16.4.2008 | 10:02
In God We Trust
Nú er hans heilagleiki kominn til Bandaríkjanna. Forsetinn George Bush og frú hans Laura tóku á móti Benedikti XVI á flugvellinum. Af hverju er páfinn að fara til Bandaríkjanna getur maður spurt sig? Jú, sennilega er ástæðan sú að hvergi í heiminum eru trúmál rædd av eins miklum hita og innilega eins og í Bandaríkjunum. Kristnir teljast stærsti hópurinn meðal hinna ýmsu trúarbragða ríkjanna. Þar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ekki grænustu glóru um hvað margir búa í landinu er erfitt að segja til um hversu margir tilheyra hvaða trúarbrögðum, því engin "hagstofa" hefur þessar tölur á hreinu. Fer það eftir ríkjum hversu vel er um svona statístíkk haldið. Í sumum ríkjum er ómöglegt að halda nokkurri fastri statístíkk um nokkurn skapaðan hlut þar sem flóttamenn og fólk í felum (jafnvel 2. og 3. kynslóð flóttamanna hefur aldrei skráð sig eða er "til") gefur síbreytilegar tölur. En það sem "áætlað er" í þessu sambandi er að um það bil 224 milljónir séu "kristnar" í Bandaríkjunum. Um 25% af þessum eru rómversk katólskir. Maður skilur að páfinn skreppi nú yfir hafið og heilsi upp á sína, sérstaklega þar sem svo virðist sem fjöldi rómversk katólskra virðist vera sækja í sig veðrið. Rómversk katólska kirkjan (eða orðrétt: "hin almenna rómverska kirkja") á einnig mikilla hagsmuna að gæta í Bandaríkjunum. Fjárhagslegra hagsmuna sem og pólitískra. Það má segja að á eftir hinum þremur risaveldum Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína - hefur Páfstóll einhver mest völd í heiminum. Katólska kirkjan þarf ekki einusinni að úttala sig um eitt eða neitt, það nægir að hún er þögul í afstöðu sinni gagnvart stjórnmálamönnum eða stjórnmálaflokkum (sbr. á Ítalíu eða Spáni). Kristnir eru 2.1 milljarður af íbúatölu heimsbúa. Þar af er rómversk katólska kirkjan langstærst og kemur rétt á eftir fjölda þeirra sem tilheyra Islam (múslimarnir voru að skríða yfir tölu yfir fjölda rómversk katólskra fyrir stuttu). Nú nú... svo hefur páfinn sitthvað að spjalla við Bush forseta. Svo virðist sem rómversk katólska kirkjan hafi um þónokkuð skeið liðið af "kirkjusvimanum", það er að segja því að lifa utan hins raunverulega heims, heims okkar fólksins á götunni. Hún hefur sem og margar aðrar kirkjudeildir sem og autokefalískar (sjálfstýrandi þjóðbundnar kirkjur) svifið yfir hversdagsveruleikanum. Núna vill sennielga Benedikt XVI páfi endubæta tengingarnar og lyfta hversdeginum upp nær því er viðurkennt er í Páfagarði. Í flestum öðrum kirkjum hafa kirkjudeildir "lækkað flugið" og mætt fólkinu á þeirra forsendum. Páfagarður fer þvert öfugt að. Gaman að sjá hvort 12.-14. aldar aðferðafræðin virkar enn í dag.
Jæja, best að fara koma sér og vera ekki seinn á brautarstöðina... endilega skoðið hvða þeir eru að bralla þarna suður í Róm; þeir hafa meir að segja útbúið okkur litla skjásýn inn í sinn heim: www.vatican.va
Páfi kominn til Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.