24.4.2008 | 19:00
Rugluð málsframvinda
Það er vítt og breytt rætt hver í raun sé kröfugerð atvinnubílstjóra. Þar fara mörg orð um lítinn hlut. Í stuttu máli fjallar málið allt um kröfur atvinnubílstjóra sem lúta að tveimur þáttum:
a) Atvinnubílstjórar hafa alltaf verið ósáttir við hvíldartímakröfur og þar með hina akstursmælana (skífur settar í bílana til að kanna hversu lengi ökutækinu hefur verið ekið). Þeir telja hvíldartímaákvæðin vera bindandi fyrir sig og til mikils óhagræðis.
b) Þeir vilja lækkað olíuverð.
Atvinnubílstjórar vilja sem sagt vera hálf meðvitundarlausir af þreytu, akandi úti á mjóu vegunum okkar þar sem aðrir vegfarendur þurfa að vera á extra varðbergi því það gæti verið einhver útkeyrður atvinnubílstjóri á ferðinni. Lækka olíuverð. Tja, þeir hljóta að vera þeir einu sem eru þessum órétti beittir, að vera látnir greiða svona hátt olíuverð. Nei, elskurnar mínar, allur heimurinn líður fyrir hátt olíuverð. Það er ekki hægt að lækka það því OPEC ríkin dæla ekki nógsamlega mikilli hráolíu og stýra þannig verðinu að miklu leyti. Aðrar þjóðir dæla svo miklu sem þeir ráða við. Svo halda atvinnubílstjórar að þeir séu "beittir órétti". Hvaða grunnhyggni er þetta. Lesið blöðin, lesið ykkur til um hvernig olíuverð er saman sett og setjið ykkur heldur í samband við olíufélögin. Kannski þau gætu lækkað eitthvað vegna eigin álagningar. EN hættið fyrir alla muni að haga ykkur eins og óuppdregnum krökkum sem vita ekki hvenær þeir eiga að hætta!!!
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.