamanni sem segir einn góðan veðurdag: "Kæra þjóð. Við eru afskaplega skuldug. Við höfum farið illa að ráði okkar, tekið ráðum misvísra manna, gert landið að fórnarlambi kjördæmaskipanar, þingmanna sem ganga fram sér til frömunar og sínum æskustöðvum. Okkur þykir þetta leitt. Ég og forverar mínir á Alþingi höfum spilað illa úr spilum þjóðarinnar. Ég vil bæta fyrir þetta. Ég vil setja þjóðina meðal þeirra landa sem fremst eru í heiminum, viðurkennd fyrir áræðni, dugnað, hugvit um leið og þau eru umhverfisvæn. Þjóðarátakið sem við þurfum að takast á við snýst um samstöðu og traust. Við skerum niður óþarfa kostnað. Óþarfa yfirbygging er skorin burt. þeir sem setið hafa 15 ár á Alþingi eða lengur verða að leita sér að nýju starfi. Þeir geta ekki lengur gefið af sér, enda sennilega útbrunnir af áreynslu eftir svo mikið starf fyrir þjóðina. Þeir fá eins og aðrir sem vinna við þjónustu, engin biðlaun, ekki frekar en kassadaman í Hagkaupum. Dómarar og fyrrverandi ráðherrar, ráðuneytisstjórar og yfirmenn ríkis og kirkju, fá eftirlaun til samræmist við meðal eftirlaun menntaskólakennara til dæmis. Þeir hafa fengið góð laun og fríðindi embættistíð sína. Kennarar og fræðarar skulu fá sumarfrí eins og aðrir starfsmenn vinnumarkaðarins. Skólaárið skal vera lengra fyrir alla. Menntaskólinn skal vera mest 3 ár, en hafa möguleika á að vera 2 ár (þegar snúið er til annars náms en háskólanáms). Aðeins einn háskóli skal vera á Íslandi, Háskóli Íslands. Hans undirdeildir geta verið fjölmargar, en ein yfirstjórn. Vernda landið fyrir stóriðju og öllum framkvæmdum sem til langtíma litið verða til að eyðileggja og gera landið verðminna. Framtíðin mun borga fyrir náttúruauðlindir sem óbyggð og ómenguð svæði eins og fyrir gull."
Svona gætu orðin hljóðað, svona gæti einn þeirra fárra þingmanna sem Ísland þarf, alla vega ekki fleiri en 43 skulu sitja á Alþingi. Ekki verður súpan betri eftir því sem fleiri halda í sleifina og hræra í pottinum.
Verjum landið, notum hugvit, hvetjum fólk að hafa framtíðarsýn, skapa til framtíðar, notadrjúga hversdagsvöru.
Reikna með Helguvíkurálveri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)