Guðs ríki er nærri

Stutt hlugleiðing samin eftirmiðdag fyrir Jónsmessu skírara. Hugleiðingunni verður flutt við "Heilandi messu" á fimmtudag í St. Jakobskirkjunni í Stokkhólmi.

Jóhannesarguðspjall 1:19-27.

Í dagatali kirkjunnar er að finna marga minningardaga dýrlinga. Margir þessara daga hafa tapa innihaldi sínu og oft stendur nafnið eitt eftir. Margir þessara daga eru sögulegir, hafa haft innihald sem stóð fólki nær en í dag, en flestir hafa þessir dagar horfið í tímans rás, og kannski best að það sé svo. Margir minningardagar kristindómsins eru vegna fólks sem látið hefur lífið fyrir trú sína, liðið hryllilegar þjáningar, verið hetjur vegna nafns Drottins á einhvern hátt. Ef við ættum að halda upp á alla minningardaga dýrlinga og píslarvotta, myndum við fljótlega verða leið á stanslausri hátíðinni, hversdagurinn hverfa og flugeldasýningin sem haldin væri hvert kvöld yrði leiðgjörn og illa séð.

Hátíðisdagur var þó í kirkjunni minni núna um eftirmiðdaginn í dag, þar sem nokkrir safnaðarmeðlimir úr koptísku kirkjunna (frá Egyptalandi) báðu um að fá að syngja nokkra sálma, kveikja á nokkrum kertum og láta brenna smá reykelsi í keri meðan á bænagjörðinni stæði. Þetta myndi taka 30 mínútur. Við þessu var auðvitað orðið. Ég slökkti á reykskynjaranum í kirkjuskipinu og gaf þeim þann tíma sem þau þurftu. Fyrir þessu fólki, koptunum mínum, er aðfangadagur Jónsmessu á sumri, fæðingardegi Jóhannes skírara Sakaríjassonar. Það var gaman að fylgjast með þessari athöfn og að lokum gáfu þau mér lítinn kross að gjöf frá Egyptalandi.

Ein vitur manneskja sagði einusinni að í raun væru ekki til þau orð í orðaforða okkar manna sem gætu mögulega lýst dýrð Guðs, eðli hans og visku. Að hann væri í raun of stór og mikill að við, manneskjur, ættum þess kost að skilja heilagleika hans. En önnur manneskja sagði að þetta væri vonlaust; að reyna að útskýra Guð með orðum. Best væri að segja að ljósið, það væri skuggi Drottins Guðs. Í Fyrsta Jóhannesarbréfi stendur þó að Guð sé kærleikur. Í raun segir það mér allt. Ég þarfnast ekki fleiri orða, ekki fleiri skýringa; Hann er Kærleikur. Auðvitað er að finna fleiri titla fyrir Guð í Bibíunni; hann kallast friðarhöfðingi, konungur konunga, skapari, herra, faðir, dýrðlegur, heilagur, Guð...  Eftir að hafa lesið um alla þá titla sem hann hefur getur maður vart annað en upplifað sig sem ógnarlítinn. Svo lítinn að erfitt er að skapa tengingu við hann, við duftsins synir og dætur.

Hvernig getum við frætt um hann, hvernig getum við boðað hann? Maður verður svo lítill eitthvað í samanburði við "skuggan af eilífu ljósi og dýrð Drottins". Manni finnst maður vera óverðugur, syndugur, skítugur og einskis virði. Hvað er ég? Er ég nokkuð annað fyrir augum Guðs en sandkorn á ströndu?  Hvað er ég að Guð skuli minnast mín? Eða eins og sálmaskáldið segir í áttunda Davíðssálmi "hvað er þá maðurinn, að þú minnist hans, og mannsins bar, að þú vitjir þess?"

Till einmitt þessara, til okkar manneskja miðaði Jóhannes skírari orðum sínum: Verið viðbúin. Hann kemur til þín, því að þú ert honum kær, þú skiptir máli og Guð vill leiða þig, samkvæmt því sem hann hefur lofað, til eilífs lífs með honum. Það er einmitt þetta sem er höfuðatriði trúarinnar: Fyrir Guði skiptir þú máli, hvernig þú ert meðhöndaður/meðhöndluð, hvenrig líf þú færð og hvernig þú vinnur úr því. Við erum öll jafnmikilvæg sem börn hans. Við erum kannski sem sandkorn á ströndu, en hvert og eitt okkar þekkir hann með nafni og kallar á okkur. Hverju og einu okkar hefur hann ætlað hlutverk. Hann, faðir okkar himneskur, elskar okkur nákvæmlega eins og við erum. Hann lyftir okkur úr duftinu og segir: Þú, ert einstakur/einstök rétt eins og þú ert. Verkefnin sem okkur eru falin eru misjöfn, en öll jafn mikilvæg til að hið himneska takmarkið megi nást.

Ég hef oft sagt að ég hafi hitt marga engla á ævinni. Margir þessara tilheyra minni fjölskyldu, vinum, eða fólki sem ég hef kynnst á ævinni, eða hverra verk ég hef séð. Orðið engill merkir sendiboði eða boðari. Í orðum, í verkum og lífi okkar eigum við að vera boða Guðs náð, kærleika, fyrirgefningu og umburðarlyndi. Enn slíkur boðberi var Jóhannes, kallaður skírari. Hann kom í heiminn til að vittna um um þann sem koms skyldi. Hann hvatti fólk að gera "afturhvarf"  til trúar og lífs með Guði, því Guðs ríki væri nærri. Aldrei hefur Guðs ríki verið nærri, en einmitt nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband