Ég les ekki slúðurblöð

gustaf

Í öðru viðtali sögðu téðir veitingahúsaeigendur að ástæðan fyrir því að þau þekktu ekki Carl XVI Gústaf konung og Sylvíu drottningu væri að þau læsu ekki slúðurblöð.  Segir þetta ekki allt um stöðu þessara dínosaura nútímans.  Konungar og drottningar nútímans hafa engin völd, fjarska lítil áhrif og eru ekki þekkt af öðrum sem gefa sér tíma að lesa slúðurblöðin. Þetta er sorglegt. Líklega er þetta "demókratiseringu" nútímans að kenna og skammsýni sjálfra konungsfjölskyldnanna.   Konungablóðið, þetta bláa, er orðið svo útþynnt að aðeins þekkjast þessir einstaklingar af ytra byrðinu. Mystíkin, sagan, hefðirnar og hinar réttu tengingar eru hverfandi.  Því miður!


mbl.is Svíakonungur fékk ekki borð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband