5.6.2008 | 06:30
Ráðhúsbruni í nótt
Jamm og það brennur og brennur... Slökkvuliðsmennirnir segja að logarnir hafi verið um 5 metra langir út um gluggana á þriðju hæð ráðhússins. Svo virðist sem vestri hluti hússins hafi skemmst mikið í eldinum sem herjaði á húsið frá því um tvö í nótt fram til að tókst að slökkva eldinn kl fimm í morgun. Húsið sem telst til einna af Stokkhólms merkari minnisvörðum um hin svokallaða "nationalrómanríska" stíl (eða sögurómantík) er byggt eftir teikningum og fyrirsögn Carls Westmans arkitekts. Bygging hússins hófst 1909 og var það svo til fullbúið árið 1915.
Húsið sem stendur á Kungshólmanum er fyrirmyndardæmi um velheppnada tilraun til endursköpunar á húsagerð stórveldistíma Svíþjóðar. Skemmdir eru taldar miklar og þriðja hæð i vestra hluta hússins gjörónýt sem og þakið. Vatns- og sótskemmdir eru sömuleiðis umtalsverðar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.