Það virðist sem allir viti betur en við sjálf. Hvað var það sem við skyldum ekki?

Ég leyfi mér að vitna í orð norska hagfræðingsins Harald Magnus Andreassen: 

Ábyrgðin vegna íslenska efnahagshrunsins liggur fyrst og fremst hjá bönkunum, ríkisstjórn, Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og Alþingi. Þetta segir norski hagfræðingurinn Harald Magnus Andreassen, hagfræðingur hjá norska verðbréfafyrirtækinu First Securites, en hann hefur kynnt sér íslensk efnahagsmál.

Þessar stofnanir samfélagsins eru ábyrgar með einum eða öðrum hætti. En ekki venjulegt fólk, Jón og Gunna,“ segir Andreassen.

 ___________

Þá kemur spurninga/tékklistinn:

1) Hverjir sitja í og stýra Seðlabankanum í dag?  Svar: Þeir sömu og stýrðu honum inn í fjárhagskreppuna.

2) Hverjir sitja á Alþingi í dag?   Svar: Þau hin sömu og stýrðu landinu inn í frjárhagskreppuna.

3) Hverjir sitja í Fjármálaeftirlitinu í dag?   Svar:  Þeir hinir sömu og leyfðu bönkum og verðbréfamörkuðum að sigla inn fjárhagslega svartholið óáreittum.

 

... og hvað ætlar þjóðin að gera í þessu?   Svar: Ekkert. Það er sama þrælslundin og venjulega.


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sænsku, dönsku og norsku greiningardeildir bankana þar vissu þetta fyrir löngu.

Svíar voru fyrstir af öllum að vara við Íslandi opinberlega, og þá hótaði Davíð að Íslenska Ríkið myndi fara í mál. Eitthvað hefur gert það af verkum að hann lét ekki verða af því.

Íslendingar lifa í eigin heimi. Nú er ég komin heim aftur til Svíþjóðar eftir 2 og hálft ár og var þar áður búin að búa í Svíþjóð síðan 1988.

Íslenski Sjálfstæðisflokkurinn á toppnivo, líkist meira mafístarfsemi enn að þeir séu að stjórna landi.

Þetta er þrælaeyja Sjálfstæðisflokksins. Og mun halda áfram að vera það...

Óskar Arnórsson, 3.11.2008 kl. 07:46

2 Smámynd: Heidi Strand

Það eina sem við getum gert í stöðinni er að losa okkur við allt þetta fólk sem komu okkur í þetta.

Heidi Strand, 3.11.2008 kl. 08:15

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er ekki komin time á vopnaða byltingu? Mér sýnist það á öllu..

Óskar Arnórsson, 3.11.2008 kl. 08:45

4 Smámynd: A.L.F

Heidi, hvern ætlar þú að fá til að stjórna ríkinu þegar við erum búin að losa okkur við þessa ráðamenn?

Afsprengi ráðamanna eða? það er ekki um marga að velja, hingað til hafa fáir komist að í þessari klíku nema tilheyra gamla genginu síðan í gaggó/framhaldsskóla eða vera sauðsvart afsprengi eldri ráðamanna. Eina leiðin til að losa okkur undan spillingunni væri að afsala sjálfstæði landsins og afhenda það landi þar sem spillingin hefur verið upprætt. Og ekki er það fýsilegri kostur . 

A.L.F, 3.11.2008 kl. 09:15

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það þarf að setja á þjóðstjórn með fólki sem veit hvað það syngur og hafði ekkert með strandið að gera. Þegar hún er komin, er hægt að fara í uppbygginguna.

Villi Asgeirsson, 3.11.2008 kl. 10:46

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Rétt hjá Villa! Það þarf ekki nema heilbrigða skynsemi til að stjórna svo litlu landi.

Það er amerískur forstjóri búin að bjóðast til að stjórna þessu landi í kaffirtímanum sínum.

Vona bara að tilboðið standi enn. Við gætum boðið honum umm á ókeyðis kaffi og rúnstykki í staðinn. Hann er algjörlega hlutlaus og er ekki með neinar fræmdur og fræmkur að kljást við.

Aulabárðakynslóðin ræður ríkjum núna, enn það kemur að því að fólk með bæði samvisku og vit kems að í stjórn..

Óskar Arnórsson, 3.11.2008 kl. 11:06

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég held, eins og ég hefi oftsinnis bent á. Að senda beri Alþingi heim í 2 ár. Á meðan kalli forseti Íslands saman hóp fræðimanna, kunnáttumanna í verslun, iðnaði, heilbrigðisþjónustu, lögreglu, milliríkjarétt, umhverfissmálum, náttúrufræðing  ... og láti þessa grúppu fræðinga stýra landinu í 2 ár.  Síðan verði kosið að tveimur árum liðnum ferskt og nýtt fólk sem vill gera eitthvað gott fyrir landið.  En aðeins verði kosnir 43 þingmenn. Aldrei aftur verið þingmenn líka ráðherrar, nema forsætisráðherrann.

Baldur Gautur Baldursson, 3.11.2008 kl. 12:33

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

A.L.F: Baldur Gautur svarar þessu alveg stórsnjallt. Spilling er ekki upprætt í neinu landi. Það sem er að á Íslandi er að háttsettasta fólk trúir því í raun og veru að það sé engin spilling fólgin í því að vera með góðs samböns eins og spilling er kölluð á Íslandi, rannasaka sín eigin börn er tilkynt si sona í beinni útsendingu af dómsmálaráðherra til saksóknara sem veit líka að með að taka við þessu verkefni braut hann íslensk lög.

Það er engin hörgull á fólki með vit til að stjórna. Það er bara þannig að valdafíklar slást svo heiftarlega að komast í valdastóla, þó þeir viti síðan ekkert hvað á að gera þar þegar þeir eru búnir að fá völdin.

Þingmenn og ráðherrar eru í stjórn fyrirtækja á Íslandi og þykir ekkert athugavert. Það getur að sjálfsögðu bara skeð á Íslandi og virkilega hráum og vanþróuðum spillingarlöndum.

Smákóngaveldi og hofðingjarugl er enn við lýði á Íslandi. Það gerir Íslendinga afar vanþróað land og að sjálfsögðu þegar þessi litli hópur er búin að jánka hverju ruglinu á fætur öðru sem stórum sannleika, þá er það sannleigur, þangað til einhverjum útlendingi ofbýður og fer að blanda sér í okkar mál.

Að senda heim Alþingi í 2 ár, er frábær hugmynd. Launalaust, því flestir hafa fyrirtæki og annað sem þeir geta lifað af.

Mér finnst vanta komment og að heyrist meira í Forseta Íslands við aðstæður eins og ríkir núna. 

Óskar Arnórsson, 4.11.2008 kl. 05:05

9 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Vel mælt Óskar!   Getur þú kannski útfært þetta með íhlutun forseta Íslands í framtíðarframvindu mála!  Þetta er eitthvað sem mér finnst að við ættum að skoða!  Skapa enn eitt hlutverk handa forsetanum, þeim sem á að vera "fremstur meðal jafningja".  :)

Baldur Gautur Baldursson, 4.11.2008 kl. 10:29

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll Baldur Gautur! Takk fyrir það. Forseti þarf að grípa inn í við svona aðstæður og hafa til þess fullkomnar heimildir.

Það hlýtur að vera hroðalegt fyrir gamlan stjórnmálamann sem skilur ferli alls sem er að ske, kannski betur enn almúginn, að gera ekkert! Eða geta ekkert. Hann getur farið fram á að rjúfa þing enn það er nú eiginlega forsætisráðherra sem á að biðja Forseta um þetta.

Þetta gerir vald Forseta afar óskýrt. Jafnvel í Stjórnarskránni sem er  í sambandi eins og, ráðherrar bróta á henni hver um annan þveran, og saksóknari, t.d. með að rannsaka syni sína!

Hann kannski vill ekki í sviðsljósið svona rétt áður enn hann hættir. Enn þarna hefði átt að heyrast í Forseta skýr skipun um breytingar.

Ég er hræddur um að við séum á bólakafi í stærsta glæpamáli Íslandssögunar og það séu svo margir virðulegir menn innblandaðir, að það verður þaggað niður. Ísland er hauslaust með þetta stjórnsýslufyrirkomulag eins og það er.

Þessi ameríski forstjóri alþjólegs risafyrirtækis í USA meðð starfs menn næstum jafnmarga og allir íslendingar heyrði af vandræðunum okkar. Hann bauðst til að stjórna Íslandi og koma þvví á rétta kjöl, og gæti hann gert það í kaffitímanum eða á 45 mínutum 5 daga vikunar. Þetta er nú ekki stærra eða flóknara enn svo.

Það er með ólíkindum hvað þarf af fólki til að stjórna og þetta er útkomman! Sömu menn og sem stýrðu öllu í kaf, eiga að bjarga málunum.

Þú segir nokkuð "fremstur meðal jafningja"! Það verður að vera hægt að kjósa einn og einn mann í ólíkar stöður. Sama hvar í flokki þeir eru. Þetta flokkakerfi eru hálfgerð trúmál. Af hverju ekki gefa Forseta meira vald og skyldur gagnvart Íslandi? Er ekki asnalegt að sýna erlendum fjölmiðlum Ingibjörgu Sólrúnu gefa peninga til palestínuhryðjuverka, og síðan nokkrum mánuðum seinna er landið svift fjárræði?

Ég fór til Svíþjóðar 1988 einmitt vegna verðbólgu og vitleysu sem var í gangi á Íslandi. Keypti einmitt hús í Svíðþjóð á versta tíma og svo hrundi allt eins og spilaborg. Útlandskuldir voru um Billion SEK og Ríkið varð að setja peninga inn í bankanna. Eina leiðin úr þessu var að gerast meðlimur í ESB! Og Svíajarnir keyptu það.

Núna heyrir maður sömu taktíkina og sömu orðin á Íslensku, fórum í ESB og verðum rík upp á nýtt eins og Svíjar voru mataðir með á sínum tíma. Þeir væru betur staddir í dag án aðildar.

100 milljarðar færðir úr landinu 15 mín áður enn KB banki er tekin yfir! Það er engin handtekin því málið er í höndum saksóknara sem á að rannsaka málið til að athuga hvort þetta sé lögreglumál. Fært beint inn á órekjanlega reikninga og á 10 mínutum er hægt að dreifa þessum peningum um allar jarðir. Engar skýringar eru um færsluna.

Kannski var þetta eign einhvers og kannski var þetta stuldur. Enn reglur eru brotnar með sjálfri færslunni. Bankaeftirlit á Íslandi er ónítt. Réttarkerfið er eign toppráðamanna og spillt samkvæmt því. Það voru stór mistök að fara í IMF og taka úr sambandi fullt af möguleikum, held ég. Þó þarf það ekki að vera, kannski eina leiðin til að gera Davíð óvirkan.

Óheiðarleiki hjá embættismönnum þykir ekkert mál! Ekki heldur hjá Ríkistjórn! Bara það gerir þetta land að algöru undralandi spillingar, stómennskubrjálæðis og roluskapar hjá allri þjóðinni að láta þetta viðgangast.

Það þarf að setja tímatakmörk hversu lengi menn mega vera í stjórnarstöðu. Þessir "atvinnupólitíkusar" er skemmdarvargar, útbrunnir og kolruglaðir. Veruleikafirrtir og hafa ekki innsýn í einföldustu mál.

Hvað var það síðasta sem Bender, yfirmaður greiningardeildar Glitnis sagði áður enn Ríkið tók yfir allt saman. "Ef við fáum ekki peninga hjá Seðlabanka á viðundi vöxtum, munu allir banka á Íslandi flytja úr landinu".

Mér sýnist þeir hafa gert það. Skildu bara húsnæðið og mublurnar eftir.   

Óskar Arnórsson, 5.11.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband