Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það

Ég var að lesa blogg Ólínu Þorvarðardóttur ttp://olinathorv.blog.is/blog/olinathorv/entry/741256/ og fannst ég knúinn að leggja nokkur orð hér inn á mitt blogg. Ólína hefur á réttu að standa.  Það versta er að Íslendingar eru ekki vanir að segja frá þegar þeim misbýður. Ástæðan er hein og einföld:  Allir eru spilltir.  Sama hvert litið er, allir reyna að svíkja út peninga.  Bankarnir gera það löglega en siðlaust, einstaklingar ólöglega því þeir eiga ekki kost á öðru.   Þannig er Ísland.  Það er búið að eyðileggja sýn Íslendingsins á heiðarleika. Hvað herrarnir hafast að, hinir halda sér leyfist það!   Með fordæmi stjórnvalda hefur þjóðin séð að það er ekki til neins að vera heiðarleg. 

Sýndarsiðfræði stjórnmálamanna og háttarlag i fjölmiðlum þegar þeir hálfkæfðir í bindishnútunum sínum reyna að segja eitthvað "formlegt" annað hvort á slæmri kanselísku eða svo vitstolnu málfari að engum skilst orð eða meining af því sem þeir segja. Þessu fólk lærist aldrei að ljúga að þjóðinni. Lygin er svo gegnsæ og þjóðinni misbýður meir og meir þar til þeirri stund er náð að fólkinu, þjóðinni stendur hreinlega á sama.  Hjónin sem leikið hafa séð með kennitölur og verið í fyrirtækjaleik eru kannski holdgervingar þess samfélags sem stjórnmálamenn hafa unnið hvað ötulast að að skapa.

Ráðumst að grunni vandans ekki að afleiðingunum bara.  Slökkvum eldinn, en komum í veg fyrir frekari bruna!


mbl.is Next og Noa Noa aftur í eigu sömu hjóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Sammála

, 12.12.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

"Allir eru spilltir. Sama hvert litið er, allir reyna að svíkja út peninga."

Hvað áttu við með "allir" þarna?

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 14.12.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband