Hvaða lausn er í því að banna vændi?

Margar þjóðir hafa nú tekið til við að banna vændi með lögum, gera það refsivert að kaupa og þar með komið af stað enn verri vítahring. 

Með því að gera vændi saknæmt, er verið að skapa undirheimaveröld sem mun efla um allan mun ólöglega neðanjarðarstarfsemi og þrælastarfsemi undirheimaklíka og mafíuvelda.  Þetta mun þannig tengjast eiturefnaneyslu og sölu á fíkniefnum og hverfa frá hinum "þekkta" heimi hversdagsins. Öryggi þeirra sem selja líkama sinn, eða réttara sagt nota líkama sinn sem atvinnutæki, munu líða fyrir óöryggi og réttleysi gagnvart lögum og ekki njóta neinnar lagaverndar. 

Er ekki betra að þessi elsta starfsgrein heimsins fái að vera til á yfirborðinu, leyfa mannlega virðingu fyrir heiðvirt starf, gefa þessu fólki sem starfar á sviði vændis heilbrigðisþjónustu, tryggingar og öryggi.  Með því að fela vændið, hverfur það ekki. Það mun alltaf vera til. Það er mitt mat að mannréttindum og mannvirðingu sé betur skýlt og varið gegn því að fela þessa starfsgrein ekki.

 

 


mbl.is Vændið verði ólöglegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Ef verið væri að tala um þrælahald - sem er nú álitið vera mannréttindabrot víða í heiminum, en ekki allstaðar - liti skoðun þín svona út:

Með því að gera þrælahald saknæmt er verið að skapa undirheimaveröld sem mun efla aðra glæpastarfsemi. Staðreyndin er sú að öll glæpastarfsemi sem þú taldir upp sem mundi þá tengjast vændi gerir það nú þegar - í gríðarlegu magni.

En mér sýnist vanta mikilvægan þátt í þetta hjá þér - það er ekki verið að gera konur í vændi réttlausar, þvert á móti - það er verið að gera karla sem kaupa vændi - og þá einstaklinga sem græða á vændi annarra - ábyrga.

Svo fer verulega í taugarnar á mér þessi gamla klisja - elsta atvinnugrein í heimi. Bull. Eins og manneskjan hafi ekki stundað aðrar atvinnugreinar en vændi í árdaga.

Halldóra Halldórsdóttir, 21.11.2008 kl. 10:52

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Fyrirgef mér þetta með "elstu atvinnugrein heimsins".  Fer samt ekki ofan af því að þessi mun hafa komið snemma fram á sjónarsviðið.  Þrælahald verður ekki upprætt með lagasetningu. Það tíðkast hjá því fólki sem hefur okkur framnandi sýn á mannvirðingu, réttlæti og rétt.  Mannvirðing er ekki til hjá því fólki sem hneppir annað í ánauð/þrældóm. 

Svo er það annað sem ég vil gera athugsasemd við.  Það eru ekki bara konur sem hafa lífsviðurværi sitt af vændi. Karlmenn líka. Þeirra sýn er ekki eins framandi á starfið og kvennanna og eru þeir oft skör lægra settir en en starfssystur þeirra.

Það sem ég vil með orðum mínum benda á er að ég er ekki það veruleikafirrtur að ég viti ekki að vændið mun fylgja mannkynininu svo lengi við þrömmun á jarðarkringlunni.  Því finnst mér rétt að tryggja þessum systrum og bræðrum rétt og svo mikið öryggi sem mögulegt er. Þetta er áhættustarf, það vitum við. Því vil ég búa þessari starfsgrein réttaröryggi svo að þessi starfsemi þurfi ekki fara undir jörðina og hverfa - því í því liggur stærsti hluti óöryggis þessa fólks og óréttið.

Baldur Gautur Baldursson, 21.11.2008 kl. 11:31

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Seint mun ég sjá vændi sem virðingarvert starf!

Skil ekki þessa umræðu með að það sé "elsta starfsgreinin" og allt það. Eru ekki bara perrar sem leigja sér mellur til að riðlast á sem vilja sjá þetta sem "virðingarvert starf" eða "starfsgrein" á annað borð?Það eru .eir sem sjá sér mestann "hag" í að fá útrás í svona umræðu. 

Ég sem hélt að smalamennska væri mun eldri grein en vændi. 

Fyrr vill ég sjá systur mína á atvinnuleysisbótum en vera mella! 

Segi bara eins og er.

Ólafur Þórðarson, 21.11.2008 kl. 15:17

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Systir þín verður eflaust glöð að heyra það!  

Baldur Gautur Baldursson, 21.11.2008 kl. 15:26

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sannarlega félagi!

Ólafur Þórðarson, 21.11.2008 kl. 16:21

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þegar ég fluttist til Danmerkur fyrir mörgum árum þá var ég sömu skoðunar og þeir sem nú vilja banna vændi. Umræður í Danmörku snéru skoðun minni á einni kvöldstund. Það var umræðuþáttur í DR 1 með nokkrum fullorðnum dönskum konum, "socilapedagogs",  að ræða vændi og hvort ætti að banna það eða ekki í Danmörku. Niðurstaða umræðnanna var að það ætti ekki að banna vændi með lögum.

Rökin voru í fyrsta lagi að þeir sem stunduðu vændi væri það löglegt þá gætu þeir leitað aðstoðar lögreglu og lækna kæmi eitthvað upp á. Eins var þessu fólki boðið upp á reglulega læknisskoðum sem þá félli niður.

Í öðru lagi að frá félagslegu sjónarmiði þá leysti vændi meiri vanda en vændið skapaði. Vissuleg skapar vændið vandamál í samfélaginu sögðu þær en þau félagslegu vandamál sem vændið leysti hjá þeim sem keyptu þessa þjónustu það væru miklu meira virði. Vandamálin sem vændið leysti, þau vandamál bitnuðu annars á fjölskyldum viðkomandi, konum og börnum, með einum eða öðrum hætti.

Eins og þessar dönsku konur ræddu þessa mál á þeim tíma þá var það með þeim hætti að ég einfaldlega skynjaði að þessar konur vissu hvað þær voru að tala um. Ég trúði þeim þá og ég trúi þeim enn.

Ég held að það sé mjög varhugavert að banna vændi með lögum. Vændi heldur áfram þó það sé bannað með lögum. Það eina sem breytist er að réttarstaða þeirra sem það stunda versnar verulega. Þetta fólk getur ekki lengur leitað til lögreglu og lækna. Hverjir hafa hag að því? Svarið liggur í augum uppi. Perrarnir og þeir sem eru að selja þetta fólk sér til framdráttar, berja það og svívirða. Misnotkun á þessu fólki mun bara aukast verði sett lög sem banna vændi.

Það sögðu dönsku konurnar hér í "denn". Ég held tilveran hafi lítil breyst síðan þá.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.11.2008 kl. 22:02

7 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

"Í öðru lagi að frá félagslegu sjónarmiði þá leysti vændi meiri vanda en vændið skapaði. Vissuleg skapar vændið vandamál í samfélaginu sögðu þær en þau félagslegu vandamál sem vændið leysti hjá þeim sem keyptu þessa þjónustu það væru miklu meira virði. Vandamálin sem vændið leysti, þau vandamál bitnuðu annars á fjölskyldum viðkomandi, konum og börnum, með einum eða öðrum hætti."

Friðrik, ertu að segja að þegar karlar geta óheftir keypt sér aðgang að líkama kvenna þá komi það í veg fyrir að þeir nauðgi konum og börnum? Erum við enn stödd í Gamla Testamenntinu eða meðal Talibana þar sem karlar gera konur ábyrgar fyrir kynhvöt sinni? Ef karlar hafa ekki óheftan aðgang að kynlífi þegar þeim hentar þá sé voðinn vís? Ég hef ekki svo lítið álit á körlum.

Halldóra Halldórsdóttir, 21.11.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband