Færsluflokkur: Fjármál

Allt unnið til vettergis

Það er alltaf svolítið sárt þegar búið er að leggja mikinn tíma og fjármuni í eitthvað verkefni og efla sannfæringu sína fyrir málefninu - síðan er sýnt og sannað að fyrri rökfærslur voru annað hvort rangar eða svo veikar að vart er á þeim byggjandi og að öll vinnan hefur verið til vettergis.

Eva Joly hefur nú sýnt svo ekki verður um villst að Ísland mun ekki ráða við að greiða þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld vilja leggja á þjóðina. Það væri því óðs manns æði að leggja út í að byrja greiða skv. ICESAVE.

Samþykki Alþingi ICESAVE er það að grafa undan ekki bara sjálfstæði ríkisins, heldur íslenskri þjóð og framtíð byggðar á Íslandi.

 


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það sem höfðingjarnir hafast að..."

Það sem maður fer að velta fyrir sér er einfaldlega hvort ekki sé beinlínis einfaldast að allar upplýsingar um starfsemi bankanna séu opinberaðar. Leynimakk og trúnaðarsnakk er búið að leiða svo illt af sér að ljóst má vera að "gegnsæ" bankaviðskipti og fjármálastarfsemi er það sem við verðum, því miður, að búa við. Engum hefur verið treystandi.

Stórar fjárhæðir voru lánaðar hingað og þangað rétt fyrir bankahrunið. Ég tel æskilegt að þessar færslur séu skoðaðar og hugtökum eins og bankaleynd og trúnaðarupplýsingar. Slíkt heyri fortíðinni til, nú þar sem öll bankaviðskipti verða að vera gegnsæ.


mbl.is Segja trúnað gilda um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VARÚÐ: ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN AÐ STÖRFUM

Ég hef lengi varað við Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Ég held að þjóðin ætti að kynna sér svolítið betur forsögu og gjörðir þessarar hættulegu stofnunar sem ekki virðist hafa komið neinu góðu til leiðar á líftíma sínum, heldur hörmungum, ójafnvægi, stjórnmálabyltingum og órétti. Kannið hvaða löndum t.d. í Afríku og Suður-Ameríku IMF hefur "aðstoðað"  og skoðið síðan hvaða hræðilegu hörmungar hafa síða geisað yfir þessar þjóðir - fyrst í formi pólitískra afskipta.... sem síðan hafa tekið á sið viðurstyggilegar myndir.
mbl.is Vill að AGS leggi spilin á borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað, en ekki hvað?

Fyrir það fyrsta áttu íslensk stjórnvöld að láta erlenda sérfræðinga annast samningagerð fyrir ríkisstjórnina. Ég segi ríkisstjórnina því það er hún og bara hún sem gerir þessa ICESAVE-samninga. Síðan verður þjóðinni sendur reikningurinn.  

Í öðru lagi tel ég að það hefði verið sjálfsögð vinnubrögð að fela viðeigandi deildum Háskóla Íslands að skoða og leggja mat á samninginn, hluta hans og sem heild. Þar hefði strax átt að kalla saman sérfræðinga í Evrópurétti, stjórnsýslu, lögum, viðskipta- og hagfræði, siðfræði og sagnfræði.  Þetta hefði ekki einusinni þurft að nefna, svo sjálfsagt tel ég að þetta hefði verið. Svo mikið er í húfi.

Vegna þess að Íslendingar fengu ekki að rétta við mannorð sitt á sviðið alþjóðasamfélagsins, með því að sækja bresk stjórnvöld til saka fyrir að beita í fullkomnum órétti Ísland og íslenskt fjármálakerfi þeim órétti að beita hryðjuverkalögum - tel ég fyllilega rétt að þjóðin eigi síðasta orðið hvað snertir ICESAVE samningana.


mbl.is Rýnir í gögn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú! Engir peningar til? Látið þjóðina bara borga...

Það er sárt að sjá hvað stjórnmálamenn virðast veruleikafirrtir!  Þeir skilja ekki þjóðina, þeir skilja ekki þjóðarsálina. Þeir eru ekki lengur stoltir af því að vera Íslendingar. Þeir þekkja ekki til mannkynssögunnar og skilja ekki samhengi hlutanna. Það er sárt að horfa á allt sem unnist hefur rata beina leið í niðurfall Alþingis.

Það er eins og ríkisstjórnin haldi að þjóðin hafi sængur sínar og kodda fulla af peningum.  Hvaðan eiga þessir peningar að koma sem ekki eru í ríkiskassanum, því þjóðin er skuldug og auralas.


mbl.is Borga tvo milljarða fyrir Breta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fljótfærni og þekkingarleysi

Í bloggi mínu hefi ég bent á áður að best hefði verið fyrir íslenska ríkisstjórn að ráða nokkra fína lögmenn frá t.d. Bandaríkjunum (tóbaksframleiðendur gætu sennilega bent á einhverja dugandi einstaklinga). Ég vil meina að íslenskir ráðamenn og samningamenn ríkisstjórnarinnar hafa hreinlega ekki þá þekkingu sem þarf til að snúa á svona stórveldi sem Breta og svo auðvitað ESB sem rær undir niðri mót öllu sem íslenskt er.  Ég tel að með sérhæfri samninganefnd mót risunum gætum við fengið betri kosti í samningunum og komist frá borði minna fátæk og stoltari. 

Þjóðarstoltið er komið næstum í vaskinn og ljóst að íslensku þjóðinni líður ekki vel. Þökk sé ríkisstjórnum þessa lands. Hvers verkefni er einmitt að þjóðinni líði vel, jafnvægi ríki og stöðugleiki. Þessu hafa ríkisstjórnir síðustu ára ekki valdið.

Leitum okkar sérþekkingar í lagaflækjum og samningaaðferðum. Viðurkennum að við höfum ekki burði í að standa í svona sjálf og köllum, rétt eins og með Evu Joly, fagfólk og sérhæfða í málaflokkunum að sjá um okkar mál.


mbl.is „Erfitt en verður að leysast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað sömdu menn af sér!

Það er ekki við öðru að búast. Lotningin fyrir ESB og velvildinni þaðan, sem þó enn hefur ekki látið á sé kræla, er svo mikil að íslenska samninganefndin hefur ekki þorað að svara fyrir sig. Kannski hefur samninganefndin verið að reyna að sýna gjafmildi og höfðingjaskap og bara ausið loforðum um meiri ábyrgð og greiðslur en okkur ber (sem þá hafa átt að hafa þann tilgang að mýkja inngönguleið Íslands inn í ESB).

Þetta er náttúrulega dæmi um afglöp í embættisfærslu íslenskra og dæmi um varnarleysi Íslands gegn ESB og ef til vill reynsluleysi samningamanna. Við eigum að kaupa okkur erlenda þjónustu t.d. bandarískra lögmanna sem síðan standa í þessum samningaviðræðum fyrir okkur.  Okkur er ekki treystandi. 


mbl.is „Menn sömdu af sér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullveldi Íslands veikt

Með samþykkt ICESAVE-samningsins við Breta og aðra sem gert hafa kröfu um fullar endurgreiðslur Ísland til þeirra sem glötuðu fjármunum í efnahagshruninu leiðir beint til þess að fullveldi Íslands mun veikjast. Gjaldmiðillinn, íslenska krónan mun falla í verði, úr litlu í ekkert og Ísland mun teljast til þróunarlanda.

Það eru engar ýkjur eða skröksögur að hér er vegið að sjálfstæði Íslands. Erlendar stofnanir og ríkisstjórnir seilast ar með svo djúpt í vasa íslenskra skattborgara og lántökufólks að um valdaafsal er að ræða.  Það er þar með ekki ríkisstjórn Íslands sem ákveður leikreglur, heldur ríkisstjórn Gordons Brown, IMF og Evrópubandalagið.

Að setja Lýðveldið Ísland í svona stöðu er beint brot á stjórnarskránni.


mbl.is Engin vissa um meirihluta fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðarleiki, góðvild, kærleiki, samúð, skilningur, umburðarlyndi...

Stórar þakkir til Hollendinga, sem svo oft áður, hafa sýnt að þeir eru fólk með vit og hafa þá fágætu gáfu að skilja að skal byggja á einhverju, er rétt að við lærum af mistökunum. Skammtímalausnir hafa ekki verið áhugamál Hollendinga. Þeir skilja í hvaða sporum við Íslendingar stöndum í, þeirri vonlausu stöðu sem við höfum ratað í og með hjálp ESB hefur versnað um allan mun.

Takk til Hollenskra innistæðueigenda.   Ykkar vel!


mbl.is Vilja að allt verði greitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Knéfall Íslands fyrir ESB

Þetta er nú það furðulegasta álit sem ég hef heyrt um. Ríkisstjórnin pantar álit (og sennilega niðurstöðu). Síðan er þessu slengt framan í þjóðina sem nú þegar er bæði skattpínd og þarf að borga ofurvexti og sagt að allt sé bara í góðu lagi.

Hvenær mun íslenska krónan eflast og ná sinni fyrri verðmætastöðu gagnvart öðrum gjaldmiðlum? Og þar með námsmönnum erlendis mjög erfitt fyrir?  Hvenær munu vextir á lánum lækka á ný, eftir að IMF (Alþjóðagjaldeeyrissjóðurinn) jók greiðslubyrði Íslendinga af bankalánum? Framkvæmd sem sett hefur margar fjölskyldur í mikla greiðsluerfiðleika - ef ekki gjaldþrot og íbúðamissi.

Ég verð að segja að mér finnst þetta allt vera spil sem hefur bara eina pantaða niðurstöðu.  Ég veit ekki af hverju ríkisstjórnin er óheiðaleg mót þjóðinni og segir okkur ekki bara hvað hún vill. Það væri einfaldast þannig.  Ég tel að ástæðan sé að greiðum við ekki upp 100% ICESAVE skuldirnar og eru "vingjarnleg" við Breta, munu þeir standa gegn aðildarumsókn okkar í ESB.  Hlutur sem ég myndi EKKI gráta.

Að fórna öllu, að ganga svo á eftir ESB og einstaka aðildarlöndum þess skrímslis sem ESB er, er að mínu mati fásinna. Þjóðarstoltið er horfið. Íslendingar eru að sligast undan kröfum IMF, og nú á að leggja á okkur bagga ICESAVE og Breta.

Ég vil ekki taka þátt í slíkum skollaleik.

 


mbl.is Ríkið ræður við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband