Á Ísland framtíð fyrir sér sem skattaparadís?

Ég var að lesa á þýskum fréttavef ummæli þýska fjármálaráðherrans Peer Steinbrueck. Honum finnst vera kominn tími til að svissneskir bankar létti hluta af þeirri þagnarskyldu sem þeir lofa viðskiptafólki sínu sem og gefi eftir hluta þeirrar viðskiptaleyndar sem hvílt hefur yfir peningasummum sem færðar eru á bankareikninga í Sviss.  Hann er súr kallinn sá, hann Pétur Steinbrú. Það er erfitt að vita af miklum peningum í hönum granna þíns þegar þig vantar sárlega fjármagn sjálf(ur). 

Sviss hefur verið sérstakt í Evrópusögunni allt síðan það byrjaði að formast og fá landamæri í lok 13. aldar og þá er ríkið var sjálfstætt 1499. Sem dæmi um hversu sérstakt landið er þá fengu t.d. konur í kantónunni Alpenzell Innerrhoden ekki kosningarrétt fyrr en 1990. Þetta var áþvinguð ráðagerð því konurnar voru ekkert að biðja um þessi "mann"réttindi. Þetta er ævintýraland með meiru. Svo til ósnortið af fjármálakrísu síðustu vikna. Og af hverju má maður spyrja?

Fiorino_1347Gullflórínur (slegnar 1252 to 1533)

Hagkerfi og stjórnarkerfi Sviss er með þeim hætti að landið hefur gulltryggt á alla vegu. Skattaparadís fyrir erlenda fjármagnseigendur sem leggja fé sitt (hvaðan sem það er komið, peningar eru jú alltaf peningar) hefur Sviss verið síðan venjuleg bankaviðskipti hófust og voru þeir snemma með í þróun bankakerfisins sem við þekkjum í dag, en á í raun rætur sína að reka til Medici fjölskyldunnar í Flórens á 15. öldinni. Medici fjölskyldan áttaði sig fljótlega á því í viðskiptum sínum með matvöru, vaðmál og dýrari austurlenskar vörur, að óþarfi væri að senda peninga hingað og þangað um Evrópu. Þetta var of hættusamt. Fjármununum var stolið og fólk var drepið fyrir flórínurnar sem fluttar voru landa á milli. Settu þeir á fót banka sem ábyrgðust greiðslur með bréfum. Nokkrir bankar voru vel stæðir með gull, silfur og bronsmynt og var þessum komið fyrir á viðskiptalega mikilvægum stöðum s.s. í Sviss. Greiðslubréf voru send fyrir vörum og voru greiðslubréf þessi trygging fólk fyrir útgreiðslu eða inngreiðslu í þessum fjárhirslum, bönkum.

Svisslendingar sáu svo að þeim var hagur af því að láta mikið fé liggja í sínum bönkum og þannig gátu þeir annast beiðnir sumra stærri viðskiptavina um fyrirgreiðslu. Til að freista fjármagnseigenda lækkuðu þeir eða afnámu skatta og gjöld og tryggðu viðskiptavinum sínum nafnleynd og þögðu yfir hversu miklir fjármunir fundust í fórum þeirra.

Þetta kerfi ásamt hinni frægu bankahólfaþjónustu bankanna, hefur gert að Sviss er sjálfstætt ríki. Það gat verið hlutlaust í báðum heimstyrjöldunum og þannig notið "ávaxtanna" af kjánaskap og testósteronflippi stjórnmálamanna síðustu tíma.

Yfir þessu kerfi Svisslendinga ærist nú fjármálaráðherra Þýskalands, líklega fullur af öfund.  Ekki skrýtið að löndin umhverfis Sviss hafi oft siglt í siðferðilegt strand og ekki kunnað fótum sínum forráð. Þessi lönd hefðu betur farið að ráði Sviss.  :)

Bestu kveðjur frá, Stokkhólmi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

Ein svona gullflórína myndi gleðja mig mikið núna :) 15-20 milljónir ;)

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 10:01

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

:) mig líka....

Baldur Gautur Baldursson, 25.10.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband