14.11.2008 | 13:00
Mér blöskrar hræsnin, siðleysið og fyrirlitningin
Hvernig getur þetta fólk sýnt á sér andlitið eftir að hafa gert grein fyrir ofurlaunun núna á hrakningargöngu þjóðarinnar? Mér þykir að fólk þurfi að vera siðblint og gersamlega úr öllu samhengi við kjarastríð og ástandið eins og því er lýst nú, bæði heima og erlendis. "Íslendingum getur ekki verið sjálfrátt" sagði kunningi minn hér í Stokkhólmi, þegar ég hafði þýtt þessa frétta um launakjör "nýju" bankastjóranna.
"Bíddu við" spurði hann "er þetta ekki landið sem sveltir námsmenn sína erlendis, getur ekki greitt fólki út af bankareikningum sínum og kvartar síðan og kveinar yfir illri meðferð IMF og Evrópubandalagsins?"
"Það er greinilegt þegar maður sér þetta að stjórnvöld eru að ljúga að ykkur og heiminum um efnahagsástandið. Enginn borgar svona laun þegar allt er í neyð og volæði" sagði kunningi minn að lokum.
Laun Elínar Sigfúsdóttur 1.950 þúsund á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Hroki og veruleikafirring þessa fólks er yfirgengileg
Sigrún Jónsdóttir, 14.11.2008 kl. 13:16
Sæll.
Það er nefnilega það,hvernig getur það sýnt á sér andlitið ?
Ég er engu nær.
Kærleikskveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.