Lítið traust meðal þjóðarinnar til Seðlabanka Íslands

Nema hvað?  Í frétt á www.visir.is stendur að fólkið (skoðanakönnun, hringt var í 800 manns, 91% aðspurðra svöruðu og tóku þátt) beri minna traust til Seðlabanka Íslands nú en áður. Samkvæmt þessari skoðanannakönnun eru niðurstöðurnar skýrar: 51,8% segjast bera lítið eða mjög lítið traust til Seðlabankans.

Þegar maður hugsar til samspils kosinna ráðamanna: þeirra er ráða gengi krónu, eða að minnsta kosti eiga að stýra áhrifsþáttum í gengi hennar og svo Seðlabanka Íslands, svífur á mann sú hugsun hvort það sé hagi þjóðarinnar best komið að hafa einskis virði gjaldmiðil? Hvers vegna höfum við Seðlabanka?  Væri ekki öllu betra að hafa bara hann í skúffu í Fjármálaráðuneytinu og spara svolítið við kostnað hvað yfirbyggingu embættismannaveldis varðar? Er hugsanlegt að innan Fjármálaráðuneytis geti verið lítil skrifstofa sem kallast "Myntslátta/seðlaútgáfa". Reikningar og reiknilíkön er þjónusta sem maður hreinlega kaupir af kunnugum á markaðinum?

money_2b

Hægt væri sömuleiðis að hætta þessari eindæmis vitleysu með aflóga stjórnmálamenn. Eru þeir svo afgirtir félagslega að þeir ráða ekki við að bara taka sín eftirlaun og draga sig í hlé, rétt eins og aðrir landsmenn gera. Verður að koma þeim, sumum lítt kunnugum í nútíma heimsviskipta- og hagfræði, fyrir á valdastólum (þar sem krafist er ábyrgðar) og örlögum manna er stjórnað?  Ég held að við séum á villugötum og höfum verið lengi. Ljóst er að leggja eigi niður Seðlabanka Íslands. Hann er óþarfur sem stjórnareining. Hann fer vel innan fjármálaráðuneytis. Þar yrði hugsað vel um hann og sérfræðingar látnir annast þá hluti sem ekki er hægt að kaupa annarsstaðar í frá. Hagstofan gæti sömuleiðis fengið þar með aukið hlutverk, þar sem talnafróðir starfsmenn gætu fengið nýja vinnufélaga úr gamla aflagða bankanum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband