26.1.2009 | 15:37
Hálfur sigur unninn!
Nú er að vona að forseti Ísland, herra Ólafur Ragnar Grímsson ræði við formenn stjórnmálaflokkanna og geri þeim grein fyrir að hann hyggist kalla til utanþingsstjórn. Utanþingsstjórn setta sérfræðingum innlendum sem erlendum. Hér verði að ausa með öllum tiltækum ráðum og þekkingu og til slíks er utanþingsstjórn heppileg.
Reyndar sleppur Geir Haarde við að reka Davíð núna, enda aldrei maður í að takast á við Davíð Oddsson. En einhver annars tekur á því máli. Þau eru mörg þjóðfélagssmálin sem eru farin að svekkja landann og ýldan illþolanleg.
Nú gildir að bretta upp ermar og taka á vandanum af dugnaði og víkja sér ekki undan að stinga höndum í fúlan pyttinn og kreista þjóðfélagskýlin. Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn.
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, verðum að treysta á ÓRG. Utanþingsstjórn strax.
Sigrún Jónsdóttir, 26.1.2009 kl. 15:52
Vonum að hann sjái þörfina.
, 26.1.2009 kl. 16:05
Ég get ekki betur heyrt en að forsetinn hafi utanþingsstjórn sterklega inni í myndinni
En hann er náttúrulega frægur fyrir sitt "undir rósa" tal.
Sigrún Jónsdóttir, 26.1.2009 kl. 17:28
Ég hef trú á herra Ólafi Ragnari. Hann er eina von Íslands. Hann hefur reynst réttsýnn hingað til og svon hefur hann nú þekkinguna sem stjórnmálafræðiprófessor. :)
Baldur Gautur Baldursson, 26.1.2009 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.