Færsluflokkur: Fjármál

Af hverju þarf fjölskylduhjálp

Hvað hefur farið úrskeiðis hjá ríkisstjórnum síðustu tveggja áratuga að um fjögur þúsund manns neyðast að sækja sér aðstoð til fjölskylduhjálparinnar?  Væri ekki nær að fjalla um það á vefi Morgunblaðsins í stað þess að sýna myndir af fólki í biðröðum og fjalla um eymd einstaklinga og fjölskyldna?
mbl.is „Aðrir voru ævareiðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálp hvað sumir geta verið drjúgir!

Mér hreinlega blöskrar nú þegar ég les þessa frétt, hvað Már Guðmundsson virðist vera veruleikafirrtur. Það er líklega eins gott að hann taki til baka umsókn sína, þar sem hann sýnir í orðum sínum hvað hann virðist vera gersamlega sneyddur allri veruleikatilfinningu fyrir því ástandi sem hefur verið í landinu og mun um ókomin ár hafa áhrif á allt viðskipta og efnahagslíf landsins og landans.

Drjúg orð Más gera það bara að verkum að orðstír hans i bankaheiminum hafa þegar borið hnekk, og ekki þurfti hann hjálpina þar til. Jóhanna forsætisráðherra ætti með réttu að biðja hann að taka til baka umsókn sína og biðja hann að halda sig fjarri allri opinberri fjármálastarfsemi í landinu. 

Hann hefur ekki aðeins sýnt að hann er ókunnugur um efnahagsástandið á Íslandi, heldur gersamlega sneyddur þeirri fíntilfinningu sem stjórnendur í æðstu embættum ríkisins verða að hafa.

Ég hafna Má hans hugsanagangi með öllu.


mbl.is Már og Jóhanna ræddu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ekki kreppa á Íslandi?

Bíðið nú aðeins!  Var ekki kreppa á Íslandi?  Er ekki verið að skerða réttindi almennings til að greiða erlendar skuldir og til að geta haldið samfélaginu gangandi?   Hvaða rök eru fyrir því að EINHVER hafi yfir 900 000 krónur í laun á Íslandi?   

Í sænskum fjölmiðlum er sagt að á Íslandi sé alvarleg kreppa og að fólk sé skuldum vafið, nú verr enn nokkrum sinnum áður. Hvers vegna ætti þá að fara allar leiðir að því að láta Kjaradóm skera úr um laun Seðlabankastjóra?  

Í raun ætti að leggja niður Kjaradóm og setja í staðinn Landsdóm og draga helstu krimma landsins fyrir þann dóm í stað þess að moka seðlum í sængur og kodda yfirembættismanna þjóðarinnar.  Látum helstu embættismenn þjóðarinnar semja rétt eins og aðra launþega.

 


Fýluferð....

Sit hérna og er að lesa frétt af fýluferð Íslendinga til Lundúna!  Ég bara vona innilega að Bretarnir sjái sóma sinn í að greiða flugmiðanna fyrir íslensku samninganefndina sem í raun ætti að halda sig víðsfjarri breskum ströndum.  

Hér er um fáránlega stöðu mála að ræða.  Ég við þó bæta við hér að Íslendingar eiga EKKIað semja sjálfir persónulega.  Við eigum að skaffa okkur einhverja bestu lögfræðinga heims til þessa. Ópersónuleg framkoma og sérfræðiþekking- og aðstoð er það sem við þurfum. Ekki senda einhverja stráklinga úr viðskipta- og hagfræðideild sem enga þekkingu hafa á svona risamálum. Við eigum að velja okkur þá bestu og vinna málið faglega frá a til ö.


mbl.is Leynifundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið eina rétta!

Nú hefur forsetinn okkar herra Ólafur Ragnar reynst þjóðinni sá bjargvættur sem hann getur verið skv stjórnarskrá lýðveldisins.  Hann hefur gefið þjóðinni rödd og tíma til að ígrunda hvað í raun felst í ICESAVE málinu og að ígrunda hver framtíðin verður fyrir íslenska þjóð með eða án ICESAVE. Forsetinn hefur þannig verið vökumaður lýðræðis Íslands, gefið rödd þjóðarinnar tækifæri að heyrast og gert mig óendanlega glaðan.  

 Lifi forseti og fósturjörð    Smile


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundleiður á íslensku getuleysi

Íslenska krónan er ekki meira virðe en Matadorpeningar. Ég minnist þess þá maður hafði breytt út Útvegsspilið á borðstofuborðið heima að manni fannst maður þokkalega ríkur þegar seðlabúntin tók að safnast fyrir eftir lukku og velfarnað í spilinu góða. Samt voru þessir pengingar bara spilapeningar. Þegar spilinu var lokið og maður hafði keypt alla togarana og veiðiheimildirnar, var spilinu lokið og allir hinir komnir í svo slæma stöðu að þeir þorðu ekki að slá um teningnum - eða höfðu hreinlega verið keyptir út úr spilinu.  Einhver óþægilegur sannleikur og samanburður er mögulegur með Útvegsspilinu gamla og svo lífinu eins og það er í dag.

Í dag leikum við okkur með vitagagnslausa spilapeninga úti í samfélaginu.  Þetta eru ekki peningarnir út Útvegsspilinu eða Matador/Monopoly, nei þetta er löglegur gjaldmiðill Íslands, krónan.   fyrir næstum því næstum 30 árum síðan var gömlu íslensku krónunni skipt út fyrir nýja, tvö núll voru tekin af þeirri fyrri og nýir seðlar settir í umferð. Allt leit betur út og blekkingarleikurinn rúllaði af stað.  Ekki leið að löngu uns aurarnir voru teknir út umferð. Síðan hvarf 10 króna seðillinn, því næst 50 króna seðillinn og síðast 100 krónurnar.  Myntin fékk að halda sér, þar sem hún er grunneiningin, en hún tók að léttast - á ný!   VIð sem höfum aldur til, munum eftir ákrónunni sem flaut á vatni.

Ég er orðinn hundleiður á íslensku getuleysi. Hvort er betra að vera lokaður frá breskum og hollenskum mörkuðum í nokkur ár, eða þar til fæðuskorturinn lætur að sé kveða í Evrópu, eða halda stolti og efla ný viðskiptatengsl og ekki setja sig í tryllingslegar skuldbindingar?   

Ég sá áðan að íslensk króna var skráð:   18,75 ISK = 1 SEK

Ég valdi að hafna ICESAVE, ég vildi fara í mál við Breta þegar þeir beittu á okkur hryðjuverkalögum, ég vildi hafna ESB og taka upp samningar um Norðurslóðaefnahagsbandalag, ég vildi slá saman íslensku og norsku krónunni, ég vildi taka upp varnar og flugumsjónarsvæðissamstarf við Dani og Norðmenn.  Ég sá aðra möguleika en að sleikja okkur upp við ESB og IMF.  Ég vildi leita nýrra vina. Ég vil ekki leika mér við þá sem lúskra á mér, ég vil ekki leika mér með þeim sem koma fram við mig eins og ég sé einhver skítahraukur úti á túni. Ég vil vera "líðandi" allt mitt líf.   Ég vil annað og betra fyrir mig og mína. 

Mér er annt um Ísland og íslenska þjóð.  Hvað um þig?


Góðar fréttir frá Jersey, Guernsey, Kýpur, Cayman Islands og Tortola

Það var nú aldeilis gott að heyra að til væru peningar eftir allt saman.  Nú er bara að fara og sækja ránsfenginn og skipta honum í tóma sjóði Íslenska ríkisins. Nú er lag að bregðast skjótt við áður en þessir fjármunir hverfa aftur úr höndum þjóðarinnar.  Setja verður lög þegar í stað sem leyfa haldlagningu þessara fjármuna. Síðan verði kannað hvaðan þessir fjármunir komu, hvernig var staðið að verkum og ekki aðeins látin ráða gildandi lög og reglur, heldur almennar siðferðisreglur - þ.e.a.s. þær reglur sem við almúginn þurfum að hlýða í viðskipum grasrótarinnar.  Ekki viðskiptareglur þær sem gilt hafa í fjármálaheiminum.  Þær eru með öllu siðlausar og ekki þær reglur sem þjóðinni eru eiginlegar!


mbl.is Eignir Íslendinga í skattaskjólum jukust um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er illa misboðið

Þetta er náttúrulega enn eitt dæmið sem dregið er nú fram í dagsljósið - dæmi um svívirðilega misnotkun fjármuna ríkisiins. Nú var engum framrásarvíkingum um að kenna, heldur voru embættismenn ríkisins sjálfir að verki. Starfsmenn Seðlabanka Íslands. Þetta er hreinn og klár viðbjóður. Þetta er náttúrulega algjört rugl. Hvaða heilvita einstaklingur með nokkra ábyrgðartilfinningu samþykkir svona botnlausa samninga?  Það er samið án þess að ákveða lok ráðgjafasamnings. Þannig er stjórn Seðlabankans og þar með ríkisstjórn að gefa út óútfylltan tékka! 

Ekki er ein báran stök. Að samningurinn við JP Morgan hafi "liðkað" fyrir einhverju er þvættingur og della. Þjóðin á ekki að láta bjóða sér svona málflutning. Um ókomin ár mun það skýrast smátt og smátt að það voru ekki útrásarvíkingarnir sem áttu sök á öllu hruninu, heldur var það óráðsía í fjármálum ríkisins sem í raun gerði okkur vonlaust að bjarga skinni okkar, heiðri og fjármálum komandi kynslóða.

Brytum "tónlistarhúsinu" sem er verið að byggja í fangelsi og setjum alla skúrkana þar inn í öryggiseinangrun. Við þurfum ekki að ákveða lok þeirrar einangrunar fremur en samninganna sem skúrkarnir gerðu. 

 


mbl.is Ráðgjöf kostaði milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vita sinn tíma!

Prédikarinn II:

"Allt hefur sinn tíma! Að vera fátækur hefur sinn tíma, að vera ríkur hefur sinn tíma. Að vera elskaður af stjórnvöldum hefur sinn tíma, að vera fyrirlitinn af alþýðu hefur sinn tíma. Öllu er afmörkuð stund og allt líður undir lok eins og það er í dag. Gamalt hverfur fyrir nýju, sem þó hefur verið til áður!  Allt hefur sinn tíma!" 

Ég vil ekkert vera leiðinlegur, en er ekki best að sumir dragi sig alveg núna út úr viðskiptalífinu, hér heima sem erlendis. Þeir sem ekki skyldu þetta fyrra skiptið, ættu að gera það núna. Kannski kominn tími til að þakka fyrir sig og draga sig út úr þessu fjármálabraski.  Góðar stundir!


mbl.is Stærra en gjaldþrot Maxwell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankaleynd - til hvers?

Ég tek undir orð Katrínar ráðherra Jakobsdóttur og endurtek þar með mín orð um að nú sé þörf fyrir gagnsæja umfjöllun um bankamál. Réttur bankanna til svonefndar "bankaleyndar" er ekki fyrir hendi lengur. Eins og dæmin sanna hafa bankarnir farið svo illa að ráði sínu, misnotað þessi forréttindi sem felast í bankaleyndinni að ástæðulaust er að tala frekar um bankaleynd. Streita og ringulreið ríkir nú í bankaheiminum, því bankarnir óttast að óreiðan komi nú fram og allt verði gersamlega vitlaust í samfélaginu þegar viðbjóðurinn komi fram. 

Mér finnst ástæða að styðja því orð Katrínar menntamálaráðherra og hvetja til algerrar opnunar á ÖLLU sem hefur með íslenska bankastarfsemi að gera. Bankarnir brugðust okkur og réttur þjóðarinnar er að vita ALLT. Það sem reynt er nú að hylma yfir með lögbannsúrskurðum, er bara toppurinn á ísjakanum, óttast ég að muni gera þjóðina afskaplega reiða. Enginn mun þola að sjá hvernig hundruðum milljóna ef ekki þúsundum var ráðstafað til "kennitölufyrirtækja" og einkaaðila rétt fyrir efnahagshrunið. Þessir aðilar vissu í hvað stefndi sem og ríkisstjórn Geirs H Haarde. Hver reyndi að hrifsa til sín fjármuni, troða vasana fulla þegar hlaupið var út úr brennandi húsinu.


mbl.is Leyndin víki fyrir almannahag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband