Alexander vs. Darius

Happy  Mér bara datt svona í hug að skoða þessa litlu mynd sem ég hef hérna efst á blogginu mínu, sem sýnir Alexander mikla á hinni frægu mósaíkmynd úr "Húsi fánsins" í Pompeii [VI.12.2]. Sjálf frummyndin fannst í húsi í hinni frægu rómversku borg Pompeii sem liggur lítið eitt suð-austur af Napólí. Litla Pompeii hvarf undir ösku og vikur 24. ágúst árið 79 e.Kr. Ekki er vitað hvað margir fórust í þessu sögufræga eldgosi Vesuvíusar, hins tignarlega eldfjalls sem hefur svo oft í sögu Ítalíu látið kræla á sér. En það var þetta sama gos sem kaffærði borgina Herkulaneum. Ýmis smærri þorp urðu einnig Vesúvíusi að bráð. Erfitt er að áætla hvað margir fórust í þessu sögulega gosi, en af frásögnum Pliniusar hins yngri, virðist Vesuvíus hafa gefið fólk viðvararnir í formi skjalfta, uppþornun vatnsbóla og minniháttar óróleika í náttúrunni.  Svo virðist sem margir hafi yfirgefið borgina en margir samt þraukað í von um betri tíma, vanir óróleika á svæðinu. Svo gerist hið hálfóvænta, toppur Vesuvíusar þeytist af í einum óskapar tryllingsham sem fjallið tekur á sig. Þetta gerðist rétt fyrir hádegi 24. ágúst 79 e.Kr. Plinius hinn eldri mun hafa lýst þessu gengdarlausa strók sem myndaðist eins og trjákrónu á furu. Létt aska tók að falla um allt og hurfu þá margir frá Pompeii. En einhverjir þráuðust við. Þessir fórust allir síðan í því jarðfræðifyrirbæri sem kallast pyroklastisk flóðbylgja. Það er þegar gosefni sem þeyst hefur upp í upphafi goss, tekur að falla með yfir 80km/klst hraða eins og flóðbylgja niður með hlíðum eldfjallsins. Hiti þessara agna er um 1000°C. Orðið pyrolastisk flóðbylgja kemur úr grískunni: [pyros] sem merkir eldur og [klastos] sem merkir sundraður, brotinn.  Semsagt tætt yfirhituð eldfjallaaska þeyttist niður hlíðar Vesuvíusar og með ógnarhraða gereyðandi öllu lífi, trjám, dýrum og mannfólki. Sennilega má áætla að nokkur þúsund íbúar Pompeiar hafi látist með þessum hætti, annað hvort kafnað í öskufallinu, eða hreinlega brunnið upp.  Á nokkrum á innan við tveimur dögum var Pompeii og grannborgin Herkulaneum gersamlega horfnar undir margra metra öskulag sem þó var mismunandi að gerð í þessum borgum og áttu sinn þátt í mismunandi varðveislu þeirra.   

9374 

Ég byrjaði að segja frá mósaíkmyndinni sem einkennir bloggið mitt í dag (15. maí 2008). Hún var lögð í gólf húss þess sem kallast hefur Hús fánsins (House of the Faun). Talið er að mósaík-bitarnir séu um 1 til fjórar milljónir talsins og stærð upprunalegar myndar er 5,82 x 3,13 metrar. Myndin er byggð á málverki Philaoxenusar af Eretica (sennilega gerð um 300-310, meðan þessi mósaíkmynd er frá fyrstu öld f.Kr.  Reyndar hefur orginalinn verið plokkaður upp og settur í ramma á safn, vegna þess hver ferðamenn sóttust eftir að taka með sér bita úr listaverkinu. Eftirmynd hefur verið komið fyrir í stað hennar á upprunalegum stað.  Sjálft myndefnið skírskotar till orrustunnar við Issos þar sem Darius III Persakonungur og Alexander mikli Makedóníukonungur áttust við.

Þetta var þá útskýringin á "hausnum" á blogginu mínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband