Aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdarvalds

Nú horfir loksins til betri vegar í háttu mála með aðskilnað löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvalds á Íslandi.  Fyrir margt löngu síðan var skilið á milli dómsvalds og framkvæmdarvalds.  En nú er komið að seinni endurbótinni sem lýtur að því að sami ráðherra geti ekki haft á sömu hendi löggjafar og framkvæmdarvald.  Þetta hefur verið stór brestur í þrískiptu ríkiskerfi okkar.  Kerfið er þrískipt til að komast hjá því að sama persóna hafi rétt að setja hentilög og síðan stjórna eftir þeim.  Aðskilnaður er nauðsynlegur til að gera kerfið trúverðugt og gegnumlýsanlegt.

Aðskilnaður ríkis og kirkju er síðan næsta leiðrétting sem nauðsynleg er að gera.


mbl.is Ráðherrar víki af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband