13.11.2008 | 09:31
Ekki sérstaklega stómannlegt af frændum okkar!
Ein ríkasta þjóð í heimi, sú sem talin hefur verið okkur skyldust, hefur nú sett fyrirvara um aðstoð við Ísland. Þar með setur Noregur sig á sömu skör og Evrópusambandið. Skilyrðislaus kærleiki er ekki til hjá Norðmönnum, og því verðum við að telja þá okkur fjarskyldari en blessaða Færeyingana sem allt gott vilja okkur, nú þegar við erum komin á hnén.
Norðmenn af öllum hafa brugðist okkur og sett fyrirvara á vinskap sinn gagnvart Íslandi. Þeir voru í stöðu að aðstoða bróður í vanda, en létu hjá leiða að gera það! Minnumst þess!
Minnumst þess líka að Evrópubandalagið gerir ALLT til að knésetja okkur enn frekar. Minnumst þess þegar við tölum um AÐILD að því fjölþjóðaskrímsli.
Lána Íslandi með fyrirvara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bíddu, bíddu... hver kom okkur í þessa aðstöðu? Norðmenn? Evrópubúar? Nei Íslendingar sjálfir. Við komum okkur í þetta og við skulum koma okkur úr þessu. Fínt ef einhver vill hjálpa en það er spurning hvort Norðmenn t.d. eigi ekki að hjálpa okkur á sama hátt og við hjálpum fátækustu þjóðum Afríku: kenna þeim að hjálpa sér sjálfir = senda hingað fólk sem getur kennt okkur að lifa eins og fólk.
Fanney Dagmar Baldursdóttir, 17.11.2008 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.