Sameinumst gegn óréttlætinu

Hefur þú heyrt að stjórnmálamenn hafi reynt að komast hjá því að segja sannleikann um einhverjar stjórnarathafnir?

Hefur þú heyrt einhvern stjórnmálamann ljúga beinlínis að þjóðinni?

Hefur þér fundist siðleysið fara hreinlega úr böndunum hvað varðar fjármálastjórn landsins?

Hefur þú merkt hroka stjórnmálamanna í þinn garð?

Blöskrar þér bruðl stjórnmálamanna á skattpeningunum þínum?

Hefur þú heyrt að stjórnmálamenn hafi ekki viljað svara fyrir hlutabréfaeign sína í ónefndum fyrirtækjum?

______________________

Því miður hef ég getað svarað "já" við öllum spurningum.  Hvað með þig? 

Ég hvet alla landsmenn að svara óréttlætinu sem þeir eru beittir. Hvet þá að krefjast afsagnar bankastjóra og bankastjórna allra banka í landinu, ríkisstjórnar, bankaeftirlits og alþingismanna. Sameinast um málstað þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Heyr, heyr

Sigrún Jónsdóttir, 4.11.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Lifandi neisti vonar í hjarta hins ófrjálsa, er eitt hið hættulegasta sem til er. 

Baldur Gautur Baldursson, 4.11.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er óskaplega sárt að sjá í hvaða stöðu er búið að koma þjóðinni í. Nú eru gjaldrot smáfyrirtækjana og einstaklingana að byrja. Nú er hér hvergi vinnu að fá.

Þjóðin hefur kosið í mörg ár yfir sig í góðri trú "Íslenska Thatcherismann" alveg eins og þjóðverjar kusu í góðri trú yfir sig nasismann. Nasistarnir börðust þar til yfir lauk og létu þjóðin fylgja sér inn í dauðann.  "Íslensku Thatcheristarnir" berjast enn og þjóðin stendur á öndinni, orðin æru- og auralaus.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 17:57

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Vel mælt Friðrik!  Nú hlýtur mönnum á borð við prófessor Hannes Hólmstein að verða illt í maganum þegar "íslenski Thatcherisminn" er ekki starfhæfur í míkróefnahagskerfinu Íslandi.

Baldur Gautur Baldursson, 4.11.2008 kl. 18:08

5 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

Mikið rétt, maður svarar "já" við öllum spurningunum.

En þú gleymir alveg að minnast á spillinguna. Mér hefði aldrei dottið í hug að það væri svona mikil spilling á Íslandi. Saklausa ég :s

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 21:25

6 Smámynd: Heidi Strand

Svarið var já við öllum spurningum.
Það eru þrír flokkar sem bera ábyrgð á þessu.

Heidi Strand, 4.11.2008 kl. 22:23

7 Smámynd: Tiger

Jú nú er sannarlega kominn tími á að einhverjir toppar fari að axla ábyrgð og taki pokann sinn! Sannarlega vil ég sjá umbyltingu í bæði stjórnmálunum og stjórn seðlabankans - það er löngu tímabært að nota hreinsiklúta og sterk sápuefni á þessi bákn þar sem spilling og rotnun hefur fengið að grassera árum saman.

Knús og kram á krepputímum og þakka þér innlit og spor á síðunni minni!

Tiger, 5.11.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband