Færeyingar stórasta þjóð í heimi

"Ber er hver að baki nema sér bróður eigi" er máltæki sem nú sannarlega hefur fengið nýtt líf og ekki bara það, heldur hafa bræður okkar Færeyingar sýnt okkur að máltækið er ekki bara orðin, heldur hafa þeir gætt þau lífi.  Færeyingar hafa stórt hjarta og hafa sýnt Íslendingum í verki að þeirra kærleikur er ekki bara orðin tóm. Nú hafa þeir boðið okkur 5,5 milljarða króna sem GJÖF, að það megi verða Íslendingum til hjástoðar. 

Þetta göfuglyndi Færeyinga á sér enga hliðstæðu í íslenskri sögu.

Þá þykir mér rétt  nú að færeyski atvinnurekandinn sem vill gefa Íslendingum þessar 5 500 000 000 milljónir króna fá þegar í stað stórkross fálkaorðunnar. Einhver fín gata í Reykjavík verði nefnd eftir Færeyjum og að ungum Færeyingum verði veitt frítt aðgengi að öllum skólum á Íslandi, flugvallarskattar verði afnumdir af flugi frá Færeyjum, svo eitthvað sé nefnt.  

Takk Færeyingar!  Stórasta þjóð í heimi.  

http://www.olivant.fo/?lg=55595 


mbl.is Vill gefa Íslendingum 300 milljónirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tek undir með Baldur með flugvallaskattinn. Þeir þurfa oftar en ekki að lenda á Egilsstöðum út af þoku í Færeyjum.

Haraldur Bjarnason, 2.11.2008 kl. 18:04

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þeir eru flottir Færeyingarnir og sannir frændur.

Sigrún Jónsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband