Færsluflokkur: Fjármál
9.3.2009 | 20:01
Swedbank í erfiðleikum tekur á mót neyðaraðstoð Sænska seðlabankans
Helst í fréttum nú í Svíaríki er hrun eins stærsta banka Norðurlandanna; Swedbank (gamla Föreningssparbanken). Ríkið hefur ekkert val. Annað hvort er að láta bankann fara á hausinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir milljónir manna eða koma bankanum til aðstoðar með fleiri milljarða sænskra króna hlutabréfakaupum. Um er að ræða 3,3% hlutabréfa í dag og svo síðar mun bætt við auknum eignarhluta.
Fólk flýr bankann. Sparifjáreigendur standa í röð utan útibúa bankans og vilja tæma reikninga sína og flytja í aðra stöðugri banka. Rætt er að að baki þessa hruns sé undirróðursstarfsemi kauphallarstarfsmanna sem vildu á sínum tíma hvetja fólk til hreyfinga á hlutabréfum. Því hefði skipinu verið vaggað, en full mikill sjór hafi komið innbyrðis og því væri nú svo ástatt sem raun ber vitni um.
http://www.dn.se/ekonomi/staten-gar-in-som-agare-i-swedbank-1.816162
http://www.dn.se/ekonomi/swedbank-rusade-pa-svajig-bors-1.816755
Svör við efnahagsvandanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2009 | 08:00
Er einhver með ræpu?
Rosalega lyktar illa hér inni! Það hlýtur einhver að vera með ræpu segir sá sem hefur hana. Sömuleiðis væri hægt að segja, bíddu var ekki bleikur fíll hérna rétt áðan í speglabúðinni? Er fólk almennt svo grunnhyggið að það gerði sér ekki grein fyrir að þetta fólk sem synti í peningum og syndir enn í peningum meðan okkur hinum hefur skolað á peningalausa eyðistrendur, var búið að koma undan hundruðum ef ekki miljónum ef ekki milljörðum króna? Ég vona ekki. Þetta verður að rannsaka niður í kjölinn.
Ég vona að lögreglunni undir stjórn nýju flokkanna verði beitt til að rannsaka og varpa ljósi á þessar hreyfingar fjármagns frá Íslandi. Mig grunar aðeins það versta.
Ég minnist kafla í bókinni Ástríkur í Heilvitalandiþar sem skattrannsóknarfulltrúi keisarans í Róm spyr Kvapíus Kvikindibus skattlandstjóra í Lútesíu (París) hvort honum þyki hann ekki vera full frekur á féð sem átti að senda til Rómar? Þar sem þeir eru staddir í dimmum kjallara landstjórahallarinnar þar sem taumlaus gleðin og glaumurinn ríkir svarar Kvapíus Kvikindibus: "Ég er skipaður skattlandsstjóri hér í þessu krummaskuði í eitt ár; það ár ætla ég að nota til að græða á tá og fingri. Og þegar Róm bregst við svikunum, skríð ég í felur."
Er þetta ekki einmitt það sem er að gerast? Þvílíkur viðbjóður!
Fleiri bankamenn skráðu eignir á ættingja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)