5.6.2008 | 07:41
Æji, verið ekki svona hörundsárir
Jæja, hvað nú! Í Danmörku hefur smáteikningum með skeggjuðum manni með túrban og sprengju í túrbaninum verið úhýst því múslimar vilja sjá spámanninn Múhameð í þessari teikningu. Þeirra vandamál! Núna virðist katólikkum hafa tekist að slást í hóp með öfgamönnum meðal múslima. Nú má ekki hlæja á Íslandi lengur. Mér verður hugsað til æruverðugs bróður Jorge í Nafni Rósarinnar, sem sá skrattan í öllum hornum ef brosviprur læddust fram hjá einhverjum.
Húmorsleysi trúarhreyfinga er alltaf vandamál samtímans. Ég man þó ekki betur en svo að virðulegur bróðir í Kristi, dr. Jakob Jónsson hafi einmitt skrifað um kímni og skop í Nýja testamentinu. Ef einhver hefur húmor, þá er það Guð.
Virðing fyrir því sem heilagt er þarf ekki að dvína þótt fólk getir hlegið og glaðst. Í engu er verið að hæðast að Guði, hinu heilaga sem okkur er svo kært. Ef svo er komið fyrir blessuðum katólikkunum að þeir geti ekki hlegið lengur, þá veit ég ekki hvað. Ég held meir að segja að páfinn hafi gert skoplega hluti... Í Guðs bænum, slakiði á! Brosið, hlæjið og verið glöð. Lífið er nægilega alvarlegt svo að maður þurfi ekki að hnykkja því endanlega af grafarbakkanum í gröfina.
Segja upp viðskiptum við Símann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Spurning hvort heittrúuðum sé sú hætta búin að svipta hið heilaga sjálfræði sínu með því að telja sig þurfa að verja það og einhver mörk sem við manneskjur setjum því í raun undir því yfirskini að við séum að setja okkur sjálfum og öðru fólki mörk í umgengni sinni við hið heilaga. Þá er hið heilaga orðið okkar eigin smíð, skurðgoð okkar, og það er í raun hið eiginlega guðlast. Spurning hvort sá heittrúaði geti ekki guðlastað rétt eins og sá sem trúir trauðla.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 5.6.2008 kl. 16:17
Stórvel mælt!!! Bravó
Baldur Gautur Baldursson, 5.6.2008 kl. 18:44
Nei það er ekki sama hver á í hlut og hver grætur hæst og næst okkur. Held reyndar að kristnir bræður og systur okkar í kirkjudeildunum kringum okkur séu orðin léttgrættari og hörundsárari en fólkið í frumsöfnuðum frumkirkjunnar á annari öld.
Baldur Gautur Baldursson, 6.6.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.