Forseti Íslands mokar skítinn fyrir alþingis- og embættismenn

Forseti Íslands virðist hafa farið mikinn með sendifulltrúum erlendra ríkja nú fyrr í vikunni. Í sænska fréttablaðinu Metro [bls. 15; 13.11.2008] segir að forsetinn hafi sett út á meðal annars Svíþjóð í sambandi lítil eða engin viðbröð og aðstoð vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Hér er greinin eins og hún birtist í Metro:

Olafur036

Í greininni segir:  Skuldsatt Ísland: Svíþjóð svikari

Forseti Íslands reiður - vill að landið "leiti nýrra vina".

Ísland er búið að taka upp stríðsöxina mót Svíþjóð og öðrum svikurum sem hafa ekki brugðist við alvarlegu efnahagsástandinu á Íslandi.   Á föstudag skammaðist herra Ólafur Ragnar Grímsson í Svíum vegna sinnuleysis þeirra og annara landa á hádegisverðarfundi.

Að Norður-Atlandshafssvæðið sé mikilvægt Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Bretlandseyjum virðist vera staðreynd sem þessi lönd líti gersamlega framhjá, er sagt að herra Ólafur Ragnar hafi sagt á téðum hádeigisverðarfundi. Orð forsetans virtust koma sendifulltrúum í opna skjöldu og var þeim brugðið við, er haft eftir norska sendifulltrúanum.

Af Norðurlandaþjóðunum voru það einvörðungu Norðmenn og Færeyingar sem hafa boðið hjálp sína. Til og með hafa Færeyingar boðið Íslendingum enn frekari aðstoð, nokkuð sem forsetinn lofsamaði.

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt segir í samtali við Metro  að hann hafi vissan skilning fyrir hinni íslensku óþolinmæði. Kveðst hann skilja að biðlund Íslendinga sé takmörkuð, því vandinn standi þeim nærri og því hafi han skilning á því sem sagt hafi verið um téðan fund forsetans og sendifulltrúanna.

Forsetinn bauð Rússum að koma og nýta gamla NATO setuliðsstöðina í Keflavík.  Sagt er að rússneski sendiherran hafi brosað, en sagt nei takk, er haft eftir Klassekampen sem kynnt hefur sér skýrslu utanríkisráðuneytisins norska.

IMF lánið sem Ísland átti að fá upp á 2,1 milljarð dollara var tilbúið til afhendingar þegar þann 24. október, en formlegt ákvarðanataka hjá IMF hefur dregist.  Fleiri löng, með Bretland í fararbroddi, krefjast að Ísland geri fyrst upp skuldir sínar til sparifjáreigenda í Evrópusem töpuðu einnig fjármunum sínum þegar íslensku bankarnir hrundu, er haft eftir Financial Times.

greinin á vefsíðu Metro:

http://www.metro.se/se/article/tt/2008/11/12/islandfinanskris_webb/index.xml


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband