3.11.2008 | 14:04
Ferðalög til þróunarlanda ódýr núna - Ísland efst á listanum
Mér bara fannst ég þurfa að deila þessari jákvæðu frétt með ykkur heima:
Í sænska blaðinu Metro ritar blaðakonan Brita Svedlund um Ísland sem ódýran valkost þegar skreppa á í stutta ferð til útlanda. Í grein hennar (Metro, mánud. 03.11.2008, s.22) segir í léttri þýðingu minni:
Krónan fellur og umheimurinn verður dýrari, en núna hefur Metro sniffað fram þau lönd sem hafa orðið ódýrari í kjölfar efnahagsumbrotanna. Til dæmis hafa Suður-Afríka og Tyrkland orðið vinsælir áfangastaðir og svo síðast en ekki síst Ísland, sem nú verður að teljast "lá-budget eyja".
Heimurinn hefur orðið æ dýrari fyrir Svía. Þetta hefur gerst eftir að bandaríski dollarinn hefur hækkað um 25% gagnvart SEK, thaílenski bahtinn 22% og núna kostar 34% meira að kaupa kínverskt yuan en það var fyrir fjárhagshrunið. Það er kannski huggun harmi gegn að núna getur maður flogið til Íslands, borða og versla ódýrt, þar sem íslenska krónan hefur tapað 36% af verðmæti sínu gagnvart sænsku krónunni. Þetta sést þegar krónurnar eru bornar saman eins og staðan var við upphaf árs 2008 og síðan núna í vikunni.
Flestir Svíar spyrja hvort fyrir hið fyrsta að þora að ferðast til Íslands, en við segjum fólki að nú sé lag að fara til Íslands og gera reyfarakaup, kaupa jólagjafirnar og dressa sig upp, segir Irene Mölleborn hjá fyrirtækinu Íslandsferðum. Icelandair lokkar nú fólk til landsins með tilboðspakka upp á 3 385 SEK (um 55 000 ISK) þar sem innifalið er flug og þrjár nætur á fjögurra stjörnu hóteli.
Sá sem ætlar að fara til Íslands kemur að eiga í erfiðleikum að kaupa gjaldeyri hér í Svíþjóð. Hin brauðfóta gjaldmiðill Íslands er svo óstöðugur að myntskiptifyrirtæki þora ekki að kaupa inn íslensku krónuna. Maður veit hreint ekki hvers virði hún er. Fólk er því hvatt till að skipta frekar bara á Íslandi, nokkru sem Íslendingar gera með feginshendi.
Listi yfir lönd sem hagkvæmt hefur orðið fyrir Svía að ferðast til:
Island -36%; Suður-Afríka -24%; Tyrkland -14%; Ástralía -13% og Nýja-Sjáland 12%
Listi yfir lönd sem óhagkvæmara hefur orðið fyrir Svía að ferðast til:
Japan +51%; Kína +34%; Bahamaeyjar +29%; USA +25%; Jórdanía +25%; Egyptaland +24%; Thaíland +22% og Dóminíkanska-Lýðveldið +18%
Þá er það spurningin, hvernig spilum við Íslendingar úr þessari auknu eftirspurn. Höldum við verðinu niðri heima á Íslandi og aukum veltuna í samfélaginu með heimsóknum útlendinga eða byrjum við að hækka verðið og eyðileggja þessa nýkomnu veltu, innkomu erlends gjaldeyris og bestu auglýsingu í fleiri ár? Heyrði að Geir Haarde ætlaði að skera þessa vaxtarbólu á púls núna fljótlega með hækkun verðs á áfengi! Líklega tekst ríkisstjórninni að drepa þennan vaxtarbrodd með einhverri aðferð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.