Hræðsla, hræðsla, hræðsla

Það er klárt að Björn Bjarnason er ekki einn um að vera smeykur við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá Íslands. Allar þjóðaratkvæagreiðslur eru af hinu illa að mati stjórnmálamanna. Þeir greyin líklegast halda að í því að halda þjóðaratkvlðagreiðslu sé lýst vantrausti á þá sem kjörna fulltrúa þjóðar og lands. Því fer þó víðs fjarri. Ég tel að það að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu af og til t.d. um stærri málefni kannski á nokkurra ára fresti, sé af hinu góða. Hleypi fersku lofti í þjóðmálin, geri fólk samtímis meðvitað og áhugasamt um stjórnmál. Áhugasemi fólksins myndi svo gera það sem allir vilja: Hafa meðvitað og lifandi "demókratí".

Að vilja ekki þjóðaratkvæðagreiðslu er bara merki um hræðslu. Hræðslu við að eitthvað óhreint komin undan steinunum þegar við förum að velta fyrir okkur og stúdera stjórnmálin og kynna okkur í þaula athafnir stjórnmálamanna.   


mbl.is Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband