Færsluflokkur: Ferðalög

Ferðalög til þróunarlanda ódýr núna - Ísland efst á listanum

Mér bara fannst ég þurfa að deila þessari jákvæðu frétt með ykkur heima:  

Í sænska blaðinu Metro ritar blaðakonan Brita Svedlund um Ísland sem ódýran valkost þegar skreppa á í stutta ferð til útlanda.   Í grein hennar (Metro, mánud. 03.11.2008, s.22) segir í léttri þýðingu minni:

Krónan fellur og umheimurinn verður dýrari, en núna hefur Metro sniffað fram þau lönd sem hafa orðið ódýrari í kjölfar efnahagsumbrotanna. Til dæmis hafa Suður-Afríka og Tyrkland orðið vinsælir áfangastaðir og svo síðast en ekki síst Ísland, sem nú verður að teljast "lá-budget eyja".

Heimurinn hefur orðið æ dýrari fyrir Svía. Þetta hefur gerst eftir að bandaríski dollarinn hefur hækkað um 25% gagnvart SEK, thaílenski bahtinn 22% og núna kostar 34% meira að kaupa kínverskt yuan en það var fyrir fjárhagshrunið.  Það er kannski huggun harmi gegn að núna getur maður flogið til Íslands, borða og versla ódýrt, þar sem íslenska krónan hefur tapað 36% af verðmæti sínu gagnvart sænsku krónunni. Þetta sést þegar krónurnar eru bornar saman eins og staðan var við upphaf árs 2008 og síðan núna í vikunni.

Flestir Svíar spyrja hvort fyrir hið fyrsta að þora að ferðast til Íslands, en við segjum fólki að nú sé lag að fara til Íslands og gera reyfarakaup, kaupa jólagjafirnar og dressa sig upp, segir Irene Mölleborn hjá fyrirtækinu Íslandsferðum. Icelandair lokkar nú fólk til landsins með tilboðspakka upp á 3 385 SEK (um 55 000 ISK) þar sem innifalið er flug og þrjár nætur á fjögurra stjörnu hóteli.

Sá sem ætlar að fara til Íslands kemur að eiga í erfiðleikum að kaupa gjaldeyri hér í Svíþjóð. Hin brauðfóta gjaldmiðill Íslands er svo óstöðugur að myntskiptifyrirtæki þora ekki að kaupa inn íslensku krónuna. Maður veit hreint ekki hvers virði hún er. Fólk er því hvatt till að skipta frekar bara á Íslandi, nokkru sem Íslendingar gera með feginshendi.

Listi yfir lönd sem hagkvæmt hefur orðið fyrir Svía að ferðast til:

Island -36%; Suður-Afríka -24%; Tyrkland -14%; Ástralía -13% og Nýja-Sjáland 12%

Listi yfir lönd sem óhagkvæmara hefur orðið fyrir Svía að ferðast til:

Japan +51%; Kína +34%; Bahamaeyjar +29%; USA +25%; Jórdanía +25%; Egyptaland +24%; Thaíland +22% og Dóminíkanska-Lýðveldið +18%

Þá er það spurningin, hvernig spilum við Íslendingar úr þessari auknu eftirspurn. Höldum við verðinu niðri heima á Íslandi og aukum veltuna í samfélaginu með heimsóknum útlendinga eða byrjum við að hækka verðið og eyðileggja þessa nýkomnu veltu, innkomu erlends gjaldeyris og bestu auglýsingu í fleiri ár?    Heyrði að Geir Haarde ætlaði að skera þessa vaxtarbólu á púls núna fljótlega með hækkun verðs á áfengi!   Líklega tekst ríkisstjórninni að drepa þennan vaxtarbrodd með einhverri aðferð.  


Eftir Ísland koma myndir!

Ísland 2. ágúst - 8. ágúst 2008 

Jæja, þá er maður kominn úr annars vel lukkaðri ferð "heim" til Íslands. Ég sit hérna við tölvuna mína í Stokkhólmi og er að hugsa tilbaka til yndislegra daga með fjölskyldunni minni og börnum. Góðir dagar, með góðu veðri og sól í sinni. Ég á allar þakkir til foreldra minna fyrir að skapa það umhverfi sem mér er kærast og mér líður best í. Í þessu umhverfi gat ég hitt börnin mín Nikulás og Magdalenu og voru það dýrmætar stundir, þótt stuttur tími væri mér gefinn. Slíkar stundir eru mér og foreldrum mínum dýrmætari en orð fá lýst.   Í morgun kvað ég Ísland í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mér var horft upp í loftið þar sem listaverk Leifs Breiðfjörð hangir í loftinu.  Mér fannst það eins og segja allt hefur þá tilhneigingu að fara vel... Blástu nú í seglin mín og gefðu mér byr.

DSCF1504

Ferðin var i nokkrum tengslum við skólaferðalag útskriftarbekkjar Adolf Fredrik Musikklasser sem er tónlistarskóli hérna í Stokkhólmi, einn í röð hinna bestu á Norðurlöndunum. Saman með foreldrum, kórstjóra og skipuleggjendum var þetta hópur upp á 40 manns. Tónleikar voru haldnir í Langholtskirkju í Reykjavík og í Skálholtsdómkirkju. Sömuleiðis söng kórinn við messu í Langholtskirkju á sunnudag var. Ég var leiðsögumaður hópsins í nokkrum ferðum og var gaman að geta orðið þeim að liðsinni, enda undirbúningur ferðarinnar búinn að standa alllengi. Allt hafði gengið vel í þeim undirbúningi fyrir utan tilraunir okkar að fá upplýsingar frá Norræna húsinu í Reykjavík. Þaðan bárust engin svör þótt reynt væri að skrifa til allnokkurra tölvupóstfanga í starfsemi hússins. Þetta var harla leiðinlegt afspurnar.  Ferð unga syngjandi fólksins gekk vel og allir voru glaðir og ánægðir.

DSCF1462(1) 

Ferðin austur i Haukadal og upp að Hvítá, Skálholti og Þingvöllum var hressandi. Langt síðan ég hef verið þar á ferð. Náttúrufegurðin var algjör eins og gjarnan er með íslenska náttúru. Ég tók helling af ljósmyndum á þessu flakki okkar og læt ég hérna fylgja með eina af undurfögrum bergmyndunum eða svokölluðu kaðlabergi eða hraunmyndun sem oft tengist storknun yfirborðs helluhrauns. Helluhraun er fallegt og víða í náttúrunni virðist manni sem það sé eins og storknuð súkkulaði eða karmellusósa á ís.

DSCF1474(1)

 

 

 


Hvílíkur prólóg til Íslandsferðar!

Ég lít nú yfir vinnuborðið mitt og bara styn!  Allir þessir pappírar, rusl, óskilgreint pappírsflóð, skipulagt kaos: Stundarskrár, lykil og lausnarorð á háskólavefina, skráningarblöð, ljósmyndir, hjónavígslubókanir, skírnareyðublöð, nýjar skólabækur, síminn, hleðslutæki, kortageymslan, CD-ar, heftari, umslög úff.... of langt mál að telja upp!  Í miðjunni er litla ljósið frá börnunum mínum Magdalenu og Nikulási sem ég fékk í jólagjöf fyrir rúmum þremur árum. Ljósið sem var í er fyrir löngu brunnið, en ég set alltaf nýtt og kveiki á því á hverjum degi og hverju kvöldi þegar ég er heima og gæti ljóssins. Lítið leiðarljós, bænaljós fyrir börnin mín.

Á morgun fer ég til Íslands í stutta heimsókn. Það er langt síðan ég var á Íslandi síðast. Það mun hafa verið í febrúar sem ég leit ættland mitt augum, elskulega fjölskyldu og börnin mín. Of langur tími. Ég er að reyna núna að koma skipulagi á næstu daga hér í Svíþjóð. Skólarnir eru byrjaðir og geri ég því ráðstafanir vegna þeirra tíma sem ég verð ekki viðstaddur við. Fékk frí í kirkjunni þessa daga. Tek í staðinn vinnu þegar ég kem heim aftur til Stokkhólms. Reyndar vann ég tvöfallt í gær til að vinna af mér tvo daga í næstu viku. Það verður gott að komast frá þessu öllu í nokkra daga og smjúga inn í hversdaginn á Íslandi, góða Íslandi.  Hlakka óumræðanlega að geta bara sest niður á fallega æskuheimilinu mínu og notið góða kaffisins heima og verið meðal þeirra sem eru mér svo kærir.

Það er eins og náttúran sé að undirbúa mig undir Íslandsferð, því hérna var kallt í morgun og gjóla. Íslenskt veður... eller hur! Í CD spilarnum er Sarastro að syngja í Töfraflautunni. Trú, kærleiki, einlægleiki, sannleiki, fyrirgefning - að vera manneskja!  Um gildi þess að vera manneskja. Hvílíkur yndislegur texti. Hið sammannlega, breyskleikan og umburðarlyndið. Kærleikan sem hver manneskja skal bera til annara.  Agape!  eins og það stóð í grískunni! Hvílikur prólóg til Íslandsferðar!  Whistling 

Fékk bréf frá gömlum vinum í Danmörku, Birthe og Kay í umliðinni viku. Þau spurðu mig hvort ég væri ekki til í að senda þeim myndir af fjölskyldunni og sérstaklega börnunum mínum. Þetta er svo ljúft og gott fólk. Alltaf senda þau gjafir á afmælumog jólum til krílanna minna. Ég sendi þeim svo myndir þegar ég kem heim aftur frá Íslandi. Svona fólk eru burðarstólpar samfélagsins.  Talandi um vini og vinskap. Ég var að vinna í kirkjunni í gærkvöldi. Gestur þar kom til mín og spurði mig hvort ég værir ekki Baldur, Íslendingurinn?  Ég jánkaði því. "Jú" sagði hann "þú ert prestur frá Íslandi - kannski þekkir þú gamlan og góðan vin minn frá Íslandi, Kristjan Boooooooason?"  Jú, sannarlega kannast ég við gamla kennarann minn sr. Kristján Búason, grískudósent!  Við spjölluðum alllengi saman og sagði hann mér margt skemmtilegt. Kannski fór svo vel á með okkur því báðir vorum við jú útlendir, hann Ameríkani og ég það sem ég er. Ósköp getur heimurinn verið lítill!  Jæja, best að halda áfram með tiltektina hér.  Sjáumst Ísland!


Örebro og sænska sumarið!

Þá er maður búinn að fá smjörþefinn af Svensonsumarinu. Einn kunningja okkar Mikka, Henke hefur eitthvert fátal skipta komið og fengið að gista og notið af stórstaðsmenningunni hér í Stokkhólmi. Þetta hafa verið skemmtilegar heimsóknir. Alltaf gaman að sjá að fólk fer enn í heimsóknir til hvers annars. Jæja, við ákváðum nú í vikunni að endurgjalda heimsóknirnar og fórum með rútubíl (2,5 klst) til Örebro. Rútan var á ferð til Oslóar með viðkomu á nokkrum stöðum. Jæja, fólk var þar nestað og byrjaði þegar að maula á sitthverju ætu OG ÓÆTU...   Íslendingar geta nú vart státað að betur lyktandi mat en Svíarnir með sinn surströmning.  Nóg um það. Manni verður bara bumbult af hugsuninni.  Annars eru frændur okkar Svíar nú að gófla í sig humri sem það væri á færibandi. Humarinn þennan kalla þeir kräftor. Minna humarveislur þeirra helst á matorgíur auðugra Rómverja fyrr á tímum. Svona líta þessi monster út - og fólk leggur sér þetta til matar. Dýrkunin er komin á það stig að frímerki hefur verið gefið út með afmynd þessara óargadýra:

DSCF1428

Nóg um matsiðina. Þegar komið var til Örebro, var ferðaplönum breytt og ferðinni heitið til Fagersta tjaldsvæðisins eða réttara sagt tjaldvagnasvæðisins. Ekið var gegnum Lindesberg og síðan af þjóðveginum og á týpískan íslenskan sveitaveg með holum og allt!  Fínir dagar fóru í hönd og var grillað og spilað, farið í göngutúra og slíkt sem tilheyrir sumarferð út á landið.  Happy   Á einni svona gönguferð rákumst við á lítinn, kannski 15 - 20 cm langan snák. Hann var drjúgur með sig þrátt fyrir smæð sína, reisti sig upp og reyndi að höggva til okkar þegar við nálguðumst of mikið. Svo við bara létum snáksa vera í friði, en ég gaf honum nafnið Smákur;  hann var jú smár og snákur!  Smákur litli.   Mynd af honum neðst í umfjölluninni.  Góðir dagar sem voru nauðsynlegir rétt áður en skólarnir byrja. Námið við Högskolan í Falun byrjaði nú á mánudag. Þetta er að mestu leyti fjarnám, svo nærveru minnar var ekki krafist. Uppsala háskóli krefst hinsvegar nærveru núna á föstudag en þá hefst haustönnin þar, mín síðasta haustönn þar.  Joyful 

Í gærkvöldi var svo ekið til Örebro aftur úr sveitinni. Það rigndi en það skyggði ekkert á ánægjuna af því að hafa verið á smá flakki.  Vegna veðursins var ákveðið að leyfa mér að fá nasasjón af því sem kallast sænsk kvikmyndalist og nú tölum við ekki um hálfhljóðar svarthvítar 4 tíma filmur Ingmars Bergmann. Ónei, nú var það kvikmyndin Smala Sussie, ( http://www.moviezine.se/filmsidor/smala_sussie.shtml ). Myndin sem hefur alveg ótrúlega fyndin söguþráð, flæktan fram og tilbaka, svolítið Pulp Fiction-leg.  En fyrst og fremst er þetta grínmynd hjúpuð hinum vermlenska framburði sænskunnar (Värmland liggur mót landamærunum að Noregi, norður um stóru vötnin Vänern og Vättern).  Ferlega fín og skemmtileg kvikmynd og ég fékk illt í magann af hlátri!!!  Er það merki um að ég er farinn að "försvenskast"?

DSCF1403

Á myndinni að ofan getur að líta litlu höfnina við hjólhýsahverfið.  Bátarnir skvömpuðu þarna, margir með kräft-búrin tóm eftir velheppnaða veiði og enn betur heppnaða átveislur  :)   Jæja, best að slútta þessu núna í bili. Langaði bara að segja frá því hversu gaman þetta var og hvað mér leið vel.  Fannst gott að komast frá hversdeginum eftir helgina.  Hérna kemur svo Smákur litli:

DSCF1398 

 

 


Dýrafræði

Nú er sannarlega orðin þörf á bættri dýrafræðikennslu í skólum. Að fólki sé svo illa farið að greina ekki milli hests og ísbjarnar?  Hjálpi mér allir heilagir!

Fyrir ykkur sem áhuga hafið og eigið á von að rekast á annað hvort hest eða ísbjörn í túnfætinum hjá ykkur þá kóma smá upplýsingar hér

Ísbjörn oft kallaður hvítabjörn [lat. ursus maritimus]: Er bjarnartegundar og á heimkynni sín í kringu norður heimskautið og nálægt fastland.  Hvítabjörnin er stærsta rándýr sem lifir á landi. Fullvaxið karldýr getur vegið um 300-600 kg. Kvendýrið hins vegar er nokkuð minna. Hérna er mynd af svona dýri:

Polar_Bear

Hestur [lat. equus caballus islandicus]: Háfættur grasbítur með hóf (eina tá). Stutthærður (með þór fax og tagl) til í ýmsustu litum. Tamið dýr í þúsundir ára og þannig nýtt af mönnum. Eftirsóttur sem leikfang í dag. Lítið spennandi til matar. Blíðar og oftast glaðar skepnur þegar farið er vel með þær. Hafa nokkrar gangtegundir sem hafa með yfirferð hestsins (og knapa), hraða og þýðleik að gera.  Svona geta þessar skepnur litið út (hér er eitt eintak með ungviði með sér):folald

 


mbl.is Bjarndýrsútkall í Langadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barcelona

Ákvað í dag að ferðast til Barcelona í sumar.  Til hamingju ég.   Woundering

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband