15.1.2009 | 10:42
Tragikómík að hætti Geirs Haarde!
Það er litið sorglegt að sjá hvernig Ísland er að hverfa út af korti þeirra sem láta sig viðskipti og efnahagslíf varða í hinum stóra heimi. Það er talað um efnahagslegt eftirsjálfsmorð. Hér á fólk við með því orðinu að íslenska efnahagskerfið var þegar komið að fótum fram. Náðarhöggið reiddi svo ríkisstjórnin á Mikjálsmessu í haust. En einhverjum hefur ekki þótt bitið úr nálinni og rekum kastað svo ríkisstjórn Geirs Haarde ákvað að halda veislunni áfram og berja á sjálfu líkinu, íslensku efnahagslífi.
Einhvern hefði sagt hér áður fyrr að þetta væri ljótt, illa gert og fólskulegt. Ég tek undir það! En þjóðin er sátt, Alþingið er sátt, fjármálastofnanir eru sáttar, Geir og Davíð eru sáttir. Enginn gerir neitt nema sér lífsandann fjara úr þjóðarvitundinni. Hvernig má þetta vera. Það koma gjarnan upp sterk orð hér á blogginu sé ég þegar ég les blogg annarra. Fólkið er ýmist hatursfullt, beygt, lamað, úrræðalítið - vonlaust.
Það setur sorg að hjarta mínu að sjá hvernig ríkisstjórn Geirs Haarde hefur farið illa að ráði sínu. Fallið frá málssókn á hendur Bretum, haldið uppi sýndarvörnum, farið bak við þjóðina og sannarlega brotið niður baráttuþrek þjóðarinnar. Ég leyfi mér að taka upp gamla lummu sem ég hefi áður rætt hér fyrir margt löngu á blogginu mínu og aðrir hafa byrjað að hreyfa máls við: Utanþingsstjórn. Stjórn sem ekki er setin neinum af þeim sem sitja nú.
Aðrir hafa af hreinum hug nefnt stjórnlagaþing, þjóðstjórn og slíkt. En sá galli er þá á gjöf Njarðar að þá sitja áfram þeir sem leiddu íslensku þjóðina í gröfina. Við verðum að hreinsa út það fólk sem hefur skapað þá óreiðu og ólgusjó sem þjóðarskútan er í. Hún hefur þegar fengið á sig marga brotsjó. Hún helst ekki lengi á floti ef ekkert róttækt verður að gert. Þeim aðgerðum sem þörf er á valda ekki Geir Haarde og ríkis"stjórn" hans. Þannig er það! Burt með spillingarliðið!
Neita að tryggja Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
..og hvað ætlar svo blessaður guðsmaðurinn að skaffa okkur í staðinn fyrir "spillingarliðið".
Óttar Felix Hauksson, 15.1.2009 kl. 11:25
Já, dapurt er það ástand sem nú ríkir á Íslandi. Þetta er því miður svona eins og þú lýsir því.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.1.2009 kl. 11:31
Sammála - við þurfum utanþingsstjórn. Það er til nóg af hæfu fólki til að setjast í slíka stjórn.
, 15.1.2009 kl. 13:07
Óttar: Ég býð framkrafta mína og tek að mér dóms og kirkjumálaráðuneyti ásamt umhverfismálaráðuneyti. :) Dagný tekur heilbrigðis- og félagasmálaráðuneyti, spurning hvort Friðrik vilji taka atvinnumálaráðuneyti.
Baldur Gautur Baldursson, 15.1.2009 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.