Hættulegar eldspýtur

(mynd)

Ég keypti fyrir nokkrum mánuðum nokkra eldspýtustokka af tegundinni Europa Hölzer (sjá mynd). Þessar eldspýtur eru vandmeðfarin vara. Þegar kveikt hefur verið á eldspýtunum, brennur brennisteinninn svo fljótt að hann nær ekki að lífga loga í sjálfri tréspýtunni. Blossinn hverfur næstum svo skjótt sem hann hefur lifnað.  Takist manni á annað borð að fá loga að festast í spýtunni, brennur hún illa.  Brenni spýtan á annað borð brotnar oft fremsti hluti eldspýtunnar oft af. Í þeim hluta er oft glóð sem svíður sig í tré, brennir gat á vefnað og teppi. 

Af fenginni reynslu datt mér í hug að vara fólk við þessari tegund eldspýtna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ert þetta ESB andáróður hjá þér

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 4.11.2008 kl. 03:49

2 Smámynd: Bumba

Velkominn í bloggvinahópinn. Með beztu kveðju.

Bumba, 4.11.2008 kl. 07:42

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Kannski má segja að eldspýturnar séu tákngervingur Evrópubandalagsins.  Takk fyrir innlitið!  

Baldur Gautur Baldursson, 4.11.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband