Umferðarslys!

Sit hérna við tölvuna mína og horfi út um gluggan. Er nýbúinn að lesa yfir fréttir vikunnar á www.mbl.is vefnum. Það slær mig einatt að þegar það verða umferðarslys, þar sem tveir eða fleiri bílar eiga hlut að máli á Reykjanesbraut, að umræðan hefur þá tilhneygingu að berast að því hversu slæmir vegirnir eru og hversu hræðilega erfitt það er að komast framhjá þessum hjáleiðum; að tafir séu daglegt brauð og allt sé bara svo hræðilegt.

Allir, og ég meina ALLIR vita að það er verið að breikka Reykjanesbrautina. Þetta er staðreynd sem hefur verið á vörum flestra á suðvesturhorni landsins. Hvernig væri þá hreinlega að gera ráð fyrir þessu þegar ekið er t.d. suður á Keflavíkurflugvöll. Við vitum alltaf hvenar flugið á að fara. Hversvegna að þurfa aka hraðar bara til að skapa stress hjá sér og öðrum í umferðinni?  Hversvegna ekki að reyna vera skynsamur og leggja fyrr af stað og reikna með töfunum? Svo er það annað: Hefur ökuskólakennslu farið svo aftur að fólk getur ekki lesið þessi hefðbundustu vegskylti? Er fólk að fá ökuskírteinin sín úr Cheerios-pakka? Skylti sem greina frá hraðatakmörkunum, þrengingum, annarskonar yfirborði vegar, banni við frammúrakstri o.fl.  Hvar er tregðan?  Fólk er svo að þeysast þennan vegspotta, nývaknað, full meðvitað um byggingaframkvæmdir og takmarkanir á akstursskilyrðum. Samt ekur fólk eins og það væri í forgangsakstri, eins og einhverjir kóngar - því það er að fara suður á Völl. "Jaha" á maður að hugsa, þegar þessir bílar aka frammúr okkur hinum "þetta hlýtur að vera einhver mikilvægur".  Reyndin er bara sú að þetta eru þeir sem eru illa skipulagðir, vakna seint, skafa ekki rúðurnar á bílnum, kunna ekki lesa vegskyltin og aulast að stefna lífi okkar annara í hættu. 

Akið varlega!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

Vel mælt Baldur! Þú ert greinilega ekki búsettur hérna á skerinu lengur. Mannst ekkert eftir því hvernig er að sitja inni bíl á 90 km hraða og bölva þeim í kringum sig fyrir heimsku, hægan akstur, blindu og annað sem tefur fyrir manni . Var þetta ekki partur af ökunáminu? BÖU103 eða Bölvað í umferðinni! Það er bara enginn maður með mönnum nema þurfa að komast aðeins hraðar en sá fyrir framan og láta hann heyra það... alla veganna svo maður æsi sjálfan sig aðeins, hinir þurfa svo sem ekkert að heyra það... þeir eru hvort eða er í sínum slow motion heimi .

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband