22.11.2008 | 21:26
Messa heilagrar Sesselju - 22. nóvember
Í kvöld ætla ég að venju að setjast niður stinga geisladiski í DVD-spilarann og hlusta á Messu heilagrar Sesselju eftir Joseph Haydn. Þetta hef ég gert nú í a.m.k. 8 ár. Heilög Sesselja er að gamalli kirkjuhefð verndardýrðlingur tónlistarinnar í kirkjunni. Minningardagur þessa dýrðlings er 22. nóvember er sömuleiðis afmælisdagur minn. Mér finnst þetta passa svo vel því kirkjutónlist er mér hugleikin og kær.
Hef þetta stutt blogg í kvöld - því ég þarf að undirbúa messu fyrir morgundaginn. :) Góða nótt hrelldi heimur!
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:27 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið, Baldur Gautur minn. Vona að kvöldið verði ljúft
, 22.11.2008 kl. 21:32
Takk takk :)
Baldur Gautur Baldursson, 23.11.2008 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.