1.9.2008 | 07:52
Hvílíkur prólóg til Íslandsferđar!
Ég lít nú yfir vinnuborđiđ mitt og bara styn! Allir ţessir pappírar, rusl, óskilgreint pappírsflóđ, skipulagt kaos: Stundarskrár, lykil og lausnarorđ á háskólavefina, skráningarblöđ, ljósmyndir, hjónavígslubókanir, skírnareyđublöđ, nýjar skólabćkur, síminn, hleđslutćki, kortageymslan, CD-ar, heftari, umslög úff.... of langt mál ađ telja upp! Í miđjunni er litla ljósiđ frá börnunum mínum Magdalenu og Nikulási sem ég fékk í jólagjöf fyrir rúmum ţremur árum. Ljósiđ sem var í er fyrir löngu brunniđ, en ég set alltaf nýtt og kveiki á ţví á hverjum degi og hverju kvöldi ţegar ég er heima og gćti ljóssins. Lítiđ leiđarljós, bćnaljós fyrir börnin mín.
Á morgun fer ég til Íslands í stutta heimsókn. Ţađ er langt síđan ég var á Íslandi síđast. Ţađ mun hafa veriđ í febrúar sem ég leit ćttland mitt augum, elskulega fjölskyldu og börnin mín. Of langur tími. Ég er ađ reyna núna ađ koma skipulagi á nćstu daga hér í Svíţjóđ. Skólarnir eru byrjađir og geri ég ţví ráđstafanir vegna ţeirra tíma sem ég verđ ekki viđstaddur viđ. Fékk frí í kirkjunni ţessa daga. Tek í stađinn vinnu ţegar ég kem heim aftur til Stokkhólms. Reyndar vann ég tvöfallt í gćr til ađ vinna af mér tvo daga í nćstu viku. Ţađ verđur gott ađ komast frá ţessu öllu í nokkra daga og smjúga inn í hversdaginn á Íslandi, góđa Íslandi. Hlakka óumrćđanlega ađ geta bara sest niđur á fallega ćskuheimilinu mínu og notiđ góđa kaffisins heima og veriđ međal ţeirra sem eru mér svo kćrir.
Ţađ er eins og náttúran sé ađ undirbúa mig undir Íslandsferđ, ţví hérna var kallt í morgun og gjóla. Íslenskt veđur... eller hur! Í CD spilarnum er Sarastro ađ syngja í Töfraflautunni. Trú, kćrleiki, einlćgleiki, sannleiki, fyrirgefning - ađ vera manneskja! Um gildi ţess ađ vera manneskja. Hvílíkur yndislegur texti. Hiđ sammannlega, breyskleikan og umburđarlyndiđ. Kćrleikan sem hver manneskja skal bera til annara. Agape! eins og ţađ stóđ í grískunni! Hvílikur prólóg til Íslandsferđar!
Fékk bréf frá gömlum vinum í Danmörku, Birthe og Kay í umliđinni viku. Ţau spurđu mig hvort ég vćri ekki til í ađ senda ţeim myndir af fjölskyldunni og sérstaklega börnunum mínum. Ţetta er svo ljúft og gott fólk. Alltaf senda ţau gjafir á afmćlumog jólum til krílanna minna. Ég sendi ţeim svo myndir ţegar ég kem heim aftur frá Íslandi. Svona fólk eru burđarstólpar samfélagsins. Talandi um vini og vinskap. Ég var ađ vinna í kirkjunni í gćrkvöldi. Gestur ţar kom til mín og spurđi mig hvort ég vćrir ekki Baldur, Íslendingurinn? Ég jánkađi ţví. "Jú" sagđi hann "ţú ert prestur frá Íslandi - kannski ţekkir ţú gamlan og góđan vin minn frá Íslandi, Kristjan Boooooooason?" Jú, sannarlega kannast ég viđ gamla kennarann minn sr. Kristján Búason, grískudósent! Viđ spjölluđum alllengi saman og sagđi hann mér margt skemmtilegt. Kannski fór svo vel á međ okkur ţví báđir vorum viđ jú útlendir, hann Ameríkani og ég ţađ sem ég er. Ósköp getur heimurinn veriđ lítill! Jćja, best ađ halda áfram međ tiltektina hér. Sjáumst Ísland!
Athugasemdir
Vona ađ viđ sjáum ţig sem fyrst aftur. Yndislegt ađ fá ţig heim, ţótt ekki hafi veriđ nema í nokkra daga.
Fanney Dagmar Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 08:38
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.