Af litúrgískum litum kirkjunnar

Það er áhugavert að lesa tillögu sr. Sigurðar Árna, prests í Neskirkju í Reykjavík. Tillagan er sprottin sennilega af því að mörgum sem og sr. Sigurði Árna hefur þótt hinn fjólublái litur vekja upp dymbilvikutilfinningar eða föstutilfinningar og þannig ekki vera í samhljóm með vaxandi gleði komandi jólahátíðar og vaxandi ljósmagni nálægðarinnar við þá hátíð.

jkk0015 Hvítur hökull úr St. Jakobskirkjunni, 1932 

Það er skiljanlegt að svona komi upp hjá prestum. Í kirkjunni er miðað við leiðandi leiðbeiningar frá því á miðöldum, leiðandi reglur frá páfanum í Róm þess efnis að styðjast bæri við hreina ákveðna liti. Síðan festust þeir litir sem við notumst við í dag; rauður, hvítur, grænn, svartur og fjólublár og tengdust hver um sig hátíðum og tímabilum í kirkjuárinu. Raunar var sú "reglugerð" sett fram að gefnu tilefni þar sem ekki virtist vera nein stýring á litanotkun og flest allt gekk að nota. Vildi páfinn greinilega höfða til táknfræðilegrar og djúpsálarfræðilegra áhrifa litanna á kirkjufólk. Þannig tengdi hann hvítan lit kristshátíðunum, svartan lit sorg, rauðan lit heilögum anda og píslarvottum kristinnar trúar (fórnarblóðinu), grænn litur tengdist vexti og viðgangi meðan fjölublátt var blanda af rauðum og bláum, sem varð litur hinnar stilltu og djupu kristnu íhugunar. Gylltur litur var svo notaður af og til sem staðgengill hvíta litarins.

Almennt er litareglan:

Hvítur litur (eins hreinn og bjartur hvítur litur svo sem mögulegt er): Jól (jólatíminn til og med þrettánda dags jóla), skírdagur, Páskar (páskatíminn fram að hvítasunnu) og kirkjuhátíð. Annað: Hátíðir aðrar, skírnir (ef ekki er notaður litur þess kirkjuárstímabils sem er ríkjandi þá) og við útfarir barna. Rauður litur (hárauður): Annar dagur jóla (Stefánsdagur frumvotts), hvítasunna, þrenningarhátíð, minningardagar postula og píslarvotta kirkjunnar, allra heilagra messa, kristniboðsdagurinn. Fjólublár litur (dökkfjólublár): Notaður á föstunni og aðventu (notaður daginn eftir 1. í aðventu og fram til aðfangadags (hvítur litur frá og með aftansöng á aðfangadag jóla). Grænn litur (hreinn dökkgrænn): notaður á "sunnudögum eftir þrenningarhátíð" með fáum undantekningum og á sunnudögum eftir þrettánda dag jóla fram til föstu. Svartur litur: Föstudagurinn langi og við útfarir (minningarguðsþjónustur látinna).

jkk0001 Svartur hökull úr St. Jakobskirkjunni (framhlið), 1848.

Þekkt er að fólk gaf til kirkna sinna fögur klæði í öllum mögulegum litum og var það þá dýrleiki klæðanna og fínheit sem fengu að ráða því að þessar gjafir voru notaðar. Lengi vel vóru það rauðu höklarnir sem notaðir voru við helgihald á Íslandi og þótt viðar væri leitað. Þetta er litur sem passar sem stöðugildi allra annara lita og því praktískt at eiga einn rauðan hökul (sem passaði vel við antipendíum eða altarisklæði kirknanna). Einn slíkan notast ég stundum við í kirkjunni minni þegar ég hef verið með messur á "rauða" tímanum. Hann er frá 1773 og hefur haldið sér fjarska vel í gegnum árhundruðin. Hann hangir hér á herðatré bara svo að hægt væri að ljósmynda hann, en honum er pakkað inn í lín þess á milli hann er notaður og lagður í höklaskúffu.

 

jkk0007

 

 

 

 

 

 

 

 

Rauður hökull úr St. Jakobskirkjunni (bakhlið), 1773 

 

Ég held að fara þurfi verulega varlega í að breyta litum kirkjuársins. Að taka inn bláan lit er guðfræðileg spurning. Ekki bara hoppa út í djúpu laugina og innleiða bláa litinn. Þetta krefst guðfræðilegrar umfjöllunar og á að ræða á vettvangi guðfræðinga. Það er jú ástæða fyrir því að hann var ekki tekinn með þegar handbókin 1981 kom út.

jkk0016 Fjólublár hökull út St. Jakobskirkjunni (bakhlið), 1932

Að lokum: Það þarf að fræða almenning um litúrgísk klæði, skreytingar, tákn og sögu þessara hluta. Það skiptir ekki nokkru máli þótt við notum bleika, appelsínugula eða neongræna hökla ef við fólk veit ekki hvað þessi klæði, þessir hlutir standa fyrir. Upplýst fólk nýtur kirkjuferðar sinnar mun betur en hinir óupplýstu.

Og svo vegna þess að það við erum á kirkjuárinu komin in á sunnudaga eftir þrenningarhátíð læt ég einn af grænu höklunum fylgja með. Þessi er gerður árið 1967-8. Samtals er höklaeign téðrar kirkju mikill, eða um 26 höklar með "tillbehör" enda söguleg hefð til staðar fyrir virðingu, þekkingu og notkun þeirra.  Sannarleg gnægtarkista fyrir áhugafólk um textíl, handverk, saumalist og táknfræði.

jkk0010 (takið eftir litlu hjörtunum sem saumuð eru í efnið)

 


mbl.is Kirkjan skiptir litum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Er þetta kirkjan þín?

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 14.6.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Japp, hún er svo falleg og svo full af ró og heilagri nærveru 

Baldur Gautur Baldursson, 15.6.2008 kl. 12:52

3 Smámynd: Heidi Strand

Þakka þér fyrir þessa fræðslu og mikið eru höklarnir fallegir.

Ég ætla að geyma þessa færslu.

Heidi Strand, 15.6.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband