Helguvíkurver

Heldur hugvit en stóriðjuver. Hvernig kemur þetta út fyrir Íslendinga með hliðsjón af Kyoto-samkomulaginu um útslepp mengunar í heiminum?  Eru íslenskir sjórnmálamenn ennþá að tjalda til einnar nætur, byggja fjárhagsleg pappahús?  Er skammsýni íslenskra sjórnmálamanna svona mikil. Ætla þeir að koma Íslandi á alþjóðakortið sem ruslahaug annara landa (landa sem keppast við að losan við slíkan iðnað vegna skýrrar náttúruverndarstefnu, landa sem farin eru að meta grænu svæðin sín, baráttu mót mengun og sýn annara landa meir en skyndigróða)? 

Hvað gerist svo þegar (eins og gerist einatt um síðir) að álverð fellur og erlendir gjaldmiðlar verða okkur óhagstæðir í viðskiptum okkar? 

Ég bíð enn eftir þeim stjórnmálamanni sem segir einn góðan veðurdag: "Kæra þjóð. Við eru afskaplega skuldug. Við höfum farið illa að ráði okkar, tekið ráðum misvísra manna, gert landið að fórnarlambi kjördæmaskipanar, þingmanna sem ganga fram sér til frömunar og sínum æskustöðvum. Okkur þykir þetta leitt. Ég og forverar mínir á Alþingi höfum spilað illa úr spilum þjóðarinnar. Ég vil bæta fyrir þetta. Ég vil setja þjóðina meðal þeirra landa sem fremst eru í heiminum, viðurkennd fyrir áræðni, dugnað, hugvit um leið og þau eru umhverfisvæn. Þjóðarátakið sem við þurfum að takast á við snýst um samstöðu og traust. Við skerum niður óþarfa kostnað. Óþarfa yfirbygging er skorin burt. þeir sem setið hafa 15 ár á Alþingi eða lengur verða að leita sér að nýju starfi. Þeir geta ekki lengur gefið af sér, enda sennilega útbrunnir af áreynslu eftir svo mikið starf fyrir þjóðina.  Þeir fá eins og aðrir sem vinna við þjónustu, engin biðlaun, ekki frekar en kassadaman í Hagkaupum. Dómarar og fyrrverandi ráðherrar, ráðuneytisstjórar og yfirmenn ríkis og kirkju, fá eftirlaun til samræmist við meðal eftirlaun menntaskólakennara til dæmis.  Þeir hafa fengið góð laun og fríðindi embættistíð sína.  Kennarar og fræðarar skulu fá sumarfrí eins og aðrir starfsmenn vinnumarkaðarins. Skólaárið skal vera lengra fyrir alla. Menntaskólinn skal vera mest 3 ár, en hafa möguleika á að vera 2 ár (þegar snúið er til annars náms en háskólanáms).  Aðeins einn háskóli skal vera á Íslandi, Háskóli Íslands. Hans undirdeildir geta verið fjölmargar, en ein yfirstjórn. Vernda landið fyrir stóriðju og öllum framkvæmdum sem til langtíma litið verða til að eyðileggja og gera landið verðminna. Framtíðin mun borga fyrir náttúruauðlindir sem óbyggð og ómenguð svæði eins og fyrir gull."

Svona gætu orðin hljóðað, svona gæti einn þeirra fárra þingmanna sem Ísland þarf, alla vega ekki fleiri en 43 skulu sitja á Alþingi. Ekki verður súpan betri eftir því sem fleiri halda í sleifina og hræra í pottinum.

Verjum landið, notum hugvit, hvetjum fólk að hafa framtíðarsýn, skapa til framtíðar, notadrjúga hversdagsvöru.

 


mbl.is Reikna með Helguvíkurálveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband