Stutt falleg saga á degi aldraðra (Uppstigningardegi)

Ásta er 81 árs. Hún á afmæli í dag. Enginn veit um það, en í dag hefur hún gert sérstaklega fínt. Með því að hún hefur sett lítinn dúk með ísaumuðum blómum í sumarlegum litum á matborðið sitt, hefur hún gert daginn lítið eitt örðuvísi. Hún hefur tekið fram frosna köku og kveikt á kaffivélinni. Græni stóllinn við stofugluggan bíður hennar eins og venjulega. Hún tekur með sér bolla með kaffi og hálffrosnu kökusneiðinni á disk og sest við gluggan. Úti leika börn í stórum hálftómum sandkössum af sandi. Ásta lokar augunum. Dagarnir hafa orðið svo margir. Hugsanir hennar bera hana hem til barndómsáranna. Litrík röð mynda, bjartra minningarbrota og henni finnst eins og hún þekki ylminn af nýsprottnu grasi, blómskrúði og hlýjan blæ á kinn. Ljósblár sumarkjóll, lágir skór, hvítir sokkar og band í hárinu. Nýtýndur túnfífill kítlar eyra hennar og safinn úr stilknum klístrar lítið eitt hárið. Hveru dýrðlegt er ekki að vera til. Hún kastar sér í grasið, á fagra foldina undir heiðum Guðs himni. Hún er svo undurlétt, létt eins og fjöður. Nei, ekki einusinni fjöður er svo létt. Hún hugsar til koddanna sinna, og hvernig dúnninn hefur stundum fest i hárinu hennar.

469-herbstaepfel

Það er hringt á dyrabjöllunni. Eða? Jú, hún er næstum því alveg viss, en hún á ekki von á neinum í veisluna sína, það komu engir lengur. Það var bara hún eftir, enginn kom lengur, það voru engir lengur til. Hún reisir sig og gengur fram til dyranna. Jú það var einhver þarna fyrir utan, hún heyrir raddir fólks. Hún oppnar dyrnar gætilega, vonarfull, hún finnur til beygs. Hún kíkir fram á ganginn. Um leið sér hún að dyr nágrannans lokast og raddirnar hverfa að baki dyranna.

Hún heyrir greinilega fólkið tala, þar sem það hafði komið sér fyrir í herberginu handan stofuveggsins hennar. "Þau komu ekki til mín" hugsar Ásta. "Ég heyri í þeim og sest bara aftur í græna stólinn". Hún sest í stólinn og drekkur smá kaffi og tekur smá köku. Henni finnst sem hún hafi félagsskap af fólkinu sem hún heyrir óminn af. "Ó, hvað þau tala!" hugsar hún glöð.  Svo verður Ásta þreytt, orðin frá gestunum byrja að verða fjarlægari og fjarlægari. Hún ákveður að draga sig í hlé, draga sig úr afmælisveislunni sinni. Það er gott að geta smogið svona burt án þess að eftir því sé tekið. Á náttborðinu standa túnfíflarnir hún týndi í garðinum í vatnsglasi.  Þeir hafa tekið að hengja haus, þei fá ekki rétta næringu, þeirra tíma er lokið. Á morgun hanga þeir örugglega niður frá barmi glasins. "Öllu er búinn einhverskonar endir" - segir Ásta og horfir á túnfíflana í glasinu áður en hún leggur sig á koddann. Hún lokar augunum og byrjar að upplifa friðinn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

Viltu hafa mig grenjandi yfir blogginu þínu??? Þoli ekki svona sorglegar sögur. Nógu slæmt að vita að margir séu einir svo ég lesi ekki um það líka.

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 2.5.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ha ha ha ....  nei fekk bara thessa hugmynd nuna i dag ad skrifa thessa sögu. Ekki aetlunin ad lata thig fa rafmagnsjokk af vatnsflaustrinum.  :)

Baldur Gautur Baldursson, 2.5.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband