Seðlabanki Svíþjóðar lækkar vexti í sögulegt 1%

Á fréttamannafundi sem haldinn var í morgun var tilkynnti seðlabankastjórinn Stefan Ingves um sögulega lækkun viðmiðunarvaxtaprósentu bankans í 1%. Sagði hann þetta gert til að mæta lækkun verðbólgu og alvarlegu ástandi efnahagslífsins. Útflutningur hefur hríðfallið, minni kaupgeta fólks hér (í Svíþjóð) og eftirspurn eftir sænskum vörum hefur minnkað erlendis í frá.

Með aðgerðinni er markmið Sænska seðlabankans að minnka áhrif verðbólgunnar og jafnframt halda henni í 2%.  Stefan Ingves sagði að líklega myndi atvinnuleysið aukast og komast í 9% af vinnubærum mannafla, en síðan eftir 2011 rétti landið út kútnum. Það væri bara að halda út.

Sjá fréttina:  http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=3130&a=882712


mbl.is Peningamálastefnu ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband