Dagur að kveldi kominn. Langur dagur þar sem sögurnar vefjast eftir því sem reykurinn frá sagnabálinu snýst um sjálfan sig og sameinar frasagnir og viðburði dagsins í einn sagnamökk. Eftir sæmilega viðburðaríkan dag hefur allt liðið safnast til síns heima. Fanna komin frá Örebro, Baldur út kirkjunni, Mikki frá Bredbyn og Eufemía, Twixter, Sonofon og Telia hvíla í búrinu sínu. Jamm þessi fjögur síðastnefndu eru altsvo dúfur, hláturdúfur sem ekki bara hlæja heldur hneggja, ropa og hálfmala eins og kéttir. Jamm svona er þessi fiðurfénaður sem Fanna og Jón Gunnar standa núna í að flytja inn til Íslands fyrir ærin útgjöld. Öll áhugamál kosta jú peninga. Ekki satt?
Dagurinn í dag var bara nokkuð rólegur. Mikið var af fólki í kirkjunni. Samkvæmt mælitækjunum okkar voru um 3800 manns i kirkjunni. Fyrir utan venjulega hámessu kl. 15:00 og messu á ensku kl. 18:00, höfðum við 2 skírnir, einar einkaskriftir og afturhvarfsmessu (fermingu) þar sem síðan var boðið upp á hnetutertu að hætti Nillu með rjóma, kaffi og te... Ferlega fínt. Sú sem var að fermast öðru sinni var kona 38 ára. Falleg athöfn þar sem ég fékk að sjá um þessa litlu einkamessu kl. 12:00 (þar sem fljótlega var um 90 manns - ferðamenn) hverjir tóku svo þátt í altarisgöngu og gerðu þetta mjög hátíðlegt með virðingu sinni fyrir athöfn og helgi hennar. Fyrir sjálfa ferminguna hlýddi ég skriftir eftir hinum gamla skriftaspegli kirkjunnar. Þetta var afskaplega yndislegt.
Þegar vinnudagurinn var búinn og ég kominn heim og gaf hláturdúfunum vatn og korn. Síðan hafa þær kurrað og skemmt sér ótæpilega í búrinu sem á að færa þær síðan til Íslands núna á miðvikudaginn í litla dúfnahúsið hans Jóns Gunnars bróður míns. :)
Jæja, Nú sitjum við og drekkum brennivín í kók og bjór og bara njótum kvöldsins. Í dag er búið að vera hlýtt í Stokkhólmi, eða um 28°C. Hitinn er kominn niður í 14°C og gott að sleppa in hlýja loftinu og rakanum í íbúðina :) Jæja, best að slútta núna. Ég, Fanna, Mikki og fylgjurnar okkar ætlum niður í bæ á morgun og stússa lítið eitt. Gaman!!!
Athugasemdir
Hellingur af tvífættlingum kringum tigí manns og annara dýra mynd.
Yndislegt í sólinni Njóttu vel og lengji.
Eigdu gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 9.6.2008 kl. 08:55
Takk :)
Baldur Gautur Baldursson, 10.6.2008 kl. 05:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.