31.10.2008 | 08:54
Hugleiðing á allra heilagra messu (þýðing fyrra innleggs)
"Engill" eftir Selmu Jónsdóttur (mömmu mína) - Keramik l.23cm x b.18cm x d.13cm
Matt. 6:19-23.
Á laugardaginn er allra heilagra messa. Það er þá að fólk snýr sjónum sínum inn á við, og nokkurskonar sjálfsskoðun fer í gang. Fólk horfir tilbaka og skoðar hið liðna. Sjálf allra heilagra messa hefur fengið hálf sorglegt þema; dauðinn er hylltur, á sérstakrar áherslu á vonina, sem er kristninni svo eiginleg. Varla er heldur minnst á upprisuna. Samt er það eitthvað sem heillar við þennan dag. Líklega er það þetta tækifæri að hefja sjálfsskoðun, sem vekur áhuga minn.
Allra heilagra messa er minningardagur, sem og allra sálna messa sem kemur svo í kjölfarið 2. nóvember. Við minnumst allra þeirra dýrðlina sem ekki hafa fengið neinn sérstakan messudag, sem og allra píslarvotta kristninnar, sem eru margir frá fornu fari og síðast en ekki síst þeirra er láta líf sitt fyrir trú sína í dag. Þeir eru fleiri en okkur grunar.
Ég á mína dýrðlinga, sem ég virði og sýni lotningu gegnum bæn, samtal og ég umgengst þá. Þetta eru ekki hinir þekktu dýrðlingar sem við þekkjum úr kirkjusögunni, þótt þeir séu eflaust alls góðs verðir. Nei, mínir dýrðlingar eru lifandi, þeir anda sama súrefni og ég og þeir eru af holdi og blóði. Þeir eru meðal okkar.
Ég þekki þá, þar sem þeir standa í einkennisbúningunum sínum og taka þakksamlega við peningum til starfseminnar, meðan aðrir dýrðlingar annast sjúka og einmanna. Enn aðra þekkjum við af því að það eru þeir sem hringja í þig, þegar þú hefur ekki lengi verið þar sem þú átt vana að vera. Það er þetta fólk sem yfirgefur gæði heimsins og ró heimilisins fyrir þann sem þarfnast nálægðar, aðstoðar af einhverju tagi eða öryggis. Meðal þessara er fólkið sem hefur helgað sitt líf því að vera til fyrir annað fólk og þannig lifa sína trú. Meðal þessara hversdagsdýrðlinga er "Mamma Shadis", einstæð móðir í Æsufellinu.
"Það er líklega best að ég komi svolítið fyrr til vinnunnar í dag, þar er örugglega einhverjum sem seinkar vegna ísingar og klaka" hugsaðir mamma Shadis. Mamma Shadis er einstæð móðir með einn son, Shadi. Hún á að fara í vinnuna á morgun, rétt eins og alla aðra daga og hún leggur fram fötin sem hún ætlar að nota. Það er svo mikið sem gerist núna; sonurinn hefur beðið um peninga, hann vill fá ný föt og hann hefur byrjað að umgangast vini sem hún veit ekkert um. Hún leggur nokkra þúsundkalla á eldhúsborðið, brýtur því næst umhyggjusamlega saman fötin hans sem liggja tvist og bast um forstofuna. Shadi er henni allt, han er sonur hennar og pabba hefur hann aldrei átt. Hún hefur bara verið mamma Shadis í augum allra, nafnlaus og ósýnileg.
Henni verkjar í kroppinn. Streita síðustu daga yfir því táningslífi sem Shadi lifir, hinum óþekkta vinahópi hans og svo streitunnar sem hún upplifir á vinnustaðnum. Hún er alltaf svo þreytt þegar hún kemur heim, útslitin og þráir ekkert meir en að leggjast í rúmið, en það eru bara draumar, því það þarf að þvo þvott, búa til mat, strauja, þrífa... það er í raun ekki einusinni tími fyrir drauma. Shadi sonur hennar lifir þar að auki lífi sem hún skilur ekki. Lífi sem væri óhugsandi í heimalandi hennar, Írak. Í fimmtán ár, er hún búin að vinna í þjónustuhúsi fyrir aldraða.
-
Býtíð! Hún er ein þeirra fáu sem taka strætó. Nokkrir sem þar standa hafa sagt "Daginn" - en hún hefur forðast að mæta augnaráði þeirra. Sérstaklega karlmannanna. Í öllum veðrum hefur hún staðið þarna í biðskýlinu í sinni gömlu vetrarkápu og leitast við að vera ekki fyrir fólki, reynt að vera ósýnileg og falla inn í heildina.
Þegar til vinnunnar er komið tekur á móti henni Óskar næturvörður. Hann hefur greinilega sofið yfir sig. "Daginn Fatíma" segir hann. Hann veit ekki hvað hún heitir, heldur bara kastar fram því sem hann heldur að sé rétt þann daginn. Það var hann sem sýndi henni áhuga á fyrstu og einu árshátíðinni sem hún hefur farið á. Hann hafði verið drukkinn. Hún horfir feimnislega mót honum en gengur síðan inn í starfsmannaherbergið og skiptir um föt og gengur síðan inn til hálfsofandi næturvaktarfólksins.
Elísabet, forstöðukonan stormar inn. Hún virðist þreytt. "Við erum einni færri í dag" segir hún "Sigga Dísa hringdi og sagðist ekki koma. Hún er veik. segir hún með þótta. "Fjórða skiptið í mánuðinum. Hún hringdi úr farsímanum sínum!" Elísabet fer út. Mamma Shadis heyrir fótatak hennar fjarlægjast, síðan staðnæmast og loks koma til baka. Elísabet stingur inn kollinum; "Á meðan ég man: Steinþóra gamla á herbergi 13 dó í nótt. Ég trúi ekki að neinn komi - hún var jú einstæðingur og hálfgeðill. Getur þú ekki litið eftir herberginu, ef einhver skyldi nú koma." Elísabet hverfur jafnskjótt og hún kom. Um leið og mamma Shadis týnir saman bolla og diska eftir næturvaktina heyrir hún bíl Elísabetar. Það vælir í köldum mótornum. Framljósin kasta láréttum geisla inn um gluggann eina örskotsstund og hverfur svo jafnskjótt.
Mamma Shadis gengur fram ganginn. Hún staðnæmist dyrnar. 13. Steinþóra Guðlaugsdóttir. Hún opnar dyrnar og það er kalt í herberginu. Gluggar hafa verið opnaðir. Hún setur sig á stól sem stendur hliðina rúminu. Á náttborðinu standa blóm sem staðið höfðu í matsalnum daginn áður. Steinþóra lá á rúminu og hafði verið insveipt í lín. Dauðinn var ekki framandi mömmu Shadis. Þegar hún fór frá Írak... þá voru ofsóknartímar. Hún hafði skilið allt eftir....
Hún teygir sig upp og tekur eitt blóm úr vasanum og leggur á brjóst Steinþóru. Augu hennar og Steinþóru höfðu oft mæst, þær höfðu hlegið saman og skilið það sem enginn hafði skilið í farin hvorrar annarar. Nú var Steinþóra dáin. Mamma Shadis lokar augunum. Hún merkir nærveru Steinþóru.
Það var sem að í hjarta hennar fæddust orðin. En þetta voru orð engils. "Kæra Amina, þú sem varst útlendingur í nýju framandi landi, ÞÚ hefur þjónað mér af trúmennsku, heiðarleika og gleði. Mínir minnstu hafa notið alúðar þinnar og óskilorðsbundins kærleika. Laun þín munu verða ríkuleg. Þú hefur skaða nálægð þar sem nálægð var ekki að finna, þú hefur vakið ljós í lífi hverra ljósið hafði slokknað. Þú ert lifandi dýrðlingur, ljósberi vonar og lifandi fyrirmynd. Guð hefur blessað þig.
-
Ef til vill er til einhver Amina. Kannski stendur hún fyrir þá mörgu sem eru eins og hún. Allavega vona ég það. Amina, þótt tilbúin af mér, stendur fyrir nútímadýrðlinginn. Dýrðlinga sem við skulum minnast núna á allra heilagra messu og ekki síst, allra sálna messu. (BGB)
______________
ps. dýrlingur ætti í raun að skrifast með "ð"; dýrðlingur. Hann er ekki "dýrlegur" heldur "dýrðlegur" sem um leið skírskótar til hins himneska.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:01 | Facebook
Athugasemdir
Satt hjá þér Baldur. Dýrðlingarnir okkar eru lifandi og á meðal okkar.
Falleg myndin sem fylgir, af fallegum engli eftir fallega konu :)
Fanney Dagmar Baldursdóttir, 1.11.2008 kl. 01:09
Já og sannarlega eina af bestu dýrðlingum okkar tíma. Dýrðling sem við elskum svo mikið. Takk bestust, þú ert svo fín Fanna mín (ojj þetta rímaði he he )
Baldur Gautur Baldursson, 1.11.2008 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.