Ekki gaman að vera Íslendingur

Nú er það svo að gengi íslensku krónunnar hefur ekki verið skráð í rúma fjóra mánuði. Svona leit gengisskráningartaflan út hjá einum gjaldeyrismiðlara á Strikinu í Kaupmannahöfn þann 31.12.2008 kl. 13:35.  EKki gaman að vera Íslendingur.   Crying 

 

DSCF1814

Vesældómi íslenskra stjórnmálamanna er að þakka þetta. Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu og Ríkisstjórn (og Alþingi sem vinnur fyrir ríkisstjórnina) kann ég engar þakkir. Mér fannst eins og stolt Íslendingsins hyrfi skyndilega þegar ég sá þetta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er dapurt

Hólmdís Hjartardóttir, 12.1.2009 kl. 19:12

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Var að horfa á Robert Vade í Kastljósinu, hann spáir öðru hruni á vormánuðum og að örbirgðin verði orðin áþreifanleg í haust.  Hann sér engin merki um að stjórnvöld eða seðlabanki séu að bregðast rétt við vandanum.

Sigrún Jónsdóttir, 12.1.2009 kl. 20:18

3 Smámynd:

Ég held að því miður hafi Robert Vade rétt fyrir sér. Lengi getur vont versnað.

, 12.1.2009 kl. 20:43

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er dapur vitnisburður um "Íslenska efnahagsundrið" sem auglýstur er með þessum hætti víða um veröld.

Í stjórnsýslunni hefur enginn verið kallaður til ábyrgðar og misst vinnuna frá því bankarnir hrundu. 

Almenningur hefur hins vegar verið kallaður til ábyrgðar og yfir tíu þúsund manns misst vinnuna frá því bankarnir hrundu.

Þetta er Ísland í dag.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.1.2009 kl. 21:25

5 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ísland í dag!  Já, hryggilega Ísland í dag!  

Baldur Gautur Baldursson, 12.1.2009 kl. 22:48

6 identicon

Baldur, mér þykir það miður ef að þjóðarstoltið þitt hverfir með peningakerfinu.  Þetta peningakerfi er það sem að ég var og er síst af öllu stoltur af við að vera Íslendingur.   Þetta breytir því engu um það hvað ég er stoltur af að vera íslendingur!

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband