Geir Haarde! Við erum svöng!

Íslenskir námsmenn erlendis, sem taka námslán*, eru núna að falla úr hor. Vinveitt fólk er farið að leggja mat í litlar þar til gerðar fötur sem námsmennirnir mega vitja í skjóli myrkurs.  Á meðan er fólk sem á garða farið að setja smekklása á jarðgerðartunnur og kör í von um að íslensku námsmennirnir haldi sig frá matarleyfum og hálfrotnuðu grænmeti sem þar á að jarðgerast.

Við námsmenn sem tökum námslán líðum eðlilega mikið fyrir hvernig ríkisstjórn Geirs Haarde hefur skipulega unnið að því að lækka gengi íslensku krónunnar. Möguleiki að fá greitt (án þess að það rýri sjálfa námslánagreiðsluna) í erlendri mynt, t.d. danskri krónu eða sænskri er ekki fyrir hendi. Við getum ekkert gert okkur til bjargar, skuldum vafin sem við erum.

Ferillinn sem gerir að námslánin okkar verða einskis virði er sá að fyrst greiðir LÍN (Lánasjóður íslenskra námsmanna) út lán til okkar inn á ráðstöfunarreikning okkar í einhverri íslenskri fjármálastofnun. Þangað sækjum við svo peningana okkar, látum millifæra þá (gegn kostnaði) yfir á ráðstöfunarreikning okkar í því landi sem við erum að læra í. Þarna breytast mína krónur í sænskar en eftir að bankinn hefur tekið þjónustugjald, ríkisstjórnin ákveðið gengi sem er 1 SEK =13.95 IKR.  Þannig verða mínar íslensku krónur einskis virði. 

Geir Haarde, forsætisráðherra!  Við erum svöng! 

 

(* Á raunveruleikafirrtum vöxtum og enn brjálaðri endurgreiðslum)


mbl.is Evran yfir 130 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er allt að fara í rugl með þessi lán

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband