17.10.2008 | 09:21
Jarðskjálfti í Svíþjóð
Svo hristist líka jörð í Svíaríki sem í öðrum löndum. Þetta sá ég í morgunsjónvarpinu. Skjálfti upp á nærri 3 á Richter-skala skók mildilega jörð í Norðurbottninum á fimmtudagskvöld. Þetta er sjaldgæft hér í Svíþjóð þótt þjóðin hafi fengið að prufa stærri skjálfta. Okkar maður Reynir Böðvarsson var spurður um orsakir og eðli skjálftans.
http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=147&a=841013
Alltaf gaman þegar maður sér Íslendinga nefnda í jákvæðu sambandi í fréttum. Ekki oft sem það gerist núna um þessar mundir. En nú fengu Svíarnir smá skjálfta, þótt vægur væri. :) Bestu kveðjur til skjálftalandsins norður í Dumbshafi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.