13.11.2008 | 07:28
Bravó herra Ólafur
Það er ljóst að þá er embættismenn, alþingismenn og aðrir starfsmenn þjóðarinnar ekki standa sig eða hreinlega eru ekki nægilega skýrmæltir á alþjóða vettvangi, verðum við að treysta öðrum til verksins. Því er eðlilegt að sá sem stjórnmálaþekkinguna hefur og er nægilega skýrmæltur geri það sem hann getur: Herra Ólafur Ragnar, forseti Íslands
Við höfum fá góð spil á höndum. Staða okkar er afskaplega bág. Því er brýnt að spilað sé rétt út þeim spilum sem við þó höfum og herra Ólafur Ragnar gerir einmitt það núna. Hann sér að það er verið að svelta okkur í fjármálaumsátri fyrrum vinaþjóða okkar. Umsátrið hefur staðið nógu lengi svo að þjóðin ætti að skilja að þessum umsátursher er alvara. Að við sendum út bréfdúfu með skilaboð til fjarlægra vina um að koma og aðstoða okkur, er rétt, skylt og okkar eina von.
Látum því bullið í Evrópubandalaginu sem er núna að nota þumalskrúfurnar á okkur lönd og leið og leitum aðstoðar hjá Rússum, Kínverjum og hverjum þeim sem vill liðsinna okkur. Það er vont val til vina.
Mikið fjallað um ummæli forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.