Sannleikurinn er sagna bestur

Það var gamað að lesa þessa frétt. Loksins sýnir það sig að Íslendingar elska sjálfstæði sitt meira en ESB einræðið í Brussel.  Íslendingar eru stoltari en flestar aðrar þjóðir Evrópu.  Íslendingar vilja ekki greiða sukkskuldir Grikklands, Írlands, Lettlands, Ítalíu, Spánar og Portúgal.   Íslendingar vilja vera áfram Íslendingar.  Og Íslendingar framtíðarinnar sjá ekki framtíð í ESB (sem í raun var dauðadæmt þegar frá byrjun).  

Þetta eru fjarskalega gleðileg tíðindi.  En hvað eigum við að gera ef við eigum núna að hætta daðra við ESB i Brussel?   Jú valkostirnir eru margir og áhugaverðir.  Nýjir viðskiptasamningar við Kína, Japan og Austur-Asíulönd.   Viðskipta og vinasamband við Kanada, Mexikó og Suður-Ameríku. 

Ljóst er að aukið samband og sérsamningar við Norðurlöndin eru spennandi - og ljóst að norðurlandasamband - í efnahagslegu tilliti sem og í auðlindasamvinnu er ekki út í hött.  Finnar, Danir og síðast en ekki síst Svíar eru dauðleiðir að borga spilaskuldir Suður-Evrópulanda.      :)   Þarna eru möguleika á nýju efnahagssvæði.   


mbl.is Segir ESB-umsóknina tilgangslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, sannleikurinn er sagna bestur og farsælastur fyrir alla.

Auðvitað munu íslendingar áfram hafa vinsamleg viðskipti við Evrópu. Annað hefur aldrei staðið til.

En að það skuli vera pólitískt bitbein í íslenskri stjórnsýslu, að ganga í ESB er svo fráleitt og mislukkað ferli, að það er dæmt til að mistakast, og því miður einungis ætlað af sumum til að taka upp gjaldmiðil (evru) sem ætlaður er til að töfra óábyrg stjórnvöld frá því að taka ábyrð á sjórnsýslu eigin þjóðar.

Þetta er án efa fráleit stjórnmála-stefna, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.

Við getum stutt Evrópu, og heiminn allan, án þess að borga gríðarlegar peningaupphæðir í Brussel-stjórnina. Ég mæli með að við setjum aðildaupphæðina í sjóð, og ráðstöfum þeirri upphæð árlega til þeirra Evrópuþjóða og annarra þurfandi þjóða, sem okkur sjálfum finnst þurfa mest á þeim fjárstuðningi að halda, án Brussel-milliliða.

Það kaupir sér enginn velgengni hjá öðrum ríkjum, því velgengnin er og verður alltaf að vera heimaunnin og ekta.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2011 kl. 20:48

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Baldur mikið er ég sammála þér með að það var gaman að lesa þessa frétt vegna þess að LOKSINS eru einhverjir að hlusta á meirihluta Þjóðarinnar. Það er sorglegast að þessar fréttir koma ekki frá eigin Ráðamönnum sem gjörsamlega hafa logið út og suður að Þjóð sinni til þess að halda völdum...

Það eru spennandi tímar í vændum og vonandi að það komi stefna sem Þjóðin sættir sig við.

Anna Sigríður ég er svo sammála þér líka.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.8.2011 kl. 22:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur öllum. Þetta er einmitt kjarnin í heila málinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2011 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband